Litli Bergþór - 01.12.1998, Blaðsíða 31

Litli Bergþór - 01.12.1998, Blaðsíða 31
SÍÐASTA FJALLFERÐIN AÐ SEYÐISÁ 1936 - og fleira af fjöllum - byggð og óbyggð til að tefja fyrir útbreiðslu mæðiveikinnar sem þá var að flæða yfir. Ein af þeim varnarlínum var á Kjalarsvæðinu, það er á milli Hofsjökuls og Langjökuls. Þá varð sú breyting á að hætt var að rétta fé uppi á hálendinu og draga í sundur. Við það má segja að rofnað hafi öll tengsl milli gangnamanna norðan og sunnan hálendisins og var þar miklu að tapa. Eftir að sauðfjárveikivarnimar komust á má segja að nýtt viðfangsefni hafi myndast í þjóðarkerfinu. Staðsetja þurfti verði og girðingar víðs vegar um landið. Þá voru fjallvegir ekki eins greiðfærir og þeir eru nú. Til gamans má geta þess að greinarhöfundur var einn af þeim sem var við fjárvörslu á Kili fyrsta sumarið sem þar var varsla og var með í að tjalda fyrsta varðmannatjaldi þar 1937, eftir að hafa verið þrjá daga að komast neðan úr Biskupstungum með tuttugu reiðingshesta undir böggum sem var viðlegubúnaður og matvæli manna sem áttu að annast fjárvörslu á þessu svæði. Ráðgert var að komið yrði með matvæli aftur eftir tvær vikur og mun það hafa staðist. Fljótlega kom í ljós að erfitt var að halda nokkuð ömggum vömum á þessu svæði án girðinga því oft var þoka dögum saman og féð vant að vera frjálst ferða sinna. Þess vegna var farið að huga að undirbúningi við að koma upp girðingu, í fyrsta áfanga austan frá Blöndu og áleiðis vestur í Tjarnadalafjöll. Viðbót um Gránunes. Árið 1950 verður sú breyting á að farangur fjallmanna yrði fluttur með bíl. Þá varð að velja nýjan náttstað sem næst bílveginum og urðu Svartárbotnar fyrir valinu. Þar var gist í tjöldum fyrst í stað en fáum ámm síðar var settur upp hermannabraggi. Hann þjónaði fjallmönnum og öðrum ferðamönnum til ársins 1978 er byggt var vandað sæluhús, sem rúmar alla fjallmenn og meira til. Eftir að fjallmenn hættu að gista í Gránunesi hefur verið þar mikil kyrrð yfir öllu. Þar heyrast ekki lengur ættjarðarljóð, og gamanvísur eru þar ekki lengur kveðnar, þegar haustar að og fjallmenn eru komnir til sinna starfa. Aðeins fossinn í ánni heldur sínum tónum sem fyrr. Þeir tónar breytast ekki nema komi til veðurbreytingar. Örlítið um vegaframkvæmdir á Kjalvegi Þegar hér var komið sögu var komin brú á Hvítá fyrir norðan Bláfell og þá haldið áfram að teygja sig lengra upp á hálendið með ökufæra braut. Ótrúlegt hvað verkið vannst með svo ófullkomnum verkfærum sem þá var um að ræða, en vegavinnuflokkur var einmitt kominn til starfa og skyldi halda verkinu áfram. Herti það nokkuð á að koma þurfti bílum með girðingarefni í fyrrnefnda girðingu. A þessum tíma voru ekki farsímar komnir í notkun og vissum við sem vorum við fjárvörsluna lítið hvað var að gerast í byggð. Starf varðmannanna var fólgið í því að reka norðanfé norður og sunnanfé til suðurs. Mátti segja að þetta væri þrotlaus rekstur sitt á hvað. Það mun hafa verið snemma í ágúst sem greinarhöfundur var að koma sunnan frá Blöndukvíslum að reka fé til suðurs og var staddur á melunum suðaustur af Rjúpnafelli. Þar bar fyrir augu óvanalega sýn á þessum slóðum, því þarna voru tveir vörubflar á ferð, annar með boddí, hinn með farangur á pallinum. Við nánari athugun kom á daginn að þarna var vinnuflokkur sem var á leið til varðmanna á Kili og átti að hefjast handa um að koma upp girðingu á einhverjum hluta varðlínunnar. Þeir voru allir ókunnugir á þessum slóðum og vissu tæpast hvert stefna átti. Vegavinnuflokkur var sunnan undir Fjórðungsöldu á leið með að ryðja braut til Hveravalla en þessir bílar héldu áfram eftir óruddum melunum og gekk hægt. Eftir að hafa rætt málin verður það að samkomulagi að greinarhöfundur skuli vera í fylgd með þeim norður á girðingarstæðið sem var fyrirhugað austan frá Blöndu, yfir mýrarflóann Biskupstungur, fyrir norðan Dúfunefsfell, vestur yfir Djöflasand og eitthvað upp í fjöllin. Þetta var þeim uppálagt af æðstu ráðamönnum. En nú skyldi haldið til norðurs og stefnan tekin á Dúfunefsfell. Enginn götuslóði var til að fara eftir og ekkert nema grjót. Stöku blettir voru greiðfærari en aðrir og var reynt að rekja sig eftir þeim og krækja fram hjá r LEIF & ÆVAR V Hársnyrtistofa Leifs og Ævars Austurvegi 21 Selfossi, r v Opið: Opið: mán.-miðv. 9-18,^ fímmtud. 9-20, föstud.9-19, og laugard. 9-14. J sírni 482-1455 fax 482-2898 ______________) Litli - Bergþór 31

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.