Litli Bergþór - 01.07.1992, Page 3

Litli Bergþór - 01.07.1992, Page 3
Ritstjómargrein Þetta blað er í umsjá ritnefndar með endurnýjuðu umboði. Aðalfundur Umf. Bisk. sýndi henni það traust að endurkjósa hana, og þakkar hún það. Hvað sem um árangur hennar má segja við að koma út áhugaverðu blaði fyrir alla, liggur þó fyrir að henni tókst að koma út þremur blöðum á starfsárinu með ýmiskonar efni á einum 70 síðum. Útgáfan hefur verið kostuð með áskriftargjöldum og auglýsingum. Nóg um það. Þegar þetta er ritað er sumarið komið. Væntanlega vona allir að það verði gott, en ekki er víst að mælikvarðinn sé allsstaðar sá sami. Nú er sumarið oftast metið eftir sólfari. Flestir vilja fá marga góða daga til að spóka sig og liggja í sólskini. Ekki er endilega víst að svoddan veðurfar sé það besta fyrir gróðurinn. Hann þarf auk birtunnar bæði hita og raka. Hitifylgirað sjálfsögðu oftast sólskini. Veðurfræðingar eru að vísu stundum að spá því að sumarið verði kalt, þar sem gosmistur í háloftunum yfir okkur frá eldgosi á Filippseyjum muni draga úr hita. Regnið' veldur oft mörgum ama en er ein af forsendum mikillar sprettu, þar sem ekki er unnt að vökva. Þó margir hér í sveit byggi afkomu sína á öðru en vexti jarðargróðurs eiga aðrir mikið „undir sól og regni“. í vissu tilliti á þetta frekar við í sumar en áður, þar sem nú er verið að sá korni hér í meiri mæli en áður. Einir sjö bændur ætla að reyna kornrækt. Þetta mun að vísu ekki vera í stórum stíl og er litið á þetta fyrst og fremst sem tilraun. Er það mjög lofsvert að þessir bændur skuli leggja fram fjármuni og erfiði til að reyna að komast að því hvort korn nær hér þroska. Til skamms tíma mun það hafa verið talið næstum vonlaust. Þessi ræktun byggist annars vegar á því að mögulegt sé að sá nokkuð snemma vors og hins vegar að sumarhiti sé sæmilega hár. Ýmislegt bendir til þess að veðurfar sé hér betra til þessa en áður var talið. Má í því sambandi benda á góðan vöxt trjáa á ýmsum stöðum hér í sveit. Einnig hefur komið í Ijós eftir að veðurathugunarstöðin kom í Hjarðarlandi að dagshiti er þar oft meiri en annars staðar á landinu. Hætt er við að í köldum árum verði þessi ræktun fyrir áföllum a.m.k. til að byrja með, og vilja þá ef til vill sumir slá því föstu að þetta gangi ekki. í því sambandi er hollt að minnast þess að íslenskir bændur hafa alltaf þurft að glíma við sveiflur í veðurfari og alveg fram á þessa öld féll hér búfé í hörðustu vorum. Samt var haldíð áfram og reynt að búa sig undir næsta harðindakafla. Með bjartsýni og þrautseigju næst árangur. Ef til vill fáum við að sjá byggakra bylgjast hér í sveit þegar líður á þetta sumar. Þökk sé frumherjunum sjö. A.K. Litli - Bergþór 3

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.