Litli Bergþór - 01.12.1998, Blaðsíða 13

Litli Bergþór - 01.12.1998, Blaðsíða 13
þegar kafarar eru settir í afþrýstibúnað. Fyrir utan að kynna sér verslunarhætti þýskra, setjast á útikaffihús og virða fyrir sér fornar byggingar, kynntust nokkrir úr hópnum lífi innfæddra næstum því náið, að því er sagt er. A tilsettum tíma hittist svo hópurinn á tilsettum stað og hafði ferðalöngunum flestum tekist ná aftur yfirvegun hugans. Þótti þá einhverjum við hæfi að hefja umræðu um íslensk sveitastjórnarmál, og Sumir komu við á barnum hjá „bestíunni“ segjr gj^j fleira af íTrier. F.v. Jói, Oli, Hjalti, Gísli. þeirri umræðu Síðasti áfanginn þennan daginn var stuttur spölur til smábæjarins Leiwen í Móseldalnum, en þar var síðan samastaður okkar næstu fjóra daga. vínræktin, hjónarúmið Beggja vegna árinnar Mósel eru hlíðar dalsins þaktar vínviði. Þar er nú aldeilis ekki eyðilegt um að litast. Viði vaxið milli fjalls og fjöru. Þorpið Leiwen er fremur ríkmannlegt, enda býr þar vínræktarbóndi í nánast hverju húsi (Weingut), auk þess sem stór hluti íbúanna hefur atvinnu af ferðaþjónustu. Þegar inn í þorpið var komið tók Asborg þeirra Leiwenmanna, Frau Spieles-Fuchs, á móti okkur og vísaði okkur til dvalarstaða, en hópurinn dvaldi þarna í nokkurs konar bændagistingu vítt og breitt um þorpið á einum átta stöðum segja þeir sem töldu. Það verð ég að segja, fyrir okkur hjónin í það minnsta, að á betra varð ekki kosið í aðbúnaði öllum á þessum stað. I okkar hlut kom íbúð með baðherbergi, eldhúsi og risastóru hjónarúmi. Það sama held ég sé hægt að segja um flesta aðra. kvöldverðurinn, aðlögunin Það var hjá stórhöfðingjanum Jóhanni Lex sem allir komu saman eftir að hafa tekið upp út töskunum. Lexarnir reka nefnilega all umfangsmikla ferðaþjónustu auk vínræktarinnar og fóru því létt með að taka við ríflega 40 manns í kvöldmat. Þama var borið fram hið indælasta „schweinerschnitzel" að hætti þeirra Leiwen manna (í 98% tilvika gerði svínakjöt ferðalöngunum gott, þannig að á annað verður ekki minnst.) Eftir matinn skemmti hópurinn sér hið besta við söng og grín fram eftir kvöldi, eins og sagt er. Það var feikilega dimmt í Leiwen á þeim tíma sólarhrings sem hér um ræðir og því ekki að undra, og reyndar vel skiljanlegt, að ferðalöngunum hafi gengið misvel að finna sinn næturstað þessa nótt. Ymsar sögur gengu svo sem meðal fólks um Valur æfir jafiivœgislist hjá Lex bónda. óvænta gesti, en skýringarinnar er fyrst og fremst að leita í því að þetta var dimmt, framandi umhverfi og kennileiti fá, í það minnsta verður sú skýring að duga. Til þess var sömuleiðis tekið um tíma, hve utan við sig faglegur stjórnandi hópsins er sagður hafa verið. Það verður í því sambandi að taka mið af því hvílíkt álag var á stjórnandanum við þessar aðstæður. Hann var þarna mættur með heilan kór á erlenda grund til að syngja í stærstu kirkjum fyrir háa sem lága, hátt og lágt, sterkt og veikt. Eðlilega var hann með hugann við það vandasama verkefni sem framundan var, en ekki húsdyralykil. Lyklinum hélt hann auðvitað á í Þær hörðustu í nœturlífs- rannsóknunum í Leiwen. Asa, Hófi' og Helga María. Ditto blómarós. hendinni allan tímann sem leit stóð yfir að honum. Ég veit ekki einu sinni til hvers ég er yfirleitt að minnast á þennan lykil! Það annað sem nefna má, og sem fylgdi þessu kvöldi (þegar ég segi „kvöldi" er það auðvitað ekki mjög afmarkað hugtak) var auðvitað að sá kvittur heyrðist morguninn eftir, að líkur væru á að heimilisfólki á nokkrum bæjum í íslenskri sveit fjölgaði. Staðfestingar er enn beðið á því hvort nokkur fótur er fyrir þessu. koníak hjá Kristínu Helgu. Litli - Bergþór 13

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.