Litli Bergþór - 01.12.1998, Blaðsíða 10

Litli Bergþór - 01.12.1998, Blaðsíða 10
Hreppsnefndarfréttir , Hreppsnefnd Guðmundur greindi frá innihaldi skýrslu varðandi þetta efni. Birgir fjallaði um úrbætur vegna neysluvatns, fráveitumála og sorpmála. Birgir lagði fram minnispunkta um umhverfismál - Staðardagskrá 21. o.fl. til kynningar. Tillaga kom frá Sigurlaugu, svo hljóðandi: Hreppsnefhd telur nauðsynlegt að gerð verði könnun meðal Laugarásbúa á nauðsyn þess að gera úrbœtur á gámasvœði í Laugarási. íframhaldi afþvíþarfað gera tillögur um framtíðarskipan þessara mála með fyrirvara um óbreytt gámasvœði. Felur hreppsnefnd sveitarstjóra að vinna að þessu ásamt umhverfisnefnd". Tillagan var samþykkt samhljóða. Páil lagði fram eftirfarandi tillögu: samþykkir það sem hluta afstefnu sinni í skipulagsmálum að ekki verði heimiluð stœkkun lóða í þéttbýli frá því sem gert er ráðfyrir í skipulagi“. Tillagan var samþykkt samhljóða. Alagning gjalda 1998. Ragnar gerði grein fyrir viðmiðunartölum félagsmálaráðuneytisins vegna útreikninga á tekjujöfnunarframlagi 1999. Lagði Ragnar fram eftirfarandi tillögur: a) Hreppsnefnd samþykkir að útsvarsprósenta vegna álagningar 1999 verði 12,04 sem er jafnframt viðmiðunartillaga félagsmálaráðuneytisins vegna framlaga úr jöfnunarsjóði fyrir árið 1999. Tillagan var samþykkt samhljóða. b) Lagt er til við hreppsnefnd að hún íhugi alvarlega að miða fasteignagjöld við það viðmið sem gefið er upp af jöfnunarsjóði sem viðmið að útreikningi við álagningu fasteignagjalda. Sveini er falið að kynna efni tillögunnar í nágrannasveitarfélögunum með tilliti til samræmingar og í framhaldi þess vinni hreppsráð að afgreiðslu þessa máls. Samþykkt að Margeir Ingólfsson verði fulltrúi Biskupstungnahrepps í sameiginlegri ferðamálanefnd uppsveitanna og Sveinn Sæland til vara. Agla Snorradóttir sat hjá við afgreiðslu þessa máls. Samþykkt var að Ragnar S. Ragnarsson, Sigríður Jónsdóttir og Svavar Sveinsson sitji í húsnæðisnefnd Biskupstungnahrepps. Varamenn eru Margrét Baldursdóttir og Margeir Ingólfsson. Agla Snorradóttir sat hjá við afgreiðslu þessa máls. Ragnar kynnti fjárhagslega stöðu á framkvæmdum vegna íþróttahúss. Samþykkt var að leita tilboða til að fjármagna greiðslur vegna íþróttahússbyggingar. Samþykkt var að hreppsnefnd veiti fararstjórum í ferð 9. og 10. bekkjar til Danmerkur ferðastyrk, þannig að þeir beri ekki beinan kostnað af flugfargjaldi. Sveinn A. Sæland og Páll Skúlason sátu hjá vegna tengsla við málið. Páll Skúlason lagði fram svohljóðandi tillögu: „Hreppsnefiid samþykkir að brýna rœkilega fyrir lóðarhöfum, að þeim sé með öllu óheimilt að stunda aðra starfsemi á lóðum sínum en skipulag geri ráðfyrir. Allar 'hugmyndir „ um breytta nýtingu þuifa þá umfjöllun sem gert er ráð fyrir í skipulagslögum “ Tillagan var samþykkt með öllum atkvæðum. Frá Kvenfélaginu. Miðvikudagskvöldið 25. nóvember s.l. hittumst við núverandi og fyrrveradi formenn Kvenfélagsins til að ræða um hvað við ættum að gera í tilefni af 70 ára afmæli Kvenfélagsins á næsta ári 1999. Urðu umræður allfjörugar og ýmislegt var ákveðið. - Eiginmenn, verðið ykkur úti um vinnufólk, því við verðum lítið heima á árinu! - Föstudaginn 23. apríl verður hátíðarfundur haldinn á góðum stað og verður teygt úr honum fram yfir helgi. Litli - Bergþór 10 Magga á Iðu og Erna á Tjörn ánœgðar með sig á Bjössaróló í Kvenfélagsferð. Þann 23. júní verður farin Jónsmessu-, Færeyja-, Grænlands-, Grímseyjar-, Vigur- og/eða óvissuferð. Heimkoma óákveðin. Skráning hjá formönnum. Allir fyrrverandi, núverandi og væntanlegir félagar velkomnir. Hristum nú af okkur slenið og komumst í gamla góða Kvenfélagsandann og sýnum að við séum til í hvað sem er. P.S. Aðalfundur verður haldinn í febrúar eins og venjulega og þá verður rætt nánar um þetta allt. Sjáumst og heyrumst. ______________Oddný, formaðuny

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.