Litli Bergþór - 01.07.1998, Side 12

Litli Bergþór - 01.07.1998, Side 12
Sveitarstjómar- og sameiningarkosningar frh aleflifyrir því að þeir miklu umferðarvegir sem hér eru verði byggðir upp með bundnu slitlagi á kjörtímabilinu svo og aðrir vegir sveitarfélagsins verði gerðir varanlegir. “ Einnig „að hún þrýsti ennfrekar á snjómokstur“ og „að brú yfir Hvítá verði að veruleika K-listi vill að þrýst sé „áframhaldandi uppbyggingu vegakerfisins í sveitinni og þá sérstaklega að Ijúka við Biskupstungnabraut upp að Múla og að framkvœmdir verði hafnar við Hvítárbrú. “ Þess skuli krefjast „að Vegagerðin leggi reiðvegi eins og lög gera ráðfyrir. “ H-listinn telur að tryggja skuli „nauðsynlegar vegabœtur innan sveitar" og telur Hvítábrú og heilsársveg milli Laugarvatns og Þingvalla „mikilvœgar samgöngubœtur til hagsbóta fyrir uppsveitirnar. “ f. Skipulags- og umhverfismál: H-listi vill að stofnað verði byggðasamlag uppsveitanna og að vinna að skipulagi. Þörf er talin á átaki í fráveitumálum og „að auka meðvitund íbúanna um umhverfi sitt, sorphirðu ogfrágang mannvirkja. “ „Afram verði unnið að lokun hœttulegra skurða við alfaraleiðir og stefnt að auknu umferðaröryggi í þéttbýliskjörnum. “ K-listinn greinir frá því að fyrir dyrum standi úttekt á að- og fráveitum í sveitinni, og að í framhaldi af því sé „gert ráðfyrir að menn geri hreintfyrir sínum dyrum. “ „Aukið verði aðgengi að sorpgámum og þeimfjölgað eins og þörf krefur, “ og „leitað nýrra leiða viðförgun sorps, svo sem með nýtingu á lífrœnum úrgangi o. fl. “ Skýrt er frá því að vinnu við aðalskipulag hreppsins verði lokið árið 1999, og talið mikilvægt að við þá vinnu verði haft náið samráð við íbúana. L-listi telur frárennslismál „víða íólestri og er úrbóta þörf, við viljum ýta betur við þeim þætti. “ S-listinn heitir að stuðla að því „aðfegra umhverfið, fiokkun sporps og förgun þess sem ekki er hœgt að endurvinna. “ Varðandi náttúruvemd hefur hann þetta til málanna að leggja: „ Við viljum ekki að hróflað verði við viðkvœmum svœðum, t. d. að hœtt verði að þurrka upp mýrar þar sem er mikið fuglalíf. Við viljum samt engar öfgar í náttúruvernd eins og við sjáum hjá Náttúruverndarráði á Geysissvœðinu. “ Þá vilja þeir „markvisst átaktil að stöðva uppblástur lands.“ Hann berst gegn mengun. g. Afréttarmál: L-listinn „telur afréttarmál best komin íhöndum hreppsins. “ Hann lýsir ánægju með hvemig staðið hefur verið að þjónustu við ferðamenn og „framtak þeirra sem sinnt hafa landgrœðslumálum á hálendinu. “ H-listinn vill tryggja „ umráðarétt heimamanna yfir afréttinum á öllum stigum. “ Einnig að áfram verði unnið „að uppbyggingu þjónustu á afréttinum “ og „kappkosta að lialda sátt um nýtinu og uppgrœðslu hans. “ K-listi telur að standa skuli „ vörð um stjórnsýslu- og eignarrétt okkar á afréttinum. “ Stefnt verði „að aukinni uppbyggingu á þjónustu “ þar. Afram verði „ unnið að uppgrœðslu afréttarins í samvinnu við Landgrœðsluna, Landgrœðslufélagið og fjárbœndur. “ Hann vill ljúka við að lagfæra réttimar sem fyrst. h. Sameining sveitarfélaga: K-listi „tekur hvorki afstöðu með eða á móti sameiningu sveitarfélaga. “ H-listinn styður sameininguna, sem kosið er um. L-listi vill „ ekki gefa út eina ákveðna stefnu í sameiningarumræðunni. “ S-listinn „berst gegn sameiningu sveitarfélaga. “ i. Kosningaloforð: K-listi er sá eini, sem notar þessa fyrirsögn í bæklingi sínum. Þar er því heitið að haldi hann meirihluta verði „farið með efsta mann listans í klippingu. “ Einnig er heitið „andlegum stuðningi við Drauga- og tröllaskoðunaifélag Evrópu. “ (Bandstrikið er viðbót L- B.) Framboðsfundur var í Aratungu 19. maí. Þar vom nær 120 manns og um þriðjungur þeirra frambjóðendur. Einir 17 þeirra gerðu grein fyrir stefnu framboðslistanna, og síðan svömðu þeir spumingum fundarmanna. Kosningar. Kjörfundur var í Aratungu 23. maí og stóð frá kl. 12 - 22. Atkvæði voru talin þar í heyrenda hljóði að honum loknum. A kjörskrá vora 346 og greiddu 310 atkvæði í hreppsnefndarkosningum. Atkvæði féllu þannig að: H-listi fékk 92 atkvæði og 3 menn kjöma, K-listi fékk 121 atkvæði og einnig 3 menn, L-listi fékk 58 atkvæði og einn kjörinn og S-listi fékk 29 atkvæði og engan kjörinn. Auðir seðlar voru 9 og einn ógildur. Þriðji maður H-lista er með fæst atkvæði (30 2/3), og hefði K-listi þurft að fá 2 atkvæðum meira til að fá það sæti og þar með meirihluta. S-listinn hefði fengið það með tveimur fleiri atkvæðum en L-listinn hefði þurft fjögur atkvæði í viðbót til að ná því. Sameiningarkosningar. Undirbúningur þessara kosninga var í höndum nefndar, er skipuð var fulltrúum hreppanna 8, sem eiga kost á að sameinast. Gefinn var út myndskreyttur kynningarbæklingur með ýmsum upplýsingum varðandi sameininuna og aðallega kostum hennar. Kynningarfundur var haldinn í Aratungu að kvöldi 14. aprfl. Þar skýrðu fulltrúar nefndarinnar ýmislegt og svöruðu spurningum fundarmanna. Kosið var um leið og til sveitarstjómar og lágu úrslit fyrir um kvöldið. Alls skiluðu 298 kjósendur gildum atkvæðaseðlum og sögðu 196 já en 102 nei. Sameiningin var samþykkt í Skeiðahreppi (75 : 70), Hranamannahreppi (221 : 158), Laugardalshreppi (101 : 20), Þingvallahreppi (18 : 8) og Grímsneshreppi (73 : 53) en felld í Graningi (17 :12) og Gnúpverjahreppi (116 : 47). Þar sem búið var að ákveða sameiningu Grímsness og Grafnings voru Grímsnesingar ekki með í síðari umferð, sem fram fór 27. júní. Niðurstaðan varð að sameiningin var samþykkt allsstaðar nema á Skeiðum. Frh. á næstu blaðsíðu.... Litli - Bergþór 12

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.