Litli Bergþór - 01.12.1998, Blaðsíða 24
Spjallað við Snæbjörn
og Hlín á Iðufelli
Viðmœlendurnir í veitingasalnum
I þetta sinn liggur leið Litla-Bergþórs suður í Laugarás, nánar til
tekið ígömlu sláturhúsbygginguna. Eins og Tungnamenn og aðrir
vegfarendur vita var þetta bákn búið að vera í niðurníðslu í ein 15 ár
og engum til sóma, hvorki sveitinni, né eigendum sínum, Sláturfélagi
Suðurlands. En á þessu ári hefur húsið tekið stakkaskiptum, bœði
hvað varðar útlit og hlutverk. Er orðið fagurblátt að utan og hýsir
bœði ferðaþjónustu ogfiskvinnslu. Og til að forvitnast nánar um hvað
þarna er á döfinni er baitkað uppá hjá þeim Snœbirni Magnússyni og
Hlíf Pálsdóttur, sem nú ráða húsum í Iðufelli. En svo heitir þessi nýi
ferðaþjónustustaður í Biskupstungum.
Þegar blaðamann ber að garði er Snœbjörn ísímanum, en Hlíf
tekur vinsamlega á móti gesti og byrjar á að sýita honum Itúsið og þœr
breytingar, sem þar eru í gaitgi.
A neðri hœðinni er gengið inn í veitingasalinn í vestur hluta
hússins. Verðandi aðalinngangur er að vísu ekki tilbúinn, svo gengið
er inn á bak við húsið. Inn af veitingasalnum er verið að innrétta 5
fullbúin hótellierbergi, með sér baði og öllum þœgindum og er œtlunin
að Ijúka þeim í vetur. Þar eru einnig 4 herbergi sem áður voru
svefnlterbergi starfsfólks sláturhússins, en eru nú notuð sem
svefnpokapláss.
I austurhluta hússins er svo Jtskvinnslan til húsa.
„Ég var að semja um Þorláksmessuskötuna“, segir
Snæbjörn glaðbeittur, þegar hann hefur lagt tólið á.
En áður en nánar er farið út íþá sálma langar Litla-
Bergþór að forvitnast um œtt og uppruna viðmœlenda að
vanda og við setjumst niður yfir kaffibolla í notalegum
veitingasalnum.
Snæbjörn: Já, ég er fæddur 2. febrúar 1947 í
Reykjavík. Foreldrar mínir eru Asa Ottesen
Snæbjörnsdóttir, sem býr í Reykjavík og Magnús
Vesturendinn ómálaður.
Helgason bifreiðastjóri, en hann er látinn. Faðir minn var
Reykvíkingur í húð og hár, en móðir mín var hins vegar
dóttir Snæbjarnar Ottesen frá Gjábakka, sem margir
kannast við. Hildur kona hans, amma mín, dó ung frá 9
bömum, svo mamma ólst upp í Miðfelli í Þingvallasveit.
Það má segja að Snæbjörn afi minn hafi verið einn af
fyrstu ferðamálafrömuðunum á þessari öld. Hann seldi
ferðamönnum gistingu, mat - og kannski sitthvað fleira -
gegn hæfilegu gjaldi. Það er sagt að lögreglan hafi
einhverntíman viljað stinga honum inn fyrir ólöglega
áfengissölu, en það var ekki hægt að skilja öll þessi börn
eftir ein heima í reiðileysi,
svo honum var sleppt aftur.
Hann flutti síðar að Syðri-
Brú í Grímsnesi.
Ég á ættmenni hér um
allar sveitir, sérstaklega í
Grímsnesi, og Laugardal.
Magnús bróðir minn býr á
Arbakka hér í
Biskupstungum, Hildur
systir mín rekur verslunina
að Borg í Grímsnesi. Sjálfur
rak ég þá verslun um tíma á
árunum '82 til '85, keypti
hana af Garðari Gíslasyni.
Sami endi blámálaður.
Litli - Bergþór 24