Litli Bergþór - 01.12.1998, Blaðsíða 15
tóku á móti okkur í tónlistarlegum skilningi, í ferðinni.
Þetta var hann Heiko. Þama fengum við hina bestu
leiðsögn um borgina; kynntumst glæsilegum dómkirkjum
og rómverskum baðhúsum.
Meginmarkmið okkar sumra var náttúrulega að leyfa
þeim sem kost áttu á, að njóta þeirrar fegurðar sem
sönglist okkar hafði upp á að bjóða. Af þessum sökum tók
Skálholtskórinn lagið hvar og hvenær sem unnt var eða
leyft, alla ferðina. Þess vegna fer ég ekkert að tilgreina
hvert einstakt tilvik þar sem kórinn hóf upp raust sína.
Þarna í Trier fómm við í þrjár risakirkjur: dómkirkjuna,
Maríukirkjuna, sem var næstum sambyggð dómkirkjunni
og var í laginu eins og rós, sem mun vera tákn hinnar
helgu meyjar, og síðan í feikilega stóra
mótmælendakirkju, sem átti sér sögu frá tímum
Rómaveldis og hafði gengt ýmsum hlutverkum á þeim
tíma sem liðinn er síðan þá.
elliheimilið, áheyrendurnir
Eftir kirkjuskoðunarferðina var komið að hádegisverði
sem beið okkar á elliheimili í göngufæri frá miðborg
Trier. Eftir á að hyggja var sú leið sem fara þurfti nú ekki
ýkja flókin, en reyndist þó flóknari en svo að öllum tækist
að rata, meira að segja þó allir væru í einum hóp með
Heiko í fararbroddi.
Maturinn á elliheimilinu tókst hið besta og þetta var
sérlega snyrtileg og hlýleg stofnun. Næstum því
örugglega einkarekin og fyrst og fremst á færi ákveðins
þjóðfélagshóps að eyða þar síðustu árunum.
Þá kem ég að frásögninni af árekstrinum milli
íslenskrar og þýskrar menningar. Okkur þykir ekki
tiltökumál þótt eitthvað dragist fram yfir tilsettan tíma að
mæta á samkomur eða fundi, en það finnst Þjóðverjum
hinsvegar. Skálholtskórinn og föruneyti kom til
hádegisverðarins svona hálftíma - klukktíma of seint
miðað við þá áætlun sem gerð hafði verið. Þannig er það
með eldra fólk, eins og ungaböm, að það þarf á meiri
hvíld að halda en gengur og gerist um þá sem em á besta
aldri, eins og sagt er. I stuttu mál gerðist það þarna, að
þegar Skálholtskórinn og föruneyti hafði lokið við að
snæða hádegisverð og hugðist taka til við að syngja
nokkur lög fyrir íbúana, eins og um hafði verið samið þá
var, samkvæmt klukkunni, kominn hvíldartími eldri
borgaranna. Og þegar sá tími var kominn þá hvíldu eldri
borgaramir sig, hvað sem tautaði og raulaði. Allir utan
tveir. I samkomusalnum sátu tvær gamlar konur (sem eiga
alveg ömgglega ættir sínar að rekja til föðurlands vors).
Það skipti engum togum að Skálholtskórinn upphóf þarna
raust sína fyrir þessar gömlu konur og það reyndist alveg
þess virði. Það sannaðist þama eins og svo oft áður, að
það er ekki magnið sem skiptir máli, heldur gæðin. Þessir
áheyrendur fóra glaðari af fundi okkar. Hinir sváfu svefni
hinna réttlátu eins og reglur gerðu ráð fyrir. Heiko sannaði
þarna snilli sína sem hljóðfæraleikari þar sem hann var
undirleikari okkar við Húmljóð Lofts S. Loftssonar. Hann
spilaði þama óaðfinnalega verk sem hann var að sjá í
fyrsta sinn.
baðhúsin, garðurinn, kommúnísminn
Eftir viðkomuna á elliheimilinu var haldið áfram um
stund skoðunarferðinni um Trier. Við komum þama við í
rústum rómverskra baðhúsa og garði keisarahallar og var
hvort tveggja eftirminnilegt. Ég hafði fyrir tilviljun rekist
á að einhvers staðar í Trier hafði Karl Marx fyrst séð ljós
þessa heims. Mig langaði töluvert að sjá staðinn þar sem
það gerðist. A leið okkar um borgina heyrðist mér ég einu
sinni heyra fararstjórann okkar spyrja fólk hvort það
langaði að heimsækja staðinn þar sem þessi áhrifamikli
einstaklingur fæddist, en viðbrögð hópsins, allavega
þeirra sem hæst létu, voru á þann veg að ég treysti mér
ekki til að hvetja til heimsóknarinnar. Þar fór það. Öreigar
allra landa, sameinist!
messan, kaþólikkarnir, kuldinn, trúarbragðastyrjöldin
Það sem næst var á dagskrá ferðarinnar var söngur við
messu í bæ sem heitir Fell. Þessi messa var kl. 18.00 og
því lá á að drífa sig heim til Leiwen og skella sér í
kórgallann: svörtu buxurnar, hvítu skyrtuna, græna vestið,
SVARTA BINDIÐ og viðeigandi búnað annan.
Með Skálholtskórnum sungu við þessa messu tveir
kórar, annar var kirkjukórinn á staðnum undir stjórn
Heikos og ekki veit ég hvaðan hinn var, en stjórnandinn
var yngri bróðir Heikos sem heitir Ralf. Þannig var, að
þessi messa var sú fyrsta í kirkjunni um all langan tíma
þar sem umfangsmikil viðgerð hafði staðið yfir á henni.
Þarna var kirkjusókn góð og söngurinn ekki síðri. I
messunni las séra Egill ritningarorð.
Með einhverju móti hafði sú hugmynd skotið upp
kollinum, allavega í huga prestsins á staðnum, að
Skálholtskórinn væri kór kaþólska safnaðarins á íslandi.
Þetta held ég að ekki hafi tekist að leiðrétta, allavega ekki
formlega, enda breytir það sjálfsagt ekki neinu.
Trúarbragðastyrjaldir heyra sögunni til, og þó..
Ég hef fengið ábendingu um að geta þess sérstaklega
að eitthvað skorti á að hitakerfið í kirkjunni virkaði sem
skyldi og að innfæddir hljóta að hafa haft af því pata. Þeir
komu til messu dúðaðir í hlý föt, meðan Frónbúar gerðu
enn ráð fyrir því, á þriðja degi ferðarinnar, að það væri
hlýtt í Þýskalandi á þessum árstíma. Eftir messuna
heyrðust heitingar um að kvarta aldrei aftur yfir kulda í
Skálholtskirkju.
móttakan, lopapeysurnar,
veiðimaðurinn
Að lokinni messunni
buðu kórarnir okkur til
móttöku í safnaðarheimili
sínu. Nóg var þar af
hvítvíni, pylsum,
kjötbollum, osti og brauði.
Þarna undum við okkur hið
besta um stund hjá sérlega
gestrisnu og alúðlegu fólki.
Það var þarna sem þeim
Heiko og Ralf voru
afhentar lopapeysurnar sem
Litli - Bergþór 15