Litli Bergþór - 01.12.1998, Blaðsíða 6
Hreppsnefndarfréttir
Hreppsráðsfundur 14. júlí 1998.
Lögð fram fundargerð oddvitanefndar þar sem
mælt er með að stofnuð verði sameiginleg bygginganefnd
fyrir uppsveitirnar.
Samþykkt að stofna sameiginlega bygginganefnd
fyrir uppsveitirnar og Jens Pétur Jóhannsson verði
aðalfulltrúi og Kristinn Antonsson varamaður fyrir
Biskupstungnahrepp.
Samþykkt að standa sameiginlega að félagsmálanefnd
sem yfirtekur meðal annars málefni barnaverndarnefndar.
Samþykkt að fulltrúi Biskupstungnahrepps verði
Hólmfríður Ingólfsdóttir, varamaður Margrét
Baldursdóttir.
Bréf frá Hreppsnefnd Hrunamannahrepps, þar
sem farið er fram á frekari viðræður í sameiningu þeirra
sveitarfélaga sem samþykktu sameiningu í kosningunum
27. júní 1998 og boðað til fundar um málið á Flúðum 3.
september kl. 20:30. Hreppsráð samþykkir að sækja
umræddan fund og ræða málin.
Hreppsráð telur að það beri að fara sér hægt nú fyrri
hluta kjörtímabilsins en stefna áfram að
heildarsameiningu uppsveitanna og kjósa unr það fyrir
næstu sveitarstjórnarkosningar árið 2002.
Bréf frá ferðamálafulltrúa þar sem kemur fram að
fengist hefur styrkur frá Samgönguráðuneytinu kr. 400
þús. til uppsveitanna auk 200 þús. til markaðsetningar á
Suðurlandi og í þriðja lagi fékkst 1 milljón til samstarfs
sögustaða á Suðurlandi.
Bréf Menntamálaráðuneytisins dags. 10. júlí 1998
þar sem kynnt er fyrirhuguð könnun á ljósritun á
vemduðu efni í grunn- og framhaldsskólum.
Bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga þar sem kynnt
eru eyðublöð vegna könnunar á aðgegni fatlaðra að
byggingum. Vísað til væntanlegrar félagsmálanefndar.
Bréf frá Háskólanum á Akureyri þar er boðað til
ráðstefnu á Akureyri 21.-22. ágúst 1998 sem ber
yfirskriftina „Að hvaða árangri er stefnt í skólastarfi“.
Erindinu vísað til skólanefndar.
Bréf varðandi skipulagsmál við Gullfoss a) frá
Náttúruvemd ríkisins b) frá Ferðamálaráði íslands c) frá
Skipulagsstofnun. Þar eru gerðar athugasemdir við
flutning á söluskála að bflastæði við Kjalveg móti
Gullfossi. Oddvita falið að halda fund með málsaðilum
og leita sátta.
Bréf Skrifstofu jafnréttismála 25. júní 1998 þar
sem farið er fram á að hreppsnefnd kjósi (eða skipi)
jafnréttismálanefnd. Hreppsráð leggur til að væntanleg
félagsmálanefnd taki verkefni jafnréttisnefndar að sér
framvegis.
Bréf Menntamálaráðuneytisins, áskorun til
sveitarstjórna að fylgja eftir að grunnskólanemendur fái
lögboðna kennslu sem er 170 dagar á skólaárinu.
Bréfinu vísað til skólanefndar.
Bréf Skólaskrifstofu Suðurlands. Þar er vakin
athygli á námskeiði um samstarf leikskóla og grunnskóla.
Ætlunin er að bjóða upp á fleiri námskeið um þetta efni.
Tilboð í gerð vega í Laugarási. Langholtsvegur,
það er af Skálholtsvegi í Langholt. Skurður meðfram
sama vegi. Vegur í nýtt íbúðarhverfi af Auðsholtsvegi
norðan á Bæjarholti og styrking Auðsholtsvegar að þeim
vegi. Tvö tilboð bárust í verkið: Grímur Þór Grétarsson,
Syðri-Reykjum alls með vsk. kr. 678.000, J.H.
vinnuvélar alls með vsk. kr 407.000. Samþykkt að taka
tilboði J.H. vinnuvéla.
Fundargerð vegna fjallaskála í Aratungu 25. 6.
1998. Mættir: Sveinn oddviti, Loftur Jónasson, Stefán
Böðvarsson, Hjalti í Fossnesi frá Ishestum og Asborg
ferðamálafulltrúi. Farið var yfir hvað þyrfti að gera við
hús og hestagerði og fleira til þess að teljast fullnægjandi
aðbúnaður.
Bréf ferðamálafulltrúa til oddvita uppsveita 23. 6.
1998 þar sem greint er frá þeim verkefnum sem
ferðamálafulltrúinn hefur unnið og hvetur til að því starfi
verði haldið áfram.
Umsókn Snæbjörns Magnússonar vegna Iðufells í
Laugarási þar sem sótt er um starfsleyfi fyrir tjaldsvæði á
lóð Iðufells í Laugarási. Samþykkt bráðabirgðaleyfi til 1.
október 1998. Frekara leyfi er háð væntanlegu
deiliskipulagi sem unnið verður í haust og vetur og skal
lokið 1. febrúar 1999.
Fundargerð byggingarnefndar íþróttahúss 7. júlí
kynnt. Verkinu miðar eðlilega, ætla má að hægt verði að
taka húsið í notkun í árslok 1998.
Borist hefur áfangaskýrsla Rannsóknarsofnunar
Kennaraháskóla íslands um viðhorfskönnun meðal
kennara og annars starfsliðs Reykholtsskóla, unnið af
Guðrúnu Kristinsdóttur og Ingvari Sigurgeirssyni og er
til kynningar á hreppsskrifstofu fyrir sveitarstjórnarmenn.
Sveitarstjórnarmál. Akveðið var að auglýsa starf
sveitarstjóra. Oddvita falið að vinna að málinu,
umsóknarfrestur til 1. september.
Reikningur vegna starfsnefndar í sameiningu
sveitarfélaga. Hlutur Biskupstungnahrepps 480 kr. á fbúa
eða 246.720 kr.
Hreppsráðsfundur 4. ágúst 1998.
Bréf Heilbrigðiseftirlits Suðurlands varðandi
rannsóknaniðurstöðu vatnssýna. Utkoman er mjög góð
við Geysi og í Reykholti en óviðunandi í Laugarási og
þarf að rannsaka það betur.
Bréf Lánasjóðs sveitarfélaga 15. júlí 1998, almennt
dreifibréf til sveitarfélaga þar sem kynnt er áform stjómar
sjóðsins að bjóða uppá skuldbreytingu lána með 5,15% -
5,55% vöxtum til 15 ára. Oddvita falið að athuga hvað
hagstætt er að skuldbreyta af eldri lánum ásamt lántöku
til byggingar íþróttahússins. Einnig var oddvita falið að
kanna með að breyta þeim íbúðum sem hreppurinn á í
almenna kaupleigukerfinu í félagslega kerfið.
Erindi Helga Jakobssonar Gufuhlíð varðandi
staðsetningu íbúðarhúss á garðyrkjulóð í Gufuhlíð.
Hreppsráð gerir ekki athugasemd við staðsetninguna
samanbr. 3. málsgrein 62. gr. skipulags- og
byggingaiJaga nr. 135/1997 og vísar málinu þar með til
Skipulagsstofnunar.
Litli - Bergþór 6