Litli Bergþór - 01.12.1998, Blaðsíða 22

Litli Bergþór - 01.12.1998, Blaðsíða 22
Nýr sveitarstjóri kynnir sig Ragnar Sær Ragnarsson íbúar Biskupstungnahrepps fengu nýjan sveitarstjóra um miðjan september. í tilefni þess þykir ritnefnd við hæfi að bjóða Ragnar Sœ velkominn til staifa og aðfá hann til að kynna lesendum Litla-Bergþórs hver hann sé. Ég er fæddur í Reykjavík 3. ágúst 1961. Égernæst elstur úr fjögurra systkinahópi. Ég ólst upp við nokkuð fjölbreyttar aðstæður bæði norður í Húnavatnssýslu og suður með sjó. íþróttir voru mitt líf og yndi á uppvaxtarárum mínum. Ég stundaði frjálsar íþróttir fyrir norðan en spilaði knattspymu með félögum eins og Víði í Garði og Grindavík fyrir sunnan. A menntaskólaárum fór mikið fyrir bridge áhuga og ég varð íslandsmeistari í þeirri íþrótt. Ég fór í Fósturskóla fslands 1983, með námi starfaði ég hjá íþrótta- og tómstundaráði við að skipuleggja frítíma unglinga. Ég starfaði einnig sem dagskrármaður hjá rás 2 og las ljóð í kvöldvökuþáttum hjá ríkisútvarpinu. Árið 1988 stofnaði ég eigið fyrirtæki, í vesturbæ Reykjavíkur á sviði skólaþjónustu sem hafði það að meginmarkmiði að skipuleggja frítíma bama. Þetta fyrirtæki rak ég til 1. ágúst s.l. Ég fór einn vetur í nám í hótelstjórnun 1989 - 1990 og rak á sama tíma hótel Jörð í miðbæ Reykjavíkur. Árin 1995-1997 var ég í námi í rekstrar- og viðskiptarfræðum í endurmenntunardeild Háskóla Islands. Á seinni árum hefur áhugi minn færst yfir á samfélagslega þætti. Uppeldismál, umhverfismál og öll útivist eru efst á blaði í dag. Ég hef tekið þátt í mjög mörgum verkefnum í gegnum tíðina. Áður en ég kom sat ég sem varamaður í stjóm Dagvista barna í Reykjavík, byggingamefnd skóla í Reykjavík og stjóm skólanna á Kjalamesi. Ég hef verið mjög lánsamur í gegnum tíðina. Ég var valin af Norrænu ráðherranefndinni til að kynnast stöðu unglinga á Norðurlöndunum 1995 og til mánaðardvalar í Bandaríkjunum á vegum Rotary International í apríl á þessu ári, þar sem ég heimsótti yfir 40 menntastofnanir og iðnfyrirtæki. Ég er mjög ánægður með að vera komin í Biskupstungurnar og vona að ég geti látið gott af mér leiða. Það er að mínu mati nauðsynlegt að styrkja alla þjónustu sem sveitarfélögin veita með sem mestri samvinnu sveitarfélaganna í uppsveitumÁmessýslu. Það er von mín að greidd verði atkvæði um sameiningu sveitarfélaganna sem það vilja innan tveggja ára. Það mun styrkja þau sveitarfélög töluvert en aðrir sitja eftir. Konan mín er Unnur Ágústa Sigurjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og eigum við eina dóttur, Katrínu. Foreldrar mínir eru Ragnar Þór Ágústsson kennari og Hrafnhildur Oddsdóttir, starfsmaður Iþrótta- og tómstundaráðs í Reykjavík. Ragnar Sær Ragnarsson. Sveitastjórafjölskyldan. Litli - Bergþór 22

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.