Litli Bergþór - 01.12.1998, Blaðsíða 3

Litli Bergþór - 01.12.1998, Blaðsíða 3
Ritstjómargrein Nú er byggingu íþróttahússins næstum lokið en áætlað er að vígja það þann 9. janúar 1999. Ekki voru allir sammála um ágæti þess að byggja íþróttahús í Biskupstungunum, en þar sem það hefur nú verið gert þá liggur fyrir að láta húsið verða til ánægju og uppbyggingar fyrir alla. Formaður íþróttadeildar Ungmennafélagsins, Sigríður Jónína, óskaði eftir umræðu, í grein sinni hér í blaðinu, um hvemig við skyldum nú standa að málum. Með íþróttahúsinu skapast ný sóknarfæri. Hægt verður að veita öllum sem það vilja, aðstöðu til hreyfingar og afþreyingar ásamt heilbrigðri samveru þeirra sem þess óska. Skólinn þarf að nýta sér aðstöðuna vel. Hreyfing er börnum nauðsynleg. Meginundirstaða góðrar heilsu er mikil og holl hreyfing. íþróttakennslu má stórefla og við verðum að fá aðila á staðinn sem vill og getur þjónað skólanum og Ungmennafélaginu. Mikill kraftur hefur verið í borðtennisþjálfun og við verðum að fá þá strákana sem voru mest að æfa fyrir nokkrum árum til að koma og þjálfa ungu krakkana. Ég minni á eldri íþróttamenn sem jafnvel hafa skarað framúr á sínum tíma. Þótt aldurinn hafi færst yfir þá má ætla að þeir kunni enn undirstöður sinna íþróttagreina. Því ekki að reyna að fá þá til að standa að þjálfun og kennslu í sínum kjörgreinum. Hvernig er það með Þóri, glímukappann og fimleikamanninn, nú eða Ólaf með um 100 landsleiki í handbolta að baki. Gunnar í Hrosshaga hleypur mikið hér á veginum. Ef til vill eru fleiri aðilar sem hafa stundað fþróttir eða eru jafnvel með kennslugráður í íþróttakennslu búsettir í sveitinni. Nú þarf bara að hvetja fólk til að taka höndum saman og fara vel af stað. Auðvitað hafa allir nóg að gera en ég er viss um að með nýrri aðstöðu er hægt að fá fólk til að kenna og þjálfa þá sem þess óska. Það er mikilvægt að fara af stað með starf í íþróttahúsinu með krafti, nýta þá krafta og hæfileika sem í samfélaginu eru og fá fólk til að vera innan handar í að þjálfa þá sem vilja ná árangri. Sameining sveitarfélaganna var mikið til umræðu á síðasta ári enda var kosið tvisvar á árinu um hana. Ljóst er að kjósendur hér í Biskupstungunum eru fylgjandi sameiningu við nágrannasveitarfélögin og er það sveitarstjómar að vinna að sameiningarmálum samkvæmt vilja meirihlutans. Það er ekki eftir neinu að bíða. Það er bara tap að draga málið. Við Biskupstungnamenn vorum komin í yfirburðastöðu varðandi sameiningarmálin þegar dómur kjósenda lá fyrir. Frestun á málinu er fyrst og fremst tap. Tapaður tími til nýrra sókna og viðnáms á stjómvöld í Reykjavík. Við verðum að hugsa í sóknarfærum og það er ekki eftir neinu að bíða. Þrátt fyrir vilja ríkisvaldsins til að færa sveitarstjómum meira vald þá er dregið úr þeirri áherslu þegar hagsmunamál eins og virkjunarmál eru til umfjöllunar. Stjórnvöld vilja hafa yfirráð yfir einstökum landshlutum eða vatnasvæðum þegar þeim finnst það henta samanber tillögu um að færa stjómsýslu vatnasvæðis Þingvallavatns til Þingvallanefndar, þótt skipulagsmál og stjómsýsla eigi samkvæmt sveitarstjórnarlögum að vera í höndum sveitarstjórnar. Slíkur málflutningur og lagasetning er tvískinnungur og sameinað sveitarfélag er sterkara en 50 manna sveitarfélag til að taka á því. Öll stjórnsýsla er að auki miklu auðveldari og einfaldari. I dag þurfa 8 hreppar, hver með sínum oddvita, að ræða mál heilsugæslustöðvarinnar þegar breytingar eða fjárhagsáætlanir liggja fyrir. Breyting á tilhögun og stjórnun skóla þarf mikil fundarhöld og samningavinnu, en með sameinuðu sveitarfélagi fengjum við eina stjóm sem gæti auðveldlega gert breytingar sem væm til hagsbóta fyrir nemendur og skóla. Það segir sig sjálft að samfélag 2000 manna er einfaldara í sniðum með einni sveitarstjóm en með átta sveitarstjómum. D.K. / A Raflagnir - Viðgerðir Tek að mér nýlagnir, hönnun raflagna og alla Sumarbústaðaeigendur athugið að ég sæki almenna rafvirkjavinnu ásamt tækjaviðgerðum. um öll leyfi fyrir heimtaug að Efnissala og varahlutaþjónusta. sumarhúsum og lagningu raflagna. Fljót og góð vinna. Jens Pétur Jóhannsson Heimasími 486-8845 vzwl) —r Verkstæði sími 486-8984 W* LOGGILTUR RAFVERKTAKI Bílasími 853-7101 V / Litli - Bergþór 3

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.