Litli Bergþór - 01.12.1998, Blaðsíða 12

Litli Bergþór - 01.12.1998, Blaðsíða 12
ABYRGÐIN, AÐLÖGUNIN, TOPPURINN, TILTÆKIÐ Ferð Skálholtskórsins, mcika og áhangenda til Þýskalands og Frakklands 1.-8. október 1998 Páll M. Skúlason fcerði í letur tímalaust tilurðin, ábyrgðin, frásögnin Sú frásögn sem hér fer á eftir er ekki opinber ferðasaga Skálholtskórsins þó svo hún greini nokkurn veginn í réttri tímaröð frá því sem gerðist í ferðinni. Ymsir atburðir eru færðir í stílinn til að fullnægja kröfum um óábyrga frásögn. Eg valdi þá leið að fjalla ekki um fólk undir nafni nema í undantekningartilfellum. Ástæða þess er aðallega sú, að með því að fjalla um nafngreint fólk er höfundur að taka á sig meiri ábyrgð en ég er tilbúinn til á þessu stigi. Ef þið lesendur góðir teljið ykkur þurfa nánari útskýringar á því sem ýjað er að í frásögninni þá skuluð þið bara hafa samband við einhvem þeirra sem í ferðina fóru. Meðfylgjandi er listi yfir þá. Eg fékk í hendur punkta frá Perlu, formanni, og hef nýtt þá mikið, bæði beint og óbeint, þannig að hennar hlutur í frásögninni er umtalsverður. Hinsvegar verð ég einn að teljast ábyrgur (svo fremi að hægt sé að tala um ábyrgð í því sambandi, því ég hef þegar vísað frá mér ábyrgðinni og gert grein fyrir því) fyrir skrifunum en tek það strax fram, að öllum hugsanlegum ákúrum fyrir óvönduð eða ófagleg vinnubrögð við skriftirnar vísa ég til föðurhúsanna fyrirfram. miðvikudagurinn, 30. september eftirvæntingin, lýsingin, flugstöðin Það er nú varla hægt að segja annað en að hópur sá, sem tók sig upp frá landinu elds og ísa að morgni hins 1. október, hafi fundið til eftirvæntingar og spennu. Eftirvænting og spenna eru hér notuð einvörðungu í þeim tilgangi að nota einhver lýsingarorð um allar þær kenndir sem ég tel að hafi bærst í hugum og hjörtum ferðalanganna úr hinni íslensku sveit þennan dag. Reyndar var það nú svo, að til að taka örlítið forskot á dýrðina dvaldi stór hluti hópsins, sem utan fór, á Hótel Keflavík nóttina fyrir brottför. Því var ég fegnastur þar, að hafa ekki kvartað undan því við hótelstjórann, að rafmagni á herberginu okkar hjóna hlyti að hafa slegið út. Litli - Bergþór 12 ------------------------- Hefði ég gert það hefði komist upp þvílíkur sveitamaður var hér á ferð. Það var nefnilega svo á þessu hóteli, að til þess að „ræsa“ lýsinguna í herberginu þurfti að beita lykilígildinu á þar til gerðan útbúnað. fimmtudagurinn, 1. október morgunverðurinn, fríhöfnin Klukkan 4.30 var risið úr rekkju, snæddur indæll morgunverður og því næst haldið í flugstöð Leifs Eiríkssonar. Einhvern veginn hefur það þróast þannig að Fríhöfnin er nauðsynlegur þáttur í utanferð hvers íslendings; táknmynd fyrir hinn framandi heim sem ekki allir fá að upplifa og njóta. Þeir sem komast í þá aðstöðu þurfa að sjálfsögðu að fá tækifæri til að eyða þar drjúgum tíma áður en þeir setjast upp í Flugleiðavélina og ferðin yfir Atlantshafið hefst. Þetta allt gerðist þarna. Erst Deutschland rútan, Bæjarajakkinn, afþrýstibúnaðurinn Ferðin yfir hafið hafði sinn endapunkt í Luxembourg í hlýju veðri, og gaf það góð fyrirheit um framhaldið. Rútubílstjórinn sem þar tók þar á móti okkur og seldi okkur gosdrykki, meðal annars, alla ferðina á 2 mörk, er íslenskur og við það létti sumum ferðalanganna töluvert, hann myndi skilja hið sérstaka íslenska hegðunarmynstur sem yrði áberandi í rútuferðum og annars staðar næstu 8 daga. Ferðin frá flugvellinum til næsta áfangastaðar tók nokkra stund og reyndi leiðsögumaðurinn að fræða landann um sögu svæðisins. Athyglin var upp og ofan hjá farþegum. Til hinnar sögufrægu borgar Trier kom hópurinn. Gengu menn þama frá borði rétt við hið forna borgarhlið, Porta Nigra (Svarta hliðið). Ut frá hliðinu var síðan aðal verslunargatan í bænum. Voru menn fljótir að finna helstu stórmarkaðina á svæðinu: Kaufhof og Karstadt (undimtaður reyndist hafa klætt sig á ófullnægjandi hátt fyrir þann lofthita sem var á staðnum, svo hann varð sér þarna úti um jakka einn ágætan, sem kórstjórinn síðar tjáði honum að kallaðist „Bæjarajakki“ og að ekkert vantaði á hann nema merki þýskra þjóðemissósíalista.) Þarna dvöldum við um stund svona aðallega til að fá tilfinningu fyrir hinu erlenda andrúmslofti, svona eins og Milla og Hjalti á leið íferðalag.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.