Litli Bergþór - 01.12.1998, Blaðsíða 9
Hreppsnefndarfréttir
boða til fundarins.
Opnunartími hreppskrifstofu Biskupstungna-
hrepps Frá 1. nóv. verður opnunartími hreppsskrifstofu
kl. 10-12 og 13-16. Viðtalstími oddvita verður mánudaga
frákl. 13-15.
Ráðningarsamningur sveitarstjóra Ragnars S.
Ragnarssonar. Oddviti, formaður hreppsráðs ásamt
sveitarstjóra hafa unnið að gerð ráðningarsamnings við
sveitarstjóra. Hreppsráð fór yfir samninginn og
samþykkti hann.
Starf oddvita í október. Akveðið að starf hans sem
umsjónamanns með íþróttahúsbyggingunni og aðstoð við
sveitarstjóra verði metið sem hálft starf í október.
Tekjujöfnunarframlag 1998 hefur borist og nemur
7,4 milljónum en var áætlað 5,5 millj.
Kynnt stefna Hrefnu Markan gegn Menntamála-
ráðuneytinu og Biskupstungnahreppi þar sem henni var
synjað um kennarastöðu við Reykholtsskóla 1994-1995.
Bótakrafa tæpar 4milljónir auk vaxta og málskostnaðar.
Lögmanni sveitarfélagsins hefur verið falið að athuga
málið.
Bréf skólastjóra þar sem tilkynnt er kjör í
Kennararáð Reykholtsskóla 1998-1999 kjörnir voru
Valbjörg Jónsdóttir, Margrét Bóasdóttir, Agla
Snorradóttir, til vara Signý Guðmundsdóttir og Egill
Hallgrímsson fulltrúi kennara í skólanefnd. Jafnframt er
óskað greiðslu fyrir fundarsetu í þessum ráðum
samkvæmt ákvæðum í kjarasamningum.
Kaupsamningur vegna landspildu úr Norðurbrún
þar sem Bergrós Gísladóttir og Hermann Guðmundsson
Norðurbrún Bisk. kaupa af þrotabrúi Einars Páls
Sigurðssonar 13 ha. Hreppsráð leggur til að fallið verði
frá forkaupsrétti á þeim forsendum að skipulag
sumarhúsabyggðar á svæðinu verði fellt út úr
aðalskipulagi.
Uppgjör Stefáns Böðvarssonar vegna vörslu á
afrétti. Heildartekjur um 1 milljón kostnaður við gæslu
um 1/2 milljón.
Umsókn Björgunarsveitar Biskupstungnahrepps
vegna erfiðleika við að borga hitaveitugjöld sem eru
ógreidd kr. 145 þús. Hreppsráð tekur jákvætt í erindið og
mun taka málið upp við gerð næstu fjárhagsáætlunar.
Hreppsnefndarfundur, 13. okt.1998, samþykkir að
skora á þingmenn Suðurlands að þeir beiti sér fyrir því
að gamla Tungufljótsbrúin verði látin standa og henni
verði haldið inni á vegaáætlun Vegagerðar ríkisins.
Einnig að Vegagerðin sjái um viðhald á brúnni.
Greinargerð: Þráttfyrir nýja brú á Tungufljóti yfir í
Brœðratunguhverfi er gamla brúin enn afar mikilvœg
samgönguleið milli ytri og eystri Tungunnar.
Nýlegar og fyrirhugaðar vegabœtur liggja íytri
Tungunni og með lokun gömlu Tungufljótsbrúarinnar
yrði þeim vegabótum kippt úr sambandi við eystri
Tunguna og eftir stœði lengri og verri vegur um að fara.
Vegurinn suður í Tunguhverfi er heldur lélegur
malarvegur sem lítið eða ekkert hefur verið gert fyrir
undanfarin ár þrátt fyrir tilkomu nýju brúarinnar. Sá
vegur verður jafnvel ófœr á vorin og slæm skiptifyrir
bundið slitlagfrá Heiði.
Auk þessa skal bent á að gamla Tungufljótsbrúin er
forsenda þess að hœgt sé að rétta í Tungnaréttum.
Hreppsráðsfundur 2. nóvember 1998.
Fundur verkefnastjórnar um stefnumótun í
ferðaþjónustu í uppsveitum Arnessýslu. Ákveðið var að
leggja til að semja við Ásborgu um að halda starfinu
áfram næstu árin auk þess að stofna sameiginlega
ferðamálanefnd með fulltrúa frá hverju sveitarfélagi sem
verða 7.
Fundargerðir byggingarnefndar íþróttahúss frá
13. okt., 20. okt., 22. okt., 30. okt. Sveinn fór yfir
fundargerðirnar og skýrði þar með gang byggingarinnar.
Áætlaður vígsludagur 9. jan. 1999 og heildarkostnaður
64 milljónir. Ragnar sveitarstjóri sótti um stofnframlag
til tengibyggingar milli sundlaugarbyggingar og
íþróttahúss til Jöfnunarjóðs sveitarfélaga.
Bréf frá Kjartani Sveinssyni formanni
byggingarnefndar íþróttahúss þar sem hann fer fram á að
Sveinn Sæland verði ráðinn í 1/2 starf sem
framkæmdastjóri við byggingu íþróttahússins til áramóta.
Hreppsráð samþykkir þessa beiðni.
Bréf Margrétar Baldursdóttur og Sigurlaugar
Angantýsdóttur. Þar er skorað á hreppsráð að laga
aðgengi að Bergholti, það er að endurnýja
snjóbræðslukerfi og laga tröppur og stétt. Samþykkt að
fara í þessar framkvæmdir á næsta ári.
Tillaga sveitarstjóra til hreppsráðs og
hreppsnefndar: Hér með er það lagt til við hreppsnefnd
Biskupstungnahrepps að formanni skólanefiidar
Reykholtsskóla og Ragnari S. Ragnarssyni sveitarstjóra
verðifalið að leita samninga um samvinnu og
sameiningu grunnskólanna í Reykholti og Grunnskólans
að Laugarvatni og/eða Grímsnesi og Grafningi. Þeim
umrœðum yrði ekki gefinn langur tímafrestur eða til 15.
febrúar 1999. Hreppsráð samþykkir tillöguna.
Minnispunktar frá fundi félagsmálanefndar
uppsveita Ámessýslu (haldinn í Skálholti 18. okt. 1998).
Þar sem meðal annars er farið fram á ráðningu
starfsmanns til starfa (félagsráðgjafa). Oddvita veitt
umboð sveitarstjómar til að ráða þeim málum til lykta á
næsta oddvitafundi.
Bréf Skólaskrifstofu Suðurlands. Þar er kynntur
úrskurður ráðuneytisins um að foreldraráðsmaður megi
ekki vera í skólanefnd nema sem áheyrarfulltrúi. Vísað
til skólanefndar og foreldraráðs.
Bréf Hrossaræktarfélags Biskupstungna. Þar er
farið fram á 50 þús. kr. styrk til gerðar heimasíðu á
Internetinu. Tekið er jákvætt í erindið en vísað til næstu
fjárhagsáætlunar.
Hreppsnefndarfundur 10. nóvember 1998.
Mættir voru hreppsnefndarmenn, ásamt Birgi
Þórðarsyni heilbrigðisfulltrúa, Guðmundi Olafssyni og
Guttormi Bjarnasyni.
Kynning á verkefninu „Hreint Suðurland“.
Litli - Bergþór 9