Litli Bergþór - 01.12.1998, Blaðsíða 30

Litli Bergþór - 01.12.1998, Blaðsíða 30
SÍÐASTA FJALLFERÐIN AÐ SEYÐISÁ 1936 - og fleira af fjöllum - Við Svartá, þar sem náttstaður Seyðisármanna var. Hrefnubúðir, Hrútfell og Baldheiði í baksýn. var látið vera á grastorfunni sunnan við þar sem húsið stendur nú. Þar norðan við er grýttur og ógreiðfær kafli en handan við hann er graslendi. Þar var tjaldað og hestunum ætlað að vera þar norðan við. Hætta var á að hestamir leituðu í áttina suður yfir nóttina en það var nokkurt öryggi í að þeir þurftu þá að skrölta yfir grýtta kaflann sem gat valdið hávaða þegar skeifur glömruðu í grjóti. Kannski mundi það verða til þess að einhver vaknaði og stöðvaði för þeirra. Um leið og birta tók af degi var farið að huga að fénu sem hafði legið að mestu yfir myrkrið en fór að hreyfa sig þegar birti. Þurfti að gæta þess vel að engin kind lægi eftir þegar lagt var af stað. Afram lá leiðin niður með Svartánni og að Hvítá þar sem oft höfðu orðið tafir og erfiðleikar við að komast yfir. En nú var komin brú á ána og aðstaðan önnur. Stansað var um stund sunnan við ána og féð látið kroppa og fá smá hvíld áður en lagt var á Bláfellshálsinn, en hann er bæði gróðurlaus og grýttur. Það var tos að komast yfir hálsinn og ekki gras fyrir féð að kroppa fyrr en komið var niður í Skálar eða niður að Grjótá, en reynt var að láta það grípa í jörð þar sem einhver grasblettur var. Torfurétt á austurbakka Tungufljóts. Hrísholt í baksýn. Ætlunin var að reyna að komast niður undir byggð, en óðum leið á daginn. Lömbin voru orðin þreytt og sárfætt og því gekk ferðin hægt. Norðan við Sandá er graslendið Sultarkriki. Þar var stansað um stund. Sæmilega gekk að koma fénu yfir Sandá. Eftir það mátti segja að við tækju óslitnir melar og grjót niður undir byggð. Komið var kvöld og myrkur skollið á. A Grafkeldubökkum var komið á gras og þar var ákveðið að hafa náttstað. Það er á móts við Gullfoss en vestar. Þegar birti af degi var lagt upp á ný og nú skyldi ná niður í réttir áður en komið væri kvöld. Það hafðist áður en réttir voru búnar, en það hafði ekki alltaf tekist. Aður en brúin kom á Tungufljót á Vatnsleysugljúfri árið 1929, var Seyðisársafni réttað í svokallaðri Torfurétt sem er austan við Tungufljót á móti gömlu réttunum. Þar var Eystri-Tunguféð dregið úr en hitt rekið yfir fljótið á móti safngerðinu sem var norðan við réttirnar, en fljótið var einn kanturinn í gerðinu. Féð lenti því í gerðinu þegar það kom upp úr fljótinu. Þess má geta að af þeim Árnesingum sem fóru síðastir að Seyðisá er greinarhöfundur, Tómas Tómasson í Helludal, einn á lífi. Hinir voru: Ingvar á Hvítárbakka, Jóhannes á Galtalæk, Sigurfmnur á Bergstöðum, Einar í Kjarnholtum, Kristján á Gýgjarhóli, Sigurjón Ingvarsson í Skálholti, Sveinn Kristjánsson í Efra-Langholti og Jón Einarsson á Laugum í Hrunamannahreppi. Eg man ekki lengur hvað margt fé kom í síðustu Seyðisárferð. Það var alltaf að fjölga fénu sem kom þaðan. Vafalaust hefur það verið komið í á annað þúsund fjár. Þegar litið er til baka fínnst manni næsta órtúlegt að Kvennabrekka er torfan handan Þegjanda nefnd, en þar voru tjaldbúðir varðmanna á Kili frá 1937-1955. Sveinarnir Kristjánssynir í Bergholti og Efra-Langholti. það skuli vera liðin sextíu ár síðan þessar ferðir lögðust niður og verða aldrei teknar upp í sama formi og áður var. Sá sem er að punkta þetta niður var svo heppinn að vera einn af þessum Seyðiármönnum tvö síðustu haustin sem þangað var farið, en síðasta ferðin var farin þangað og fé dregið sundur í Seyðisárrétt 1936. Árið 1937 voru settar vamarlínur á ótal stöðum bæði í Litli - Bergþór 30

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.