Litli Bergþór - 01.12.1998, Blaðsíða 23

Litli Bergþór - 01.12.1998, Blaðsíða 23
Nýr skólastjóri kynnir sig Arndís Jóhanna Jónsdóttir Ritnefnd Litla-Bergþórs fór þess á leit við nýráðinn skólastjóra Reykholtsskóla að segja lesendum í stuttu máli frá sér og uppruna sínum, um leið og hún er boðin velkomin til staifa. Undirrituð er fædd í Nýjabæ í Garðahverfi þann 29. des. 1945, elst af sex systkinum. Foreldrar mínir voru Jón Guðmundsson bflstjóri og Laufey Ámadóttir húsmóðir, en þau eru bæði látin. Jón var sonur Guðmundar Magnússonar frá Hvaleyri sem lengi rak verslun og sláturhús í Hafnarfirði og Ragnheiðar Magnúsdóttur frá Stardal. Laufey var dóttir Árna Magnússonar sem var þriðji ættliður sem bjó í Nýjabæ og Jóhönnu Jóhannsdóttur sem var dóttir Halldóru Sigurðardóttur frá Skammbeinsstöðum og Jóhanns Bjamasonar frá Höfða. í skíminni voru mér gefin nöfn afa og ömmu, sem ég dvaldi mikið hjá fyrstu árin, og heiti því fullu nafni Arndís Jóhanna. Góðar minningar á ég um æskuheimilið, en ég gekk í bamaskóla á Álftanesi og var Ármann Kr. Einarsson minn fyrsti kennari. Eftir gagnfræðapróf í Flensborgarskóla settist ég í Kennaraskóla íslands og lauk þaðan kennaraprófi 1967. Á skólaárunum var sumarvinna mín við verslunarstörf og fiskvinnu í Hafnarfirði. Eitt sumar starfaði ég á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn. Eftir kennaraprófið tók við kennsla í Öldutúnsskóla í Hafnarfirði í sjö ár þangað til ég fluttist að Selfossi, er ég giftist Sigurði Sigurðarsyni árið 1973. Á Selfossi kenndi ég við Gagnfræðaskólann, sem nú nefnist Sólvallaskóli. Veturinn 1980 til '81 dvaldi ég með fjölskyldu minni í Bandaríkjunum en þá voru tvö börn okkar hjóna fædd, en þau eru Stefanía fædd 1974 og nú starfandi á Hjúkrunarheimilinu Skjóli og Jón Magnús fæddur 1977 og nú nemandi í Háskóla Islands. Einn dótturson höfum við svo seinna eignast, Sigurð Edgar. Skólaárið 1988 til '89 stundaði ég nám í Kennaraháskóla íslands í stærðfræði. Árið 1994 fluttist ég í Skálholt og kenndi hlutastöðu í stærðfræði skólaárin 1996 til 1998. Nú í ár var ég svo ráðin skólastjóri þess skóla. í gegnum árin hef ég nokkuð sinnt félagsstörfum. Bæði í Hafnarfirði og á Selfossi tók ég þátt í starfi kirkjukvenfélaga og á Selfossi sat ég í félagsmálaráði í tólf ár. Frá unglingsaldri tók ég nokkum þátt í félagsstarfi Sjálfstæðisflokksins og var varaþingmaður fyrir Suðurlandi í átta ár og fjögur ár formaður Landssambands Sjálfstæðiskvenna, árin 1991 til 95. Eftir það hef ég tekið mér kærkomna hvfld frá öllu stjómmálastarfi. Um áhugamál mín er að öðru leyti ekki margt að segja. Alla tíð hef ég samt haft nóg að gera. Mér hefur alltaf fallið vel að stunda kennslu og skólastarf og get sagt að ég hafi verið svo lánssöm að áhugamálin og starfið hafa farið vel saman. Nýja starfið fellur mér vel og ber þá ósk í brjósti að geta dugað vel í því um einhvern tíma. Arndís Jónsdóttir Skólastjóri Reykholtsskóla og eiginmaður hennar, vígslubiskup Skálhóltsstiftis. Arndís og Sigurður Edgar dóttursonur hennar á jólum 1992. Litli - Bergþór 23

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.