Litli Bergþór - 01.03.1994, Qupperneq 20

Litli Bergþór - 01.03.1994, Qupperneq 20
Ný heilsugæslustöð S I Laugarási Nú er verið að leggja síðustu hönd á teikningar að nýrri heilsugæslustöð í Laugarási og verður byggingin væntanlega boðin út á þessu ári. Með þessu sér fyrir endann á langri baráttu stjórnar og starfsfólks heilsugæslustöðvarinnar. Allt frá 1984 hefur verið farið framá það við heilbrigðismálaráðuneytið og fjárveitinganefnd Alþingis að veita fé til nýbyggingar. Rökin hafa verið að með aukinni aðsókn að stöðinni og meiri starfsemi sé húsnæðið allt of lítið. Auk þess sem innrétting stöðvarinnar er óhöndug og stafsaðstaða léleg. Fyrsta fjárveiting fékkst 1987 til frumhönnunar og teikninga. Síðan fékkst ekki fé fyrr en árið 1993 og nú er svo komið að fyrir liggur ráðherrabréf um að hér skuli byggja og fjárveiting uppá 10 milljónir er á þessu ári. 1987 var Geirharður Þorsteinsson arkitekt ráðinn til að teikna en sonur hans Þorsteinn tók við teikningum sumarið 1993. Til gamans geta má þess að Geirharður er sonur Þorsteins Loftssonar sem bjó um tíma á Stóra-Fljóti. Nýja stöðin er 580 m2 og kostnaðaráætlun er 70 milljónir. í byggingarnefnd stöðvarinnar eru Jón Eiríksson, Loftur Þorsteinsson og Pétur Skarphéðinsson. Er við hæfi að lokið verði við byggingu nýrrar stöðvar áður en læknishéraðið verður 100 ára en fyrst var settur læknir til að þjóna uppsveitum Árnessýslu 1897 og hafa læknar setið þar síðan. P.S. heilsugæslustöðin lóóartcikning 1/200 dags: jan. 199H í laugarási arkitcktar fai gcirharður þorsteinsson þorstcinn gcirharðsson lindargótu 25. 101 rvk simi 621699 fax 613H4 V-- Litli - Bergþór 20

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.