Litli Bergþór - 01.12.1998, Blaðsíða 11

Litli Bergþór - 01.12.1998, Blaðsíða 11
Lionsklúbburinn Geysir Nokkur orð um starfið á liðnu starfsári. Frumskylda hvers Lionsklúbbs er að láta gott af sér leiða. - Fyrst í sínu næsta nágrenni en einnig með alþjóðasamstarfi. Lítill klúbbur eins og Lionsklúbburinn Geysir skilur að sönnu ekki eftir sig nein stórvirki á einu ári, en jafnvel lítill neisti geymir allan kraft hins mikla elds. Við notuðum starfsárið aðallega til sinna tveim föstum meginverkefnum: Að styrkja innviði klúbbsins og að halda gangandi hefðbundnum verkefnum. Sem sérstakt átak ársins völdum við tilraun til að vekja umhugsun og umræður um viðbúnað heimilanna í jarðskjálftum. Af því tilefni var boðað til opins fundar um þau mál. Hafþór Jónsson, fræðslufulltrúi Almannavarna ríkisins og Páll Bjamason frá Verkfræðistofu Suðurlands fluttu erindi í Aratungu og kynntu viðbúnað og varnir. Þrátt fyrir ágæta boðun í þrem sveitarfélögum mættu ótrúlega fáir. Ef það þýðir að viðbúnaður heimilanna sé með ágætum, og ekki þurfi neina fræðslu hér um, þá er það gott. (Samt munu nú enn hanga myndir undir gleri yfir bamarúmum!) Þeirra viðhorfa gætir nokkuð, að forðast skuli allt sem veldur óþarfa hræðslu við hugsanlegan stóran skjálfta. Það er hægt að vera alveg sammála því, en endurskoða samt skipulag innanstokksmuna á heimili sínu. Frægasta söfnun Lionshreyfingarinnar, kennd við hina rauðu fjöður, fer í gang á næsta ári. Undirbúningur er þegar hafinn. Að þessu sinni er gert ráð fyrir því að söfnunaféð nytist meir en áður nálægum verkefnum. Eðlilegt er að hafa mjög náið samstarf við nágrannaklúbbana um þessa söfnun og fylgja þannig eftir samstarfí þeirra sem þegar er hafíð. Mest ríður þó á að finna nýja klúbbfélaga til að hjálpa okkur hinum að ganga saman undir kjörorði hreyfingarinnar: Við leggjum lið. Næstu stjóm skipa: Gylfi Haraldsson, formaður, Bjarni Kristinsson, gjaldkeri, Sigurður Guðmundsson, ritari.. Skálholti íjúlí 1998, Kristján Valur Ingólfsson, fráfarandi formaður. Það þarf ekki að vera flókið að spila í happdrætti. Þú kemur eða hringir og velur happanúmer. * Greiðir eirui mánuð í einu. * Greiðir allt árið. * Greiðir inn á bankareikning. * VISA eða EURO raðgreiðslur Allir vinningshafar fá vinninginn lagðan sjálfkrafa inn á bankareikning. Um 1,5 milljón var greidd í vinninga árið 1997 hjá umboðinu. Umboðsmaður i Biskupstungum: . SveinnnA. Sæland S Espiflöt ^ Sími: 486 8955 og 486 8813 WL HAPPDRÆTTI Mjj) HÁSKÓLA ÍSLANDS w vænlegast til vinnings \ J Litli - Bergþór 1 1

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.