Litli Bergþór - 01.04.1999, Qupperneq 15
Guðjón R. Guðjónsson sá um ýmis verk áflestum
stigum byggingarinnar.
Einn er sá maður ótalinn sem hefur unnið að verkinu
frá byrjun. Loftur Jónasson hefur verið eftirlitsmaður
okkar gagnvart verktökum og einig unnið fjölmörg verk
önnur. Ekki hefur staðið á því að leysa úr þeim
fjölmörgu vandamálum sem upp koma við framkvœmdir
sem þessar. Vil ég þakka honum sérstaklega fyrir hans
hlut í verkinu.
Húsið er hannað á teiknisstofunni Arkitektar Hjördís
og Dennis, afþeim Hjördísi Sigurgísladóttur og Dennis
Jóhannssyni, og hafa þau lagt mikla alúð í verkið.
Síðustu vikur byggingar tímans þegar þurft hefur að
hnýta marga lausa enda og mikið hefur gengið á hefur
Sveinn A. Sœland verið starfsmaður nefndarinnar og
hefur hann létt miklu álagi aföðrum nefndarmönnum.
Keyptur hefur verið ríkulegur búnaður í húsið til að
það megi nýtast eins og efni standa til. Þar hafa
sveitungar og aðrir velunnarar svo sannarlega stutt vel
við bakið á okkur með fjárframlögum. Safnast hafa
rúmlega 2 milljónir krónafrá einstaklingum,
félagasamtökum ogfyrirtœkjum.
Vil ég þakka öllum sem hafa lagt okkur lið með þessum
hœtti kœrlegafyrir.
Kostnaður við framkvœmdirnar er í dag kominn í um
63 miljónir kr. og er það mjög nálœgt því sem við
gerðum ráðfyrir í upphafi.
Verkinu er í öllum aðalatriðum lokið, þannig að ekki
verður um mikinn viðbótarkostnað að rœða. Framlag úr
Jöfnunarsjóði sveitarfélaga erl8 milljónir króna.
Mikill fjöldi manna hefur komið að þessum
framkvœmdum með beinum eða óbeinum hœtti. Ekki
verða þeir allir nefndir á nafn en þeim fœrðar þakkir
fyrir. Eg vilfyrir hönd byggingarnefndar þakka
verktökum og starfsmönnum þeirra, iðnaðarmönnum,
arkitektum, hönnuðum, forráðamönnum Límtrés og öllum
þeim sem hjálpuðu okkur að láta drauminn rœtast, fyrir
þeirra þátt í verkinu.
Ég hefnú staðið íþessu á níunda ár,fyrst í
undirbúningsnefnd og síðan í byggingarnefnd. Ég vil
þakka bœðifyrn’erandi og núverandi nefndarmönnum
fyrir ánœgjulegt samstaif.
Nú eru liðnir u.þ.b. 13 mánuðir síðan framkvœmdir
hófust og á stundum gengu hlutirnir hrattfyrir sig, enda
eins gott því að margir hafa beðið í ofvœni eftir þeirri
stund að húsið verði tekið í notkun. Nú er komið að því
Barnakór Biskupstungna söng.
og þá er bara aðfara að nota það. Ég veit að það þarf
ekki að biýna krakkana, það sést bara á þeim þau brenna
í skinninu eftir aðfara að stunda þœr íþróttir sem
aðstaða sem þessi gerir kleift. En þó þetta séfyrst og
fremst byggt sem skólamannvirki er það byggt aföllum
Tungnamönnum fyrir alla Tungnamenn. Þess vegna vil
ég ekki síst hvetja þá eldri sem komnir eru upp úr skólum
til að nýta sér þessa aðstöðu.
Að lokum vil ég óska þess að þetta íþróttahús ásamt
þeim búnaði sem í því er verði til heilsubótar og heilla
fyrir Tungnamenn um ókomna tíð.
r
T>ótel
iÍGEYSm
Sími 486 8915
fax 486 8715
Söluskálinn við Geysi
Sími 486 8935
Smáréttir minjagripir
Bensín og olíuvörur
Tjaldstæði - hjólhýsasvæði
Bláfellsbar
Góðar veitingar
gisting, svefnpokapláss
Bergþórsbar, ný bjórstofa.
Ný glæsileg sundaðstaða.
Hestaleiga á staðnum.
Qóð pjónusta
Litli - Bergþór 15