Litli Bergþór - 01.03.1992, Blaðsíða 8

Litli Bergþór - 01.03.1992, Blaðsíða 8
Ur sögu Biskupstungnaafréttar. Afretturinn og nýting hans er allmikið til umræðu um þessar mundir. Þvíer við hæfi að birta eitthvað er varðar sögu hans. Að þessu sinni er það 148 ára gamalt bréf skrifað af Birni Jónssyni, sem var prestur á Torfastöðum um miðja síðustu öld. Hann skrifarþetta bréffyrir hönd forráðamanna kirknanna í Tungunum, sem þá áttu afréttinn fyririnnan Hvítá, og mun það vera til hreppsstjóranna, en þeir voru á þessum tíma tveir í sveitinni og gegndu a.m.k. að einhverju leyti hlutverki sveitarstjórnar, sem þá var ekki til. Bréfið er hér eins og það birtist í tímaritinu Sögu árið 1970. Þar er það búið til prentunar og fært tilnútíma stafsetningar af Magnúsi Má Lárussyni, prófessor, og mun fyrirsögnin vera frá honum. Hann hafðifengiðIjósritafskjalinu hjá Haraldi Þéturssyni, fyrrverandisafnhúsverði, og telurþaðskrifað uppafSteingrími biskupJónssyni og segirþað vera í Skálholtskirkjuskjölum í Þjóðskjalasafni. Hvenær lokaðist Vegna þess, að Biskupstungna hrepps svokallaða afrétt var bæði lítil og mestpart sára hrjóstrug og graslaus, stendur sauðfé það, sem þangað er rekið, lítið við, og rennurflest strax að kalla ofan í byggð aftur, einkum fram Eystri Tunguna, og þótt hreppstjórarnir með röggsemd á hverju sumri hafi tilhalldið bændum að reka féð upp til fjalla aftur og fleirum dögum af bezta bjargræðistímanum, túnaslættinum og fram af engjaslættinum, hafi verið þar til varið, hefir allt komið fyrir eitt; fjallféð hefur sáralitlum sumarbata getað tekið vegna sífellds reksturs og ónæðis, og bændum hefur þótt árangurinn - einkum í Eystri Tungunni og á öllum uppbæjum í Ytri Tungunni - óþolandi, og hafi borið sig upp við ykkur undan sömu. Til þess að reyna til að ráða einhverja bót á þessum vandræðum fóruð þið því á flot við oss undirskrifaða næstl. sumar, hvort vér vildum ekki að voru leyti gefa leyfi til þess, að bændur mættu fara að nota til geldfjárbeitaraðsumrinuþáTorfastaða-, Bræðratungu- , Haukadals- og Skálholtskirkjum tilheyrandi afrétt fyrir norðan Vötn eins og gjört hefði verið fyrrum meðan Jökullinn var ekki fallinn fram í Hvítárvatn og farið varð því milli hans og Vatnsins. Undir eins og vér góðfúslega gáfum ykkur að voru leyti það umbeðna leyfi gátum vér þess, að samtal yrði að hafa við Auðkúlustaðarmenn, og nauðsynlegt væri, að eitthvert aðhald yrði byggt, svo að þar í yrði dregið sundur sauðfé það, sem saman kynni að ganga, eins og sagt er, að gjört hafi verið meðan afréttarland þetta var brúkað af Biskupst.mönnum. Um þetta málefni skrif uðuð þið strax herra sýslumanni A.K. leiðin norður? P. Melsted, R. af Dbr., og hann aftur sýslumanni í Húnavatnssýslu herra Blöndahl þ. 12. septemberf.á., hver eð svarað hefur hér upp á með bréfi dagsettu 24. janúar þ.á., og látið því fylgja bréf frá prestinum síra S. Sigurðssyni á Auðkúlu af 12. s.m. og annað bréf frá hreppstjóra G. Arnljótssyni á Guðlaugsstöðum af 27. des. f.á., þessu málefni viðvíkjandi. Jafnf ramt því að meðdeila oss afskriftir af nýnefndum 3 bréfum, hverra helzta innihald virðist vera að tálma og koma í veg að fyritæki þessu verði framgengt og að nokkru leyti sýnist bréf prestsins og hreppstjórans miða til að véfengja eignarrétt kirknanna á ofannefndu landsplássi. Hafið þið æskt af oss, að vér vildum skriflega láta ykkur vita hvort eignarréttur kirknanna á þráttnefndu landsplássi muni geta verið nokkuð efasamur, með fleiru héraðlútandi. í tilefni hér af viljum vér því ekki undanfalla hérmeð að geta þess, að vér byggjum eignarrétt kirknanna á margnefndu landplássi á Vilchins máldaga, sem eignar þeim afrétt fyrir norðan Vötn og þar að auki segir, að þeir eigi skógarhögg á Sandvatnshlíð, sem er eins og þið vitið fyrir framan Hvítárvatn í þeirri nú af Biskupstungna mönnum árlega brúkuðu afréttareign. Þegar þessi máldagans orð eru aðgætt, mun engum heilvita manni, sem til þekkir, geta þótt efasamt, að hér sé talað um landiðfyrir norðan Hvítárvatn og Jökulfallið norður á Fjórðungamót. Vér getum ekki sannað, að landspláss þetta hafi verið brúkað fyrir afrétt af Biskupstungna mönnum - sjálfsagt með bréfi þeirra sem kirkjurnarhöfðu undirhöndumáðurenn Jökullinn féll fram í Hvítárvatn, því þeir eru enn lifandi, sem Litli - Bergþór 8

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.