Litli Bergþór - 01.07.1992, Blaðsíða 25

Litli Bergþór - 01.07.1992, Blaðsíða 25
Umhverfis jörðina..frh. Tim og Bruce, ferðafélagaar mínir til Perth við dæmigert ástraiskt vegaskilti. Það tók tvo daga að keyra suður til Adelaide þar sem við stoppuðum í 3 daga áður en við héldum áfram næstu 3000 kílómetrana til Perth. Sluppum rétt mátulega við að sjá skógarelda, sem kviknuðu fyrir utan Adelaide daginn eftir að við fórum. En þeir náðu sem betur fer aldrei inn í borgina. Við náðum til PERTH á tveimur og hálfum degi, með því að keyra alla aðra nóttina. - Og allan tímann var ekkert að sjá nema óravíða flatneskju með lágum lyng- eða runnagróðri, og veginn, þráðbeinan hundrað eftir hundruð km, hverfa út við sjóndeildarhringinn. Á stöku stað hafði þó verið sett sikk-sakk beygja á veginn, svona til að vekja bílstjórana! Við urðum reyndar vitni að því að bílstjórar eiga það til að sofna undirstýriásvonavegum.Tókum eftir að trukkur, sem við höfðum keyrt á eftir drjúga stund var ansi reikull í rásinni og allt í einu hvarf hann í rykmekki út af veginum. Sem beturferer hvergi hátt útaf og trukkurinn skrölti aftur upp á veg. En við vorum heppin og sluppum slysalaust, ef frá er talin lítil kengúra sem varð fyrir bílnum eina nóttin. Upphaflega ætlaði ég að ferðast um vesturströnd Ástralíu í mánuð og aðeins búa nokkra daga hjá kunningjum mínum í Perth. En hvort tveggja var að mér veitti ekki af hvíld eftir vinnutörnina í Alice, og svo fór svo vel um mig þarna, að það endaði með því að ég varallantímann í Perth. Fóraðeinsstuttadagstúraum nágrennið og notaði tímann mest til að skrifa bréf, framkalla og flokka myndir, liggja á ströndinni og yfirleitt bara slappa af. Enda hafði ég heilt einbýlishús til umráða meiri hluta dags, meðan húsráðendur voru í vinnunni. Frá Pert fór ég um miðjan mars, tók rútu í þetta sinn til Melbourne. Par heimsótti ég aðra fjölskylduna, sem við kynntumst í Kingoonya á leiðinni til Alice, þar sem við Anna naglhreinsuðum timbur sællar minningar. Þautóku méreinsogég væri ein úrfjölskyldunni, buðu mér að gista og útveguðu mér svo far með trukk áfram til Sydney. í Sydney hitti ég aftur Önnu eftir rúmlega þriggja mánaða viðskilnað og við flugum saman til eyjarinnar NÝJU CALIDÓNÍU þann 24. mars. Þar varð ég eftir í hálfan mánuð, en Anna hélt beint áfram til Nýja Sjálands og til borgarinnar Invercargill (þar sem Gauja vann) og fékk þarvinnu sem hjúkka. Kortið sýnir ferðir mínar hingað til. Nvia Calidónia og Nýja Sjáland verða næst á dagskrá. Litli - Bergþór 25

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.