Litli Bergþór - 01.03.1994, Side 14

Litli Bergþór - 01.03.1994, Side 14
Frá íþróttadeild U.M.F.B. ÚR ÁRSSKÝRSLU. ✓ Iþróttamaður og frjálsíþróttam. ársins. Róbert Einar Jensson sýndi miklar framfarir í öllum sínum helstu keppnisgreinum á fyrri hluta ársins 1993. Innanhússtímabil hans var sérlega glæsilegt og hápunkturinn, íslandsmeistaratitill hans í hástökki karla í febrúar. Á innanhússtímabilinu uppskar Róbert laun erfiðisins viö æfingar mánuðina þar á íþróttamaðurársins, Robert Einar Jensson. undan og stefndi í að sumarið yrði mjög gott einnig. Svo varð þó ekki vegna meiðsla sem ágerðust svo að uppskurður varð óumflýjanlegur í lok sumars. Róbert hefur þegar sýnt með árangri sínum og eljusemi við æfingar að hann hefur bæði hæfileika og viljastyrk til að verða framúrskarandi frjálsíþróttamaður. Utan vallar sem innan er Róbert fyrirmyndar félagi vinsæll og hvetjandi. Sá árangur sem hann náði á árinu 1993 er vonandi aðeins byrjunin á glæstum ferli í harðri samkeppni við bestu frjálsíþróttamenn landsins. Þráinn Hafsteinsson Borðtennismaður ársins Þorvaldur Skúli Pálsson varð silfurverðlaunahafi á unglingameistaramóti íslands, hann og Ingimar unnu gull í tvíliðaleik á sama móti. Á H.S.K. mótinu vann hann gull í sínum flokki og svona mætti halda áfram að telja. Þorvaldur hefur stundað íþróttina af eljusemi og verið félaginu til sóma jafnt innan vallar sem utan. Gústaf Sæland Iþróttakona ársins Þórey Helgadóttir er valin íþróttakona ársins 1993. Þórey byrjaði að æfa og keppa fyrir Umf.Bisk um leið og hún hafði aldur til. Hún hefur sótt æfingar í flest öllum íþróttagreinum sem boðið hefur verið upp á. Þóey er bæði fjölhæf og jákvæð íþróttakona sem ekki skorast undan sé til hennar leitað. Iþróttakona ársins, Þórey Helgadóttir. Á síðasta ári keppti Þórey í frjálsum íþróttum, sundi borðtennis og einnig körfubolta fyrir hönd félagsins. Hún vann til verðlauna bæði í frjálsum og sundinu. Þórey hefur verið félagi sínu til sóma bæði innan vallar sem utan. Um leið og ég vil óska henni gæfu og gengis, vona ég að hún leggi rækt við íþróttirnar og farnist vel í framtíðinni. Áslaug Sveinbjörnsdóttir Sundmaður ársins Guðjón Smári Guðjónsson er kröftugur strákur og smýgur vatnið vel. Á aldursflokkamótinu lenti hann í 2. sæti í 50 m bringusundi synti þá á 59,3 sek. Hann varð í 1. sæti í 50 m skriðsundi, synti á 38,8 sek. Á unglingamótinu lenti hann í 2. sæti í 50 m skriðsundi, synti þá á 39,9 sek. Vonandi heldur hann áfram sínu striki og heldur áfram á sömu braut. Elísabet Kristjánsdóttir Litli - Bergþór 14

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.