Litli Bergþór - 01.12.1998, Blaðsíða 16

Litli Bergþór - 01.12.1998, Blaðsíða 16
Helga María prjónaði (fallegar peysur að sjálfsögðu). Það mun hafa verið kórstjórinn Hilmar sem hafði gefið upp málin á þeim bræðrum, sem peysurnar voru síðan prjónaðar eftir. Vandinn var bara sá, að þegar hann sá þá bræður síðast var Heiko frekar lágvaxinn og grannur, en núna bara lágvaxinn, og Ralf hafði einnig verið lágvaxinn og grannur, en núna hvorki lágvaxinn né grannur. Þetta kom þó ekki að sök, því hefðbundnar íslenskar lopapeysur eru yfirleitt víðar. Nú vill hinsvegar svo til, að tískan hefur ákveðið að þær skuli vera þröngar. Þær voru sem sagt bara alveg eins og til stóð þegar upp var staðið. Helsta áhyggjuefni Hilmars, fyrir utan það að eiga að halda utan um stjórnina á kórnum, hafði þar með verið rutt úr vegi. Einn makinn hvarf þarna út í nóttina með skuggalegum, þýðverskum veiðimanni og skildi eiginkonuna eftir á nálum. Myndi hún nokkumtíma sjá elskuna sína aftur? Ó, já - makinn kom aftur, hlaðinn gjöfina. Ekki skal fullyrt neitt um það hvort þetta voru heimagerð ilmkerti, en svo mikið er víst að plastpokinn utan um gjöfina ilmaði heil ósköp. Hugmyndin, sem upp hafði komið um að kíkja á hátíð í nágrenninu þetta kvöld, reyndist sjálfdauð þar sem það var orðið áliðið þegar heimsókninni til Fell lauk. Þessi laugardagur var nefnilega þjóðhátíðardagur í Þýskalandi; dagurinn þegar þýsku ríkin voru sameinuð. I stað hátíðarinnar héldum við heim til Leiwen. sunnudagurinn, 4. október samhljómurinn, heimsklassinn, toppurinn Þegar svona hópur fær tækifæri til að eyða nánast öllum sólarhringnum saman (sumir kannski mis ánægðir með það) við söng, borðhald og ekki síst allt það nýja sem mætir honum nánast í hverju skrefi, verður vart hjá því komist að það myndist einhver óútskýranlegur samhljómur í honum. Sama reynsla, sama hugsun | eykur líkurnar á að það finnist hinn Gísli vínbóndi. eini sanni hljómur. Þetta er allavega sú skýring sem ég hef á því sem gerðist þennan dag á tónleikum Skálholtskórsins með kirkjukómum og karlakórnum í Leiwen, sem voru haldnir í kirkjunni þeirra Leiwenbúa. Eg ætla hér að gefa Perlu, formanni orðið: „Þetta voru skilyrðislaust bestu tónleikar sem haldnir hafa verið hjá okkur. Það var eins Frá tíónleikunum í Leiwen. og fólkið hafi lent í einhvers konar leiðslu, ekki bara einn eða tveir, heldur allir" Ég held að ég geti bara tekið undir þetta. „Weltklasse!“ skugginn, slysið, drykkirnir, þvotturinn, Allt annað, sem gerðist á þessum síðasta degi í Þýskalandi, féll í skuggann. Meira að segja ímynduð stórslys sem áttu að hafa átt sér stað þegar hundtryggir eiginmenn mættu ekki á „treffpunkt“ á réttum tíma, eða þegar ákveðinn fjöldi kóladrykkja var pantaður með matnum um kvöldið, eða þegar verið var að gera upp við Frau Spieles-Fuchs á heimili hennar, eða þegar gerð var tilraun til að þvo óhrein föt á ónefndum stað og tíma og allt hitt. Svona er nú lffið. mánudagurinn, 5. október Et maintenant la France ökuferðin, þægindin, sundlaugin Þetta var dagur hinnar miklu ökuferðar þar sem lagðir voru að baki um það bil 600 kílómetrar áður dagsverkinu lauk. Flugrútan okkar var svo búin að ekki væsti um mannskapinn þótt ekki væri stansað í hverri sjoppu. Það voru reyndar engar sjáanlegar greiðasölur lengi vel, því ekið var á hraðbraut mestan hluta leiðarinnar. Ekki lagði ég sjálfur í að nýta mér snyrtinguna um borð, en þeir (aðallega þær) sem það gerðu tjáðu það skýrt með látbragði sínu, að þetta væri hið mesta þarfaþing og ekki spillti fyrir að hljómburðurinn var hreint ágætur. Þá á ég auðvitað við að hátalarakerfið teygði anga sína þarna inn svo ekki var hætt við að gestir misstu af neinu því sem fararstjórinn sagði meðan á heimsókn stóð. Þetta var nú útúrdúr sem skrásetjurum ferðasagna sést svo oft yfir. Leiðin þennan dag lá fyrst til bæjarins Barr í Elsasshéraðinu í Frakklandi. I Barr búa um 5000 manns. Þar átti heimili okkar eftir að verða þá þrjá daga sem við vorum á þessum slóðum. Ég gef Perlu, formanni aftur orðið: „Töskum hent í hús. Nokkrir voru á öðru hóteli eina nótt (gamalt (eld) gamaldags herbergi í ágætis standi en hörmuleg fúkkalykt“. Þess má geta fyrir þá sem ætla að fara til Barr og vantar gistingu, þá heitir þetta hótel Maison Rouge, eða Rauða Húsið. Hádegisverð snæddum við á aðal hótelinu. Það er eiginlega nýtt og stendur, að því er virtist, í útjaðri bæjarins. Mjög skemmtilegt og bauð upp á ýmsa möguleika. Það var þar sem við áttum að nota öll sundfötin sem voru höfð meðferðis skilmerkilega, eins og okkur hafði eindregið verið ráðlagt. Það hafði nefnilega sést á mynd sem við fengum af hótelinu, að þar var sundlaug fyrir utan. Þegar á staðinn kom var þarna vissulega sundlaug. Hængurinn á málinu var sá, að lofthitinn var 4-10°C og að sjálfsögðu ekki rnikið um hveravatn til upphitunar. f stuttu máli: það fór enginn í sund. Þetta var enn einn útúrdúrinn. Litli - Bergþór 16

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.