Litli Bergþór - 01.12.1998, Blaðsíða 4

Litli Bergþór - 01.12.1998, Blaðsíða 4
Frá Ungmennafélaginu Formansspjall íþróttastarf barna og unglinga er stærsti og sýnilegasti þáttur félagsins, mun þetta starf án efa eflast mikið með tilkomu íþróttahúss. Eða hvað? Ekkert gerist af sjálfu sér. Undirbúningur, skipulagning og umsjón með því starfi sem ákveðið hefur verið er ekki síður mikilvægur þáttur í starfi félagsins. Þarna er þörf fyrir ykkur foreldra og ykkur sem hafið reynsluna. Margt er á döfinni s.s byrjað hefurverið með sjálfsvarnaríþrótt sem heitir jiu-jitsu og eru um 13 sem æfa einu sinni í viku, fyrirhugað erað taka þátt í spurningarkeppni H.S.K. og Útvarps Suðurlands, einnig verður væntanlega haldið dansnámskeið, spilakvöld o.fl. ef áhugi er. Haustfundur Ungmennafélagsins var haldinn nú eftir nokkurra ára hlé, var hann sæmilega sóttur og margt rætt. Var afrakstur sumarstarfs deildanna bókaðurog vetrarstarfið kynnt. í lok fundar kom Arnór Karlsson með rausnarlegt tilboð sem ég vil þakka sérstaklega fyrir. Bauð hann sig og sína reynslu í félagsmálum fram í þágu félagsins. Mættu gamlir og nýir félagsmenn taka þetta sér til fyrirmyndar því enginn erof gamall eða of ungur til að starfa í Ungmennafélaginu, né hefur starfað nóg. Er það von okkar í stjórninni að fleiri foreldrar og aðrir sjái mikilvægi þess að vera með og aðstoða við að byggja upp gott félagsstarf í sveitinni, og hlökkum við til að eiga gott samstarf við ykkur öll á komandi ári. . Magnús Ásbjömsson. Aðaltundur Ungmennaíelagsins. Haldinn 26.4.1998 í Aratungu. Formaður félagsins Margrét Sverrisdóttir setti fundinn. Hún stiklaði á stóru um starf félagsins, lýsti síðan ánægju sinni með velheppnað afmælishóf félagsins og góðar undirtektir. Einnig sagði hún frá öflugu starfi unglinga f skemmtinefnd og góðri undirtekt í dansnámskeiði sem haldið var. Stjómin stóð fyrir því að keyptir voru nýir félagsbúningar í tilefni afmælisins. Að lokum þakkaði Margrét fyrir sig og lýsti því yfir að hún gæfi ekki kost á sér áfram sem formaður. Voru henni þökkuð vel unnin störf í þágu félagsins í gegnum árin. Síðan fóru fram kosningar. Stjórn Ungmennafélagsins Formaður, Magnús Ásbjörnsson ritari, Guttormur Bjarnason gjaldkeri, Helga María Jónsdóttir. Til vara, Grímur Bjamason og Elma Rut Þórðardóttir. Skemmtinefnd unglinga. Gunnar Örn Þórðarson, Ketill Helgason, ívar Sæland, Daníel Máni Jónsson og Björt Ólafsdóttir. Til vara, Ósk Gunnarsdóttir og Valgeir Þorsteinsson. Rekstrarnefnd. Magnús Ásbjömsson. Til vara, Helga María Jónsdóttir. Útgáfunefnd. Arnór Karlsson, Geirþrúður Sighvatsdóttir, Drífa Kristjánsdóttir, Pétur Skarphéðinsson, Elín M. Hárlaugsdóttir. Til vara, Jens Pétur Jóhannsson. Iþróttavallarnefnd. Sigurjón Sæland, Þórarinn Þorfinnsson. Til vara, Jón Ágúst Gunnarsson. Endurskoðendur. Gylfi Haraldsson. Til vara, Arnór Karlsson. Fulltrúar í þjóðhátíðarnefnd. Skemmtinefnd unglinga í samvinnu við formann. Að loknum kosningum voru samþykktir 8 nýir félagar. I opnum umræðum kom glöggt fram tilhlökkun til stórbættrar aðstöðu til íþróttaiðkunar eftir að hið glæsilega íþróttahús verður tekið í notkun. Guttormur Bjarnason. BISK-VERK Tökum að okkur alla byggingastarfsemi Nýsmíði - Viðhald Sumarhúsaþj ónusta Þorsteinn Þórarinsson, sími 486 8782 Skúli Sveinsson................ 486 8982 Bílasími 853 5391 GSM 893 5391 Litli - Bergþór 4

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.