Litli Bergþór - 01.04.1999, Page 26

Litli Bergþór - 01.04.1999, Page 26
Tjörvamál / ritgerð þessari vil ég minnast Guðmundar Tjörva Guðmundssonar. Hann bjó að Straumi í Hraunum. Hraunabæir nefndist syðsta byggðin í Garðahreppi, nema allra syðsti bœrinn, Hvassahraun, en það er í Vatnsleysustrandarhreppi. Sú jörð liggur syðst í hraunjaðrinum að norðanverðri Vatnsleysuvík. Þó bóndi þessi bœri tvö nöfn var hann œvinlega bara nefndur Tjörvi. í mínum stráksaldri kynntist ég honum vel en var nœrri fulltíða maður er ég varð þess áskynja að hann hefði heitið tveim nöfnum. Skollagróf 17. október 1997. Jón Sigurðsson. Tjörvamál I. Guðmundur Tjörvi fæddist 16. ágúst 1850 að Setbergi í Garðahreppi. Þar búa þá foreldrar hans, Guðmundur Guðmundsson og Katrín Guðmundsdóttir. Guðmundur faðir Tjörva var sonur Guðmundar Bjömssonar, hann bjó í Hafnarfirði, Krísuvík og víðar. Föðurmóðir Tjörva var, Dagbjört Tjörvadóttir. Þess má geta til gamans að Tjörvanafnið hefir loðað þar við ætt frá því fyrir 1700 og er þá komið úr Skagafirði, því Guðrún Tjörvadóttir sem var úr Skagafirði var langa-langamma Tjörva bónda í Straumi. Katrín móðir Tjörva var talin farsæl ljósmóðir. Þessi Katrín Tjörva móðir var þrígift, átti fyrst Halldór Halldórsson frá Hrauntúni. Aðeins er getið eins sonar þeirra, það var Halldór Halldórsson bóndi að Nýjabæ á Amarnesi. Annar maður Katrínar var Guðmundur Guðmundsson bóndi á Setbergi. Sá var faðir Tjörva. Hann deyr 1855, þannig verður Tjörvi föðurlaus aðeins fimm ára gamall. Þriðji maður Katrínar Tjörvamóður var Guðmundur Símonarson, bóndi og hreppstjóri á Setbergi og síðar í Straumi, en þessar jarðir voru báðar í Garðahreppi. Katrín átti tvær dætur með þessum þriðja manni sínum, þær hétu Valgerður og María. Þær þóttu allfjarri því að erfa skörungsskap móður sinnar, auk þess dóu þær báðar um þi ítugsaldur. Eins og fyrr greinir dó Guðmundur faðir Tjörva þegar drengurinn var aðeins fimm ára. Fljótlega kemur annar Guðmundur til sögunnar, sá var Símonarson. Hann varð stjúpfaðir Tjörva. Mér skilst að með þeim hafi verið knappir dáleikar, en Katrínu móður sína mat hann mikils og ræddi oft og vel um hana á sínum efri árum. Eins talaði hann oft um föðurmóður sína Dagbjörtu Tjörvadóttur. Mér þykir sennilegt að hann hafi munað vel eftir þessari ömmu sinni frá uppvaxtarárum sínum á Setbergi enda má það vel vera ef hún hefir verið enn á dögum eftir að hann fer vel að muna eftir sér. Eg minnist þess ekki að hann talaði um föður sinn, enda hefir hann trauðla munað hann skýrt þar sem hann var svo ungur þegar faðir hans flutti yfir þau landamæri sem enginn stígur yfir nema einu sinni. Ekki veit ég hvenær Tjörvi flytur frá Setbergi að Straumi ásamt móður sinni og stjúpföður þó hefir það ekki verið síðar en á vordögum 1867. Eg marka það af því, að þetta tilgreinda vor sest að á Setbergi, Jón Guðmundsson. Hann var fæddur að Fossi í Hrunamannahreppi 23. desember 1824 og ólst þar upp hjá foreldrum sínum fram á tólfta aldursár. Jón þessi var langafi minn. Jafnan nefndur Jón á Setbergi og er svo raunar enn þegar hans er minnst. Út frá þessu veit ég með vissu að Tjörvi hefir ekki verið eldri en á sautjánda ári þegar hann flyst að Straumi. Hvenær hann tók þar við búsforráðum er mér ekki ljóst, þó býr mér í grun að hann hafi ungur búið þar í skjóli móður sinnar löngu áður en hann tók þar við að fullu og öllu sem eigandi jarðarinnar. Ég marka þetta af munnmælasögum sem gengu þar syðra um stjúpföður hans Guðmund Símonarson. Þær herma að hann hafi búið að nokkur leyti sér, m.a. haft selstöðu við norðanverðar Undirhlíðar sem er í afréttarlöndum Garðahrepps. Þar er enn þekkt ömefnið Gvendarsel og Gvendarselshæð, einnig var talað um Gvendarselshellir. Þessi örnefni áttu að vera kennd við þennan sama Guðmund sem var Tjörva fóstri. Tveir eldri bræður mínir, Guðmundur sem bjó á Kluftum og Diðrik sem bjó á Kanastöðum þekktu vel hellisskútann og töldu hann bera með sér glögg mannvistareinkenni. Útilokað er að þarna sé málum blandið varðandi Straumssel, sem var og er þekkt ömefni miklu vestar og sunnar í hraunbreiðunni. Þetta er sunnarlega í heimalöndum Straumsjarðarinnar. Mér þykir líklegt að Tjörvi hafi tiltölulega ungur verið farinn að búa í Straumi nokkuð sjálfstætt áður en hann hlaut þar fullt forræði yfir jörðinni. Kona Tjörva var Arnleif Stefánsdóttir frá Sviðholti af efnuðu og velmetnu fólki komin. Þegar maður lítur yfir ættartölur þessara hjóna er manni vel ljóst að ættir þeirra greinast all víða um land, það byggist mest á því að þetta greinist frá mörgum prestum. Prestar þjónuðu hinum ýmsu brauðum hér og þar um landið. Þannig blanda greindist miklu víðar um land heldur en þær sem byggjast á nær hreinum bændaættum sem vissulega voru mjög staðbundnar a.m.k. fyrr á tíð. Þau Arnleif og Tjörvi bjuggu að Straumi meðan þeirra samvistir entust. Einkadóttir þeirra hlaut að nafngjöf Stefanía Guðlaug, hún fæddist 2. september 1883. Henni varð ekki auðið langra lífdaga, því hún lést úr bráðaberklum sextán ára gömul laust fyrir aldamótin Litli - Bergþór 26

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.