Litli Bergþór - 01.12.1996, Qupperneq 26

Litli Bergþór - 01.12.1996, Qupperneq 26
Frá Landgræðslufélagi Biskupstungna Mánudagskvöldið 28. okt. var haldinn þriðji aðalfundur félagsins í Bergholti. Um 14 félagar mættu á fundinn auk gesta. Á fundinum var sagt frá stafsemi félagsins á þessu ári. Sauðfjárbændur fóru 21. júní og báru á Róbert á Brún kominn með áburðinn í Fremstaver. uppgræðslusvæðið við Sandá og við Fremstaver. Farið inn í Árbúðir með fræ og áburð og því dreift á svæðið þar í kring. Þar er farinn að sjást verulegur árangur af uppgræðslustarfi undanfarinna ára. Farið var með áburð og borið á í Skálholtstungu. Þar er allt að gróa sem hægt er að gæða upp. Unnið var að landgræðslu í Rótarmannagili, en þar voru aðallega unglingavinnan og Landgræðslan að störfum. Síðasta haust var gerð tilraun með að ryðja niður rofabörðum með beltagröfu í Rótarmannagili og var það gert við um helming rofabarðanna. Síðan var sáð Beðið eftir áburði innan við Sandá. F.v. Arnheiður í Gýgjarhólskoti, Sigurður á Vatnsleysu, Sœvar í Gýgjarhólskoti og Valur á Gýgjarhóli. í raskið. Ákveðið var að bíða með frekari slíkar framkvæmdir þangað til að áhrif þessara aðgerða koma betur í ljós. Stefnt var að því að girða nokkur rofabörð við Sandvatnshlíðarhomið og hefja þar björgunaraðgerðir. Það komst ekki í verk á þessu ári. Einnig var verið að ræða um hvort menn úr sveitinni gerðust verktakar hjá Landgræðslunni við áburðardreifingu á Flaukadalsheiði. Ekki komst það í verk á þessu ári, að hluta til vegna þess hve heyskapur byrjaði snemma. Einnig er á dagskrá hjá félaginu að merkja reiðleiðir yfir Kjöl til að dreifa þeirri gífurlegu hestaumferð sem fer um þetta svæði. Einn stjórnarmaður og varamaður áttu að ganga úr stjóm og voru þeir endurkjörnir. Stjórnina skipa Þorfinnur á Spóastöðum, Gísli í Kjarnholtum og Amheiður í Gýgjarhólskoti. Á fundinn komu tveir fyrirlesarar auk landgræðslustjóra. Þetta voru Sigurðar tveir. Sigurður Greipsson sagði fá starfsemi Landgræðslunnar á Flaukadalsheiði. Sigurður Magnússon fræddi fundarmenn um uppgræðslu, sagði frá tilraunaniðurstöðum og kostum og göllum þess að flytja inn útlendar plöntutegundir. Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri, ræddi um landgræðslu og gróðurvemd. Eftir fyrirlestrana sköpuðst nokkrar umræður yfir kaffinu og var fundi slitið upp úr miðnættinu. Amheiður Þórðardóttir TDttMsniRTI J v STOFfl rri ^ II LEIF & ÆVAR sími 482-1455 fax 482-2898 Hársnyrtistofa Leifs og Ævars Austurvegi 21 Selfossi, Opið: Opið: Opið: mán.-miðv. 9-18, fimmtud. 9-20, föstud.9-19, og Iaugard. 9-14. sími 482-1455 fax 482-2898 Litli - Bergþór 26

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.