Litli Bergþór - 01.12.1998, Blaðsíða 5

Litli Bergþór - 01.12.1998, Blaðsíða 5
Hvað segirðu til? Að þessu sinni verður greint frá helstu tíðindum úr sveitinni frá byrjun júlí og fram í nóvember. Ekkert lát hefur verið á góða veðurfarinu. Sumarið var hlýtt og sólrrkt, skúrir og stuttir vætukaflar sáu gróðri fyrir nægum raka svo vöxtur var góður á öllum jarðargróða. Flesta daga í allt sumar og haust hefur verið næstum logn og þurrt veður en nokkrum rokhrinum og rigningarskvettum hafa fylgt svo mildir dagar að vont veður hefur gleymst. Aðeins einu sinni varð jörð hvít um skamman tíma í október og ekki teljandi frost fyrr en undir lok þess mánaðar en í lok fyrstu viku nóvember hlýnaði á ný, og voru síðan mildir umhleypingar út mánuðina. Viðamesta verkefnið í menningarmálum í sveitinni sumar hafa verið sumartónleikar í Skálholti með hefðbundnu sniði. Skálholtskórinn hefur starfað af krafti bæði í tengslum við helgihald í Skálholti og undirbúning fyrir söngferð kórsins til Þýskalands og Frakklands í haust. Skömmu fyrir brottför hélt hann opna æfingu í Aratungu og tónleika í Skálholtskirkju. Kirkjulegar samkomur voru snemma í nóvember í Skálholti. A þeirri fyrri fjölluðu Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup, og Jakob Roland, prestur í Kaþólsku kirkjunni, um Þorlák biskup helga og Þorlákstíðir, Egill Hallgrímsson, sóknarprestur, skýrði myndir Gerðar Helgadóttur í kirkjugluggunum, félagar úr sönghópnum Voces Thules sungu og einnig Skálholtskórinn. Sú síðari var tileinkuð Hildegard von Bingen og kynnt myndmál, lækningajurtir og tónverk hennar. Helstu byggingaframkvæmdir fyrir utan íþróttamiðstöðina eru gróðurhús, sem er verið að byggja í Laugagerði, íbúðarhús að Birkiflöt, sem byrjað er á nyrst á Laugarásnum og sumarhús, m. a. ein 4 í landi Fells. Raflína hefur verið lögð í jörð frá Hrafnkellsstöðum í Hrunamannahreppi að Skálholti. Skólavarðan í Skálholti var færð sem næst í upprunalegt horf í sumar eftir langa niðurlægingu. Fyrsta sunnudag í aðventu voru tónleikar í Skálholtskirkju. Þar sungu Bama og Kammerkór Biskupstungna, kór núverandi og fyrrverandi nemenda Menntaskólans að Laugarvatni, Laugaráskvartettinn og Garðar Thor Cortes og nokkrir hljóðfæraleikarar léku, en Hilmar Örn Agnarsson stjómaði öllu saman. Helstu framkvæmdir í samgöngumálum em að lokið hefur verið við kaflann á Biskupstungnabraut frá Fellsrana og upp fyrir Heiði, ný brú á Andalæk hjá Dalsmynni og framkvæmdir standa yfir við nýjan veg frá heimreið að Hlíðalaug að Múla. Dýraleitarmenn lágu á 6 grenjum í vor og unnu 8 fullorðin dýr og 14 yrðlinga. Tvö þessara grenja voru í Uthlíðarhrauni, eitt í Haukadalsskógi, annað í Hrútskletti innan við Hóla og tvö fyrir innan Hvítá, Stjánagreni í Kjalhrauni innan við Svartárbotna og hitt Skútagreni, sem er vestur af Innri-Skúta. Síðla sumars og í haust sáust tófur og greni, sem þær höfðu hafst við í bæði í Hjarðarlandi og í Blákötluholti á mörkum Arnarholts og Skólavarðan. Kjaransstaða. Þar skutu grenjaskyttur einn yrðling, sem þeir töldu raunar að ekki hefði orðið langra lífdaga auðið, þar sem hann var snoðdýr, en þau eru að mestu hárlaus. Fjallferðir og aðrar haustleitir voru með hefðbundnum hætti. Fyrstuleitarmenn á Biskupstungna- afrétti fengu norðanbál og moldrok í þrjá daga en hina dágott veður. Meðal fjárins, sem þeir komu með, voru útigangarnir sem sáust í afréttinum í vor. Voru þeir vel á sig komnir. í Tungnaréttir kom margt fólk, sem virtist una sér þar vel í haustblíðunni, og margir skemmtu sér á réttardansleik í Aratungu um kvöldið. Eftirsafnarar leituðu afréttinn austan og sunnanverðan á tveimur dögum. Þeir fengu gott veður og fundu alls 30 kindur, þar af tvær fyrir innan Hvítá, eina vestan við Far og þrjár á Haukadalsheiði. Um miðjan október voru 4 konur og 3 karlar viku í eftirleit. Þau fengu nokkra snjókomu innst á afréttinum og fundu tvær kindur í Karlsdrætti. Dimmviðri var daginn, sem smala átti við Hlíðar, en bændur þar létu ekki deigan síga og smöluðu bæði næstu daga þar á eftir og fram á vetur eftir því sem þörf var á. Nokkuð af fé frá þeim kemur jafnan fyrir í Laugardal, og í haust kom þaðan m. a. veturgömul gimbur frá Austurhlíð, sem ekki var á húsi síðastliðinn vetur, með ómörkuðu lambi. Félag aldraðra hóf vetrarstarfið með því að félagar fóru í Skálholtsskóla síðasta kvöld sumars og snæddu mat eins og tíðkaðist á 17. öld, en nokkrum sinnum hefur verið boðið upp á slíkan mat þar í sumar í tengslum við kynningu á ævi og starfi Þórðar Þorlákssonar, sem var Skálholtsbiskup 1674 til 1697. Hjá Ferðafélagi Islands kom í sumar út bæklingur, sem heitir Fótgangandi um fjallasali. Þar er lýst með máli myndum og uppdráttum 12 gönguleiðum á svæðinu frá Hvítá norðan Bláfells og inn á Kjöl. Höfundur texta er sá sem þetta skrifar og tók hann einnig flestar myndirnar, en Guðmundur Ólafur Ingvarsson teiknaði kortin. A.K. Litli - Bergþór 5

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.