Litli Bergþór - 01.12.1998, Blaðsíða 32

Litli Bergþór - 01.12.1998, Blaðsíða 32
SÍÐASTA FJALLFERÐIN AÐ SEYÐISÁ 1936 - og fleira af fjöllum - grýttustu köflunum. En melarnir voru þungfærir og bílamir vildu hita sig. Oft þurfti að stansa og snúa bflunum upp í goluna, ef hún var einhver, til að láta þá kæla sig. Þetta voru ekki neinir torfærubflar. Þeir voru báðir af gerðinni Chevrolet, árgerð 1934, þriggja tonna bílar, aðeins með drif á afturhásingu og ekki með hátt og lágt drif, frekar hátt gíraðir og á einföldum dekkjum svo þeir sigu nokkuð í ótroðna melana. Þetta mjakaðist og komist varð á áfangastað norður fyrir Dúfunefsfellið. Þar tók við graslendi sem ekki var fært bflum og þar sló vinnuflokkurinn upp tjöldum sem þeir bjuggu í á meðan þeir voru við girðingarvinnuna. Strax þegar búið var að taka af bílunum fóru þeir til baka að sækja girðingarefni sem þeir voru búnir að flytja inn á Innri-Skúta og höfðu tekið þar af bílnum því þeir komust þá ekki lengra. Við það að þvælast sömu brautina ferð eftir ferð þá tróðst hún og varð greiðfærari. Svo kom að því að vegavinnuflokkurinn fór eftir slóðinni, tíndi úr grjót og tók kannski af eina og eina beygju. En að mestum hluta varð þessi braut upphaf að þeim vegi sem enn í dag er þarna langur kafli á Kjalvegi. Það hefur aðeins verið lýst þessum tveim fyrstu bílum sem þama voru á ferð og væri ekki síðra að vita hverjir mennirnir voru sem stjórnuðu þeim. Þeir voru báðir að ég held skráðir á Vörubflastöðinni Þrótti. Annar held ég að hafi heitið Guðjón Elíasson úr Mosfellssveit. Hinn var Pétur Asmundsson, ættaður frá Mjóanesi í Þingvallasveit. Eg held ég fari rétt með að hann eigi heiðurinn af að aka fyrsta bflnum sem koin til Hveravalla. Það var í ágúst 1937. í dag mundu þessir bflar ekki vera taldir færir til að beita þeim á óruddar og grýttar ófærur. Mennirnir sem stjómuðu þeim fundu til með tækjunum og vissu nokkuð hvað mátti ætla þeim. Ekki var grín að verða fyrir því að brjóta drif eða öxla lengst uppi í öræfum. A þessum tímum þekktist ekki að vera með vélknúin tæki til að jafna undir girðingar. Stundum þurfti að taka beygjur fram hjá stórum kiettum og ófæmm. Maður kom neðan úr byggð með nokkra reiðingshesta til þess að dreifa efninu á línuna. Þessi vinnuflokkur vann vel, var búinn að vera í girðingavinnu frá því snemma um vorið og kunni vel til verka. Fljótlega varð sæmilega greiðfært á Hveravelli þótt ekki væri um neina hraðbraut að ræða, en það mátti segja að ferðamannastraumurinn flæddi þar yfir og er alltaf að aukast. Nokkuð er rætt um að átroðningur af fólksfjölda horfi til vandræða. Eg held að óþarflega mikið sé gert úr því. Landslag er þannig á Hveravöllum að það er ekki mikil hætta á að því sé ofgert af umferð og allt stendur til bóta sem gert hefur verið á Hveravallasvæðinu, lögn göngustíga og fleira. Margt hefur breyst á rúmum 60 árum sem liðin eru síðan greinarhöfundur kom fyrst á Hveravelli og var seinna við fjárvörslu eitt sumar á þessum slóðum. Margar minningar frá þeim tíma koma upp í hugann. Sjóndeildarhringurinn er stór með óteljandi örnefnum í Frá Hveravölluin. hvaða átt sem litið er. Hveravöllum verður best lýst með síðustu erindum úr ferðasögu Páls Guðmundssonar frá Hjálmsstöðum, en hann tók sig upp í ferðalag til Hveravalla með kunningjum sínum og samdi ferðasöguna í bundnu máli sem er snilldarverk. En Páll segir: Eftir langa leið á fjöllum loks við náðum Hveravöllum. Þar með sýnt var okkur öllum inn í fágætt draumaland. Olguðu froðuhverir föllum frónið gufan huldi. Hátt í kísilklöppum gosið buldi. Hér eru súlur silfurgljáar sumar lágar aðrar háar gular, rauðar, grænar, bláar goðamögnuð furðuverk. Aldaraðir ekki fáar orkað slíku hafa. Hér er djúpt til demantsins að kafa. Hér er kofahreysi' Eyvindar hryggðarmerki böls og syndar þar sem gufu gráir lindar grúfa yfir nótt og dag. Aldarfarsins ógnir blindar yfir rústum vaka ef við lítum lítið eitt til baka. Héldum við svo heim á leiðir hestar voru sporagreiðir. Tímanum til einskis eyðir enginn þó er hingað fer. Hér eru sjónar svalir breiðir sem er vert að kanna inn í háborg helgra öræfanna. Tómas Tómasson Litli - Bergþór 32

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.