Litli Bergþór - 01.03.1994, Page 10

Litli Bergþór - 01.03.1994, Page 10
Frá Reykholtsskóla Skólaganga bama fyrr á tímum. Höfundur: Áslaug Rut Kristinsdóttir 9. bekk Reykholtsskóla. Heimildir sóttar til afa míns, Hárlaugs Ingvarssonar frá Hvítárbakka, setri var í skólanum 1938-42. Skólinn var hálfan mánuö í senn og viö vorum í heimavist. Þaö var aðeins einn kennari sem kenndi allt, t.d. smíöi, handmennt, leikfimi, bókband, sund o.fl. Hann heitie Stefán Sigurðsson og er ennþá á lífi og býr í Hveragerði. Eingöngu ein skólastofa var notuð. Skólinn var frá 9-16 alla daga og líka laugardaga. Á kvöldin var líka einn tími frá 18-19. Eitt kvöld á hverjum hálfum mánuöi var haldinn smá gleöskapur og biöum viö ávallt spennt eftir þeirri stundu. Viö dönsuöum fram eftir kvöldi viö undirspil skólastjórans sem spilaði fyrir okkur á orgel. Oft var nú margt brallað sem ekki mátti. Eitt sinn tókum viö upp á því aö grýta grjóti niður brekku og niður á tún hjá Kristni á Brautarhóli. Viö héldum aö þetta kæmist ekki upp, en svo var nú ekki. Sá gamli kom öskuvondur upp í skóla og viö settum upp sakleysissvipinn, en þaö dugöi nú ekki og vorum viö strákarnir látnir bera allt grjótiö upp brekkuna. Ein kona aö nafni Ingiríður Ingimundardóttir frá Reykjavöllum eldaði ofan í okkur. Mjólkin, sem var notuð í mötuneytiö, kom meö mjólkurbílnum í 30-40 lítra brúsum og viö krakkarnir vorum látin skiptast á aö bera mjólkurbrúsana upp eftir, sama hvernig viöraöi. Slátraö var nokkrum lömbum um haustiö og einum hesti og þetta var í matinn um veturinn og aöeins af fiski. Svo var bakaö brauð í heitum sandinum rétt viö hverinn. Þótti þetta allt ágætis matur í þá daga. Um miðjan mars var haldin skemmtun á Vatnsleysu. Þar var gott samkomuhús. Eiríkur á Bóli spilaöi á harmonikku. Þegar Hvítáin var ísilögð löbbuöum viö skólakrakkarnir yfir á Flúðir og heimsóttum skólann þar og svo komu þau til okkar. Þetta var gert þegar áin var örugglega mannheld. Viö fórum alltaf heim meö mjólkurbílnum, sátum á pallinum og þótti mjög gaman. Frá Fljóts- bakkanum vorum viö ferjuö yfir á Krók meö litlum bát. Þaðan löbbuöum viö heim til okkar sem áttum heima í Bræðratunguhverfinu. Vorum viö heima í 2 vikur og fórum svo aftur í skólann eftir þann tíma. Þegar viö vorum komin á fermingaraldurinn var okkur raöaö niður á bæina í kringum Torfastaði viku í einu. Ég lenti hjá systkinunum Margréti og Halldóri í Hrosshaga og labbaöi svo á hverjum degi í spurningar á Torfastööum. Áöur í skólanum læröum viö kristinfræöi en þaö var bara rétt áöur en viö byrjuðum í spurningum. Fermingin var meö heföbundnu sniöi en ekki var farið til altaris. Fermingargjafir voru heldur minni en nú tíðkast. Ég fékk 25 krónur frá hverjum bæ í nágrenninu og svo armbandsúr. Hjúkkubrandari. Það voru eitt sinn þrjár ungar hjúkkur á virtum spítala í Reykjavík. Var yfirlæknirinn á staðnum mjög áleitinn við þær og áttu þær í mestu vandræðum með hann. Einn morguninn ákváðu þær svo allar að gera honum einhvern grikk. Dagurinn leið og svo nóttin og morguninn eftirhittust þær allar aftur og sögðu frá afrekum sínunt. Sú elsta sagði: „Nú, ég tók nú bara hitamælinn hans og tæmdi allt kvikasilfrið úrhonum“. Þá sagði sú næsta: „Ég stal öllum smokkunum hans og stakk gat á þá alla“. Þá leið yfir þá þriðju. Eva Sæland 10. bekk. ..........................................-v Hárlaugur. Hárlaugur. Hárlaugur. Hárlaugur hefur þann mannasið, að heilsa fólki er lítur við og þegar það kveður brosir hann blítt og spyr það um veðrið og annað nýtt. Hreiöar Ingi (Bryndís Kristjánsdóttir 10. bekk.) \___________________________________________> Litli - Bergþór 10

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.