Litli Bergþór - 01.12.1998, Blaðsíða 29

Litli Bergþór - 01.12.1998, Blaðsíða 29
Vestan við tjaldstæðið í Gránunesi fellur Kjalfellskvíslin niður af dálítilli hraunbrún sem myndar foss og setur hann sinn svip á umhverfið. Niður undir þessum fossi lá leið okkar yfir ána, heldur grýtta með all djúpum pyttum. Þegar yfir var komið fórum við upp með ánni með fjárréttina á vinstri hönd og sáum þar fyrir okkur í huganum hlaupandi menn og kindur, því misjafnlega gekk að koma fénu í aðhald eftir sumarfrelsið. Niðurinn í fossinum smáhljóðnaði eftir því sem við komum lengra upp með ánni í áttina að Kjalfellinu, en við rætur Kjalfells á þessi kvísl Svartár upptök sín. Leiðin lá upp með Kjalfellinu að austan, spölkom í norðaustur af fellinu uppi í hrauninu austan við aðalleiðina. Á litlum hól voru lengi tvö vörðubrot sem bentu á að þar hefur ferð Reynistaðabræðra stöðvast. Hvað hefur gerst verða aldrei annað en ágiskanir. Þegar maður var fyrst að koma á þennan stað vakti það eftirtekt að hrossbeinin voru á litlu svæði og það beindi huganum að því hvort hestarnir hefðu verið bundnir á streng og drepist þannig. Leiðin lá norður hraunið með fram vörðum sem hlaðnar voru fyrir síðustu aldamót og standa margar óhrundar eftir hundrað ár hafi þeim verið valin góð undirstaða. í klöppunum í háhrauninu norður undir Rjúpnafelli er Grettishellir og má segja að halli bæði norður og suður af þeim hól. Norður með Rjúpnafellinu að vestan lá leiðin síðan eftir gróðurlausum melum norður að kvíslinni Þegjanda sem fellur í Seyðisá og niður með þeirri á þar til komið var að fjárrétt og þar var tjaldað til tveggja nátta. Húnvetningar smöluðu þennan dag svæðið vestan úr Tjarnardölum, sunnan frá Strýtum og austur að Blöndu, ráku féð saman í Seyðisárrétt og drógu það í sundur. Var sunnanféð haft í réttinni yfir nóttina en norðanféð rekið í áttina norður. Seyðisrétt um 60 árum eftir að þar var réttað síðast. Næsta dag voru tjöldin látin standa. Ég man ekki lengur hvað margir Húnvetningar voru saman komnir en þeim var raðað niður á smalasvæðið sem var norður í Seyðisárdrög, norður undir Sandkúlufell og austur að Blöndu. Árnesingar voru að mestu með þeim sem voru austastir. Þar sem Kúlukvísl kemur í Blöndu var hjálpast að við að reka margt fé saman. Þar var nokkurt aðhald af vötnum og mannskapur til að standa í kringum féð. Þannig var hópnum haldið saman á meðan þeir sem glöggir voru hlupu á kindur sem þeir sáu að voru að sunnan, tóku þær og bundu á sauðband og létu þær liggja þar til búið var að raga allan hópinn. Norðanféð var síðan rekið í norðurátt en sunnanféð, sem legið hafði bundið, leyst og rekið suður að Seyðisá saman við annað fé sem smalað var saman þennan dag og rekið í Seyðisárrétt. Hófst nú mikill sundurdráttur. Réttin var nokkuð stór og veggur þvert yfir hana miðja með stórum dyrum. Byrjað var á að draga norðanféð út og voru þá sunnanmenn gjarnan við dyrnar og fylgdust með að sunnanfé væri ekki dregið norður. Þegar orðið var það rúmt að allt féð komst í norðurhluta réttarinnar var það rekið þangað. Síðan var sunnanféð dregið í suðurendann og norðanféð dregið út. Að sjálfsögðu fylgdust menn hvorir úr sínum landshluta með að rétt væri dregið. Þegar búið var að draga allt féð upp var sunnanféð lokað inni í suðurhluta réttarinnar. Var það oft slæmur náttstaður ef rigndi því þá var réttin eitt bleytusvað. Sú breyting varð síðasta haustið sem réttað var við Seyðisá að sett var upp girðing fyrir sunnanféð á þurrum stað og þar fór vel um það. Það var komið kvöld þegar búið var að draga féð í sundur. Menn spjölluðu eitthvað saman en fóru svo að sofa og voru við búnir að vakna snemma til að leggja af stað suður. Áður en birta tók af degi var búist til ferðar. Tveir menn urðu eftir og biðu þess að birti til að finna hestana, taka upp tjöldin og búa upp á trússahestana. Hinir fóru gangandi með fjárhópinn, oft suður í Rjúpnafell en þar er lítilsháttar graslendi, til að láta féð kroppa um stund. Þegar þeir höfðu stansað í um klukkutíma komu trússmennirnir og var þá næst að fá sér matarbita. Að því loknu var lagt á Kjalhraunið, sem er úfið og grýtt, suður í Kjalfellið. Þar í Kjalfellsveri var áð um stund því nauðsynlegt var að hvfla féð öðru hvoru. Var svo haldið áfram suður hraunið í stefnu á Svartárbuga sem er nokkurt graslendi vestan við Svartá og sunnan við Innri- Skúta. Þar var stansað drjúgan tíma. Síðan lá leiðin austur yfír Svartána og með henni að austan suður Svartártorfur, en þar má segja að skiptist á grjót og graslendi því víða er blásið ofaní gróðurlausa mela. Það var farið að líða á daginn og áður en langt leið fór að bregða birtu. Féð fór að hægja á sér en áfram var haldið. Trússmönnunum miðaði betur og héldu þeir áfram þangað sem ákveðið var að hafa náttstað. Þar tóku þeir bagga af hestunum og heftu þá, tjölduðu svo og báru skrínur og annan farangur inn í tjöldin. Komið var myrkur og langur tími leið þar til rekstrarmenn komu með fjárhópinn. Það var samt furða hvað tókst að mjakast áfram þrátt fyrir myrkur og langa leið í náttstað. Að minnsta kosti tvö síðustu haustin sem þessar ferðir voru farnar var hafður náttstaður einmitt á þeim slóðum þar sem síðar var reist sæluhúsið Árbúðir. Féð Litli - Bergþór 29

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.