Litli Bergþór - 01.03.1992, Blaðsíða 16

Litli Bergþór - 01.03.1992, Blaðsíða 16
Með 17 klyfjahesta á Kjöl Ferðasaga frá júni 1938 (Skrifað árið 1978 með stuðningi af gamalli dagbók.) C' eftir Svein Kristjánsson frá Drumboddsstöðum Við lifum nú á mikilli vélaöld, allt er unnið með vélknúnum tækjum, sem mannshöndin og mannsvitið þarf að vísu að stjórna, en afköstin og hraðinn eru ekki sambærileg við það sem áður var þegar hesturinn var aðal farar- og flutningatækið okkar og var þá með réttu talinn þarfasti þjónninn. Mérdetturíhugaðstaldranúaðeinsvið, líta 40 ár aftur í tímann og fá ykkur með mér í huganum um stund. Sumarið 1937 varfyrstfjárvarslaá Kili vegna mæðiveikinnar, sem farin var þá að herja á fjárstofn landsmanna í sumum héruðum. Til að mynda var hún komin í Húnavatnssýslur og Borgarfjörð en þá ekki enn talin vera hér sunnanlands. Því var talið nauðsynlegt að hefta samgang norðan- og sunnanfjár á Kili. Ég var í vörslunni á Kili tvö fyrstu sumurin 1937 og 1938. Bæði þessi vor fluttum við allan farangur með okkur á baggahestum, því þá var ekki orðið bílfært inneftir. Ferðin tók 3 daga héðan úr byggð og norður að Þegjanda, þar sem við höfðum bækistöð okkar bæði sumrin. Þar var álitið styttst milli Langjökuls og Blöndu, sem var svæðið sem við skyldum verja. Við kölluðum bækistöð okkar að Ármótum, og er það þar sem Þegjandi fellur í Beljanda, um 5 km norður af Hveravöllum. Mér datt í hug að rifja upp og lýsa fyrir ykkur ferðinni á vörðinn seinna vorið sem ég fór þ.e. 1938. Teitur í Eyvindartungu var yfirmaður mæðiveikivarnanna hér. Hann sendi mig til Reykjavíkurtil að taka út það sem við þyrftum nauðsynlega að hafa með okkur. Var það ansi margt sem ég þurfti að muna eftir, því ekkert var á staðnum frá sumrinu áður nema rúmstæðin. Farangurinn var keyrður á bíl austur og tekinn af bílnum innan við túnhliðið á Laug og tjaldað yfir. Búið var að ráða Jón eldri á Laug til að flytja okkur. Hann varvel vanurferðamaðurog átti nokkra ágæta ferðahesta, því mörg undanfarin vor vann hann við að ryðja og laga reiðveginn norður á Hveravelli og halda við vörðum á þeirri leið. Voru því hestar hans sérstaklega stilltir og öruggir og alltaf reknir undir áburði. Sunnudaginn 12.júniskyldilagtafstað. Við sem fórum þá saman á vörðinn voru auk mín Albert Gunnlaugsson á Gýgjarhóli, Valdimar Ketilsson í Kjarnholtum, Magnús Tómasson í Helludal og Húnbogi Hafliðason frá Hjálmsstöðum. Við komum að Laug um kl. 10 um morguninn. Þá var strax farið að binda í bagga og var það töluvert vandaverk að velja saman sem allra jafnasta þyngd í baggana á hvern hest til að forðast áhalla. Jón leiðbeindi vel við það starf og skipaði fyrir og sagði alltaf „sko, líttá, sjáðu“ á undan hverju ávarpi, eins og var alltaf venja þegar hann talaði. Þegar búið var að binda allan farangurinn í bagga var hann á 17 hesta, sem komnir voru á staðinn og fengnir flestir af næstu bæjum, til viðbótar Laugarhestunum. Þáðum við svo góðgerðir hjá Kristínu á Laug áður en látið var upp. Klukkan var hálf þrjú þegar öll hersingin lagði af stað frá túnhliðinu á Laug, 6 menn allir með tvo til reiðar og 17 hestar undir áburði. Veður var gott, norðvestan gola, skúrir um morguninn en stytti upp og glaðnaði til er leið á daginn. Við teymdum allt austur yfir Fljótsbrúna og Jón lagði fyrir að teyma aðeins 2 hesta í einu yfir brúna. Hún var mjó hengibrú, sem gekk mjög í bylgjum undan umferðinni. Tók það okkur því töluverðan tíma að komast yfir hana. Litli - Bergþór 16

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.