Litli Bergþór - 01.12.1998, Blaðsíða 17

Litli Bergþór - 01.12.1998, Blaðsíða 17
heimsóknin, flugeldarnir Eftir hádegisverðinn, sem var vel útilátinn, héldum við sem leið lá aftur til Þýskalands. Hver var að tala um að skreppa til Frakklands að borða? Leiðin lá sem sagt til Mulheim. Þar á Cristine heima, en hún söng með kómum meðan hún starfaði um tíma á Sólheimum. Foreldrar hennar buðu hópnum heim, eins og hann lagði sig, ríflega 40 manns. Þarna beið okkar hin veglegasta veisla og að sjálfsögðu reyndum við að borða eins mikið og við gátum miðað við allar aðstæður, en það verður vissulega að viðurkennast að það var tiltölulega stutt síðan við borðuðum í Frakklandi. Þar á móti kemur að maður skreppur nú ekki á milli landa tvisvar sama daginn til að borða, nema taka hraustlega til matar síns. Þessi dagur verður að teljast, ekki bara dagur hinnar miklu ökuferðar heldur einnig dagurinn þegar það fór ekki á milli mála, að ef baðvogin hefði verið með í ferðinni hefði hún slegið feilpúst. Eftir höfðinglegar móttökur hjá fjölskyldu Cristine héldum við í Lúterska kirkju í nágrenninu þar sem fluttir voru sérlega eftirminnilegir tónleikar. Ekki bara fyrir þá sök, að vegna þess að hver glufa í líkamanum var full eftir máltíðir dagsins og þess vegna hljómurinn í kórnum óvenju „þéttur“ eða „massívur“, heldur ekki síður vegna þess að „der Frauenkor" - (kvennahluti kórsins), nánar tiltekið félagi í þeim hluta kvennakórsins sem dýpri hefur raddimar, hélt óvænta flugeldasýningu. Að sjálfsögðu kom uppákoman öllum óvart, enda á viðkvæmasta stað í ljúfu tónverki af kirkjulegum toga (að því er mig minnir). Gögn sem skoðuð hafa verið, þar sem fram koma viðbrögð kórsins Sr. Egill og Magga Odds í garðinum hjá Cristine í Miilheim. Tónleikar í kirkjunni í Mulheim. við atburðinum, benda til þess að uppátækið hafí einkum haft áhrif á þann hluta hans sem í eru þeir félagar sem tilheyra þeim hluta kvennakórsins sem hærri (grynnri?) hefur raddimar. Þetta er auðvitað mjög eðlilegt í ljósi þeirrar raddar sem þessi hlutinn syngur: létt, fljúgandi, fjaðrandi, englalegt. Viðbrögðin voru sem sagt í samræmi við röddina. Að sjálfsögðu varð ekki vart við að félagar í hinum karllægu röddum kórsins (den Mánnerkor) svo mikið sem blikkuðu öðru auganu. Stjómandinn gerði sitt til að draga úr áhrifum uppátækisins með því að ganga á undan með góðu fordæmi og láta sem ekkert hefði í skorist. Það fór sem sé svo að áheyrendur töldu að flugeldasýningin væri bara hluti af laginu, sem fjallaði um áramótin á íslandi (það yrði of langt mál að lýsa því sem raunverulega gerðist þama, nóg er nú samt, en ég reikna með að það verði til í munnlegri geymd um langa hríð). hremmingarnar Eftir tónleikana var öllum hópnum síðan boðið í kaffi. Kökurnar höfðu vinir og kunningjar Cristine bakað og þau sáu um að bera fram og um umbúnað allan. Loks héldum við út í nóttina heim til Frakklands, til bæjarins Barr. Við hjón vorum í þeim hluta hópsins sem gisti í Rauða Húsinu sem nefnt var hér ofar. Þessi hópur var settur úr rútunni á aðalgötunni og átti að bjarga sér heim. Smám saman urðu efasemdirnar skynseminni yfírsterkari innan hópsins þegar einhver kvað upp úr með það að þama hefðum við aldrei komið. Sumir voru farnir að sjá fyrir sér ráf um götur Barr alla nóttina. Kórstjórinn vildi komast að hinu sanna sem fyrst og hvarf út í nóttina í leit að rauðu húsi, rauða húsinu sem fannst loksins. Þá var rauða húsið fallegt. Að öðru leyti vísast til umsagnar formannsins hér að ofan um þetta hús. C'est la vie. þriðjudagurinn, 6. október fararstjórarnir, bókasafnið, dónabúðin Morguninn eftir þurftum við ævintýrafólkið frá kvöldinu áður, að yfirgefa Rauða Húsið með allt okkar hafurtask og flytja það á aðal hótelið, þar sem fólkið sem þar bjó, var í rólegheitum að snæða morgunverð þegar okkur bar að garði. Brottför var ákveðin kl. 9 og á íslenskan mælikvarða stóðst það bara all vel. Nú fengum við tvo fararstjóra þær Elisabeth, sem var og er mikill Islandsvinur, og mun hún sjálfsagt kynna sig sjálf þegar hún kemur hingað í Biskupstungur alveg á næstunni, ef hún er þá ekki þegar komin, og hinn leiðsögumaðurinn var Colette (það fíugu um rútuna ýmsar tilgátur um nafn hennar, m.a. að hún héti Collect, Collett og þar fram eftir götunum. Eg veit reyndar ekki hvort það nafn sem ég hef valið henni hér er hið rétta, en mér finnst það bara svo franskt) en hún var þarna sem fulltrúi kórsins sem tók á móti okkur og hafði skipulagt dvöl okkar þarna. Við byrjuðum á að fara til borgarinnar Sélestat, en þar er víðfrægt bókasafn með mörgum fornum handritum. Við fengum leiðsögn um safnið og að því búnu skelltu menn sér á markaðstorgið. Það skipti engum togum að þegar við mættum á svæðið fóru kaupmennirnir að pakka Litli - Bergþór 17

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.