Litli Bergþór - 01.07.1998, Page 4

Litli Bergþór - 01.07.1998, Page 4
Frá Ungmennafélaginu Afmæli Ungmennafélags Biskupstungna. Ingólfsdóttir Engi, Fríða Helgadóttir Hrosshaga, Droplaug Guttormsdóttir Skálholti, Ragnheiður Kjartansdóttir Gilbrún, og Arnbjörg Jóhannsdóttir Reykholti. Heiðraðir voru 5 félagar fyrir vel unnin störf í þágu félagsins fyrr og nú. Það voru þau Halla Bjamadóttir á Vatnsleysu, Sigurður Þorsteinsson á Heiði, Þórir Sigurðsson í Haukadal, Sigurður Erlendsson á Vatnsleysu og Arnór Karlsson í Amarholti. Allir núlifandi heiðursfélagar og fyrrverandi formenn voru mættir að Birni Bjamdal Jónssyni undanskildum en hann var staddur í Noregi og sendi félaginu afmæliskveðju þaðan. Hluti gesta á afmcelishátíðinni. var æft sérstaklega fyrir þetta kvöld og sá Hólmfríður Bjarnadóttir í Skálholti um að æfa og semja dansinn ásamt dönsurunum sem voru, Ósk Gunnarsdóttir Hrosshaga, Elín Magnúsdóttir Hveratúni, Svanhvít Heiðursfélagar fyrr og nú. Ungmennafélagið varð 90 ára sumardaginn fyrsta 1998 og hélt upp á það þann dag með tilheyrandi veizlu. Undirbúningur fyrir hátíðina var aðallega í höndum stjórnar Umf. Bisk og yngri fyrrverandi formanna félagsins. Fagnaðurinn hófst kl. 2100 í Aratungu. Margrét Bóasdóttir tók að sér veizlustjóm og átti auðvelt með að skapa létta og líflega stemmingu. Sýnd voru atriði úr þremur leikritum sem Ungmennafélagið hefur sett upp. Það var úr Gísl sem sett var upp fyrir 20 ámm í tilefni 70 ára afmæli félagsins, Fermingabarnamótið sem sett var upp 1996 og Síldin kemur og síldin fer sem var sett upp í vetur í tilefni 90 ára afmælisins. Skálholtskórinn söng nokkur lög undir stjóm Hilmars Amar Agnarssonar, þar á meðal lag eftir Stefán Sigurðsson sem hann gaf félaginu sl. haust. Dansatriði Ný stjórn U.M.F.Bisk. Ungmennafélaginu bárust góðar gjafir og hlýjar kveðjur frá hinum ýmsum aðilum, m.a. frá Kvenfélagi Biskupstungna, Umf. Skeiðamanna, Umf. Gnúpverja, Umf. Laugdæla , Umf. Hvöt, Héraðssambandinu Skarphéðni og Ungmennafélagi íslands. Amór Karlsson afhenti félaginu borðfána félagsins að gjöf frá öllum fyrrverandi formönnum félagsins. Boðið var upp á veglegt kaffihlaðborð og átti Kristín á Kjóastöðum allan heiður af vel skreyttum brauð- og rjómatertum. Sveitungar komu með kökur með sér eins og alltaf var gert í gamla daga þegar samkomur voru. Um 200 manns á öllum aldri heiðruðu félagið með nærveru sinni. Afmælisnefndin þakkar öllum þeim sem lögðu félaginu lið svo hægt væri að gera þennan afmælisdag sem bestan. Bestu þakkir, Margrét Sverrisdóttir. Litli - Bergþór 4

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.