Litli Bergþór - 01.07.1998, Blaðsíða 21

Litli Bergþór - 01.07.1998, Blaðsíða 21
Prestur í Biskupstungum frh. 2-3svar í viku. Snjóþyngsli voru meiri í sveitinni fyrstu árin okkar og samgöngur oft erfiðar, en bílaöld var þá rétt að hefjast. Fram að þeim tíma höfðu menn ferðast mest á hestum, prestar sem aðrir. Heyskapur á Torfastöðum fyrstu búskáparárin. Erlendur á Vatnsleysu hafði þó ekið sr. Eiríki, forvera mínum, og verið organisti á útkirkjum launalaust að kalla síðustu árin hans í embætti. Og eftir að ég kom að Torfastöðum hélt hann því áfram. Ég stend enn í mikilli þakkarskuld við þá feðga, Erlend á Vatnsleysu og Sigurð Erlendsson. Eftir að Erlendur varð ófær um að fylgja mér tók Sigurður Erlendsson við og spilaði á orgelin í litlu kirkjunum, allt þar til organisti var ráðinn að Skálholti til að sinna því starfi. Erlendur var dæmalaust skemmtilegur ferðafélagi og það var ómetanlegt að hafa félagsskap hans þrjá sunnudaga í hverjum mánuði. Eins og ég sagði fékk hann lítið sem ekkert fyrir þetta - og ekkert fyrir allt það, sem hann sagði mér og fræddi mig um á þessum ferðum. Vatnsleysuheimilin stóðu okkur opin, þótt ég vissi að fjölskylda Þorsteins hafði verið fylgjandi sr. Sigurði Hauki. En þau létu mig aldrei gjalda þess. - Það sama má segja um alla Tungnamenn, það tóku okkur allir af góðvild. - Ég vil meina að það sé ekki bara ég, sem stend í þakkarskuld við þá feðga, heldur skuldar öll sveitin þeim fyrir þetta mikla starf. Ekki má gleyma Bimi og Maríu í Skálholti, sem reyndust okkur ákaflega góðir vinir og nágrannar. Og það er í raun merkilegt að við erum enn aldavinir, eftir að hafa búið á sömu þúfunni í yfir 30 ár. Þar sjást mannkostir þeirra. Nágrannar okkar á Torfastöðum eru mér minnisstæðir meðan ég get eitthvað munað. Þar ríkti mikil fjölskyldueining og fólk var tengt dýpri böndum þá. Allir vissu allt um alla og voru tilbúnir að hjálpa ef eitthvað bjátaði á. Fólk gladdist saman og ef því leiddist, skrapp það á næsta bæ. Grónasta heimilið var kannski í Miklaholti. Það var rausnar heimili og Sveinn var mikill búmaður. Hann var ekki mikill átakamaður eða þrekmikill, en hann var eljumaður og búhygginn. Það er sagt að ljósmóðirin hafi sagt þegar hann fæddist: „Lítill er Sveinn og lítill verður Sveinn. En búmaður verður Sveinn.“ Allar skepnur urðu arðsamar og sælar hjá honum. Samt var hann ekki skepnumaður, sömu merkingar og sveitafólk lagði í orðið. En það var einstakt hve góður húsbóndi hann var. Hann var skemmtilegur, sagði vel frá, stálminnugur á ártöl og daga. Þeir voru ólíkir bræðurnir Eiríkur og Jón. Jón var vaskleikamaður og fágætur drengskaparmaður. Eiríkur var traustur og tryggur, en fáskiptinn. Miklaholtsfólkið bar hag allra nágrannanna fyrir brjósti og alltaf var Jón kominn ef eitthvað bjátaði á, boðinn og búinn að hjálpa. Hann gat samt verið þurr á manninn og hranalegur, en handtökin voru ósvikin. Þeir bræður sáu mér ' fyrir heyi eftir að við fórum í Skálholt. - Einhvemvegin fannst mér ég ekki hafa tíma fyrir heyskap eftir að ég kom í Skálholt, það var í svo mörg hom að líta. - Jafnvel eftir að Jón lamaðist, reyndi hann enn að bjástra við heyið, hugurinn var svo mikill. Ema á Tjörn fór suður með Jóni síðustu ferðina. Hann hafði þá fengið heilablóðfall í annað sinn. Sagði hún mér, að það síðasta sem hann hefði haft áhyggjur af hefði verið að geta ekki hjálpað honum séra Guðmundi með heyið og hrossin. Ég gæti líka sagt margt um Möggu gömlu í Hrosshaga. En ég hef áður skrifað um hana í gamla „Bergþór“. Hún var ógleymanleg kona, - vitur, skemmtileg, glöð. - Og öllum færði hún eitthvað lil málsbóta. Ég gleymi því seint, þegar hún sat tímunum saman hjá Vilborgu á Reykjavöllum inni í stofu hjá okkur, eftir að Ingi, sonur Vilborgar, dó. En hann lést í traktorslysi ájólum, 2. eða 3. jólin okkar á Torfastöðum. Þá sá ég sanna sálgæslu, eða áfallahjálp myndi það vera kallað nú. Ég hef mælt eftir allt þetta fólk, sem kvatt hefur síðan við komum hér í Tungumar. Það er allt til á blöðum og kannski ekki ástæða til að rekja það frekar hér. L.-B: Þú áttirþátt ístofnun hestamannafélagsins Loga á Torfastaðaárum þínum. Segðu okkur eitthvað frá hestamennskunni. Sr. Guðmundur: Jú, ásamt tónlistinni hafa hestar átt ríkan þátt í ævistarfi mínu. Það mun hafa verið í febrúar 1959, eftir að við höfðum rætt um það nokkrir hestaáhugamenn, að ég boðaði til stofnfundar á Torfastöðum. Gerði ég það bara eftir mínu viti og voru stofnfélagar valdir eftir ábendingum frá góðum Litli - Bergþór 21

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.