Litli Bergþór - 01.12.1999, Síða 7

Litli Bergþór - 01.12.1999, Síða 7
Hreppsnefndarfréttir Skipulag hálendissvæðis verður unnið um leið og skipulag láglendis. A hálendinu liggur fyrir svæðisskipulag um grófa landnotkun. Borgarafundur verður haldinn í nóvember n.k. Þar verður vinna við framtíðarskipulag sveitarfélagsins kynnt og óskað eftir hugmyndum íbúa Biskupstungnahrepps. I lok fundar var undirritaður samningur um 2. og 3. áfanga aðalskipulags fyrir Biskupstungnahrepp 1999-2011. Lögð fram tillaga um þriggja manna nefnd sem ynni áfram að framgangi framkvæmda við Svartárbotna. Samþykkt að eftirfarandi skipi nefndina: Margeir Ingólfsson formaður, Þorfinnur Þórarinsson, Loftur Jónasson. Lagt fram erindi frá Sigurði G. Asgeirssyni um að garðyrkjustöðin Furubrún verði lögbýli. Samþykkt. Hreppsráðsfundur 5. október 1999. Skipan nefndar til að endurskoða tekjustofna sveitarfélaga. Félagsmálaráðherra hefur skipað nefndina. Formaður nefndarinnar er Jón Kristjánsson alþingismaður. Formanni hreppsráðs og sveitarstjóra falið að koma með athugasemdir og tillögur til nefndarinnar. Tillaga um opnunartíma skrifstofu Biskupstungnahrepps, veturinn 1999-2000. Lagt er til að skrifstofan verði opin mánudaga-fimmtudaga frá klukkan 9:00 - 16:00 en lokað á föstudögum. Hreppsráð samþykkir tillöguna. Tilboð í uppþvottavél og innréttingar í eldhús félagsheimilisins Aratungu. Tilboðið hljóðar upp á krónur 626.691 en auk þess er annar kostnaður og uppsetning krónur 300.000.- Hreppsráð leggur til að tilboðið verði samþykkt. Framkvæmdin er utan ramma fjárhagsáætlunar en gert var ráð fyrir krónum 900.000 í endurbætur í Aratungu og hefur þegar verið framkvæmt fyrir það fé, í viðhaldi á hitakerfi hússins. Lögð fram til kynningar bréf sem farið var með til fjárlaganefndar Alþingis, 27. september s.l. Þar komu fulltrúar Biskupstungnahrepps á framfæri þeim skoðunum sínum að það væri ríkisvaldsins að greiða allan kostnað sem fellur á sveitarfélög og einstaklinga vegna málareksturs Óbyggðanefndar. Einnig var farið fram á fjárframlag til að ljúka rannsóknum á Geysissvæðinu og uppbyggingu Geysisstofu. Bréf Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis um sameiningu heilsugæslustöðva og heilbrigðisstofnanna á Suðurlandi. Sveitarstjóra falið að afla frekari gagna um málið fyrir næsta fund hreppsnefndar. Kynntir tveir styrkir frá Samgönguráðuneyti vegna markaðssetningar „Bjartra daga“ árið 2000, krónur 100.000.- og skráning og útgáfa Þjóðfræði kirkjustaða í Uppsveitum Arnessýslu að upphæð krónur 200.000,-. Bréf frá sveitarstjóra Grímsnes- og Grafningshrepps um endurskoðun á niðurgreiðslu leikskólagjalda fyrir börn á aldrinum eins til tveggja ára. Hafnað á þeim forsendum að Biskupstungnahreppur bjóði ekki bömum yngri en tveggja ára leikskóladvöl hjá sveitarfélaginu. Tvö bréf frá Byggðastofnun, um ráðningu menningarráðgjafa sem er staðsettur á Sauðárkróki og stofnun umræðuhóps framkvæmdastjóra sveitarfélaga um svokallaða „byggðabrú“ eða fjarfundarbúnað sem finna má í hverjum landshluta. Vinnubrögð við gerð fjárhagsáátlunar fyrir árið 2000. Fyrri umræða verði á nóvember fundi hreppsnefndar og þar verði ákvarðað um álagningu gjalda vegna næsta árs. Síðari umræða fjárhagsáátlunar verði í janúar árið 2000. Hreppsnefndarfundur 12. október 1999. Skipulagsmál, undirbúningur að borgarafundi í nóvember. Hverjar eru helstu áherslur sveitarstjómar Biskupstungna? Almennar umræður urðu um skipulagsmál og áhersla lögð á að rætt yrði við sem flesta jarðeigendur og ábúendur sem stefna að breytingum á jörðum sínum áður en fundurinn er haldinn. Samgöngumál. Steingrímur Ingvarsson, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar kynnti framtíðaráform í vegamálum uppsveita Ámessýslu til ársins 2004, og svaraði fyrirspumum um vegamál almennt. Steingrímur sagði að Biskupstungnabraut yrði öll byggð upp árið 2000 og bundið slitlag árið 2001. Einnig á að ganga frá veginum frá Geysi að Gullfossi 2001-2002 jafnframt verður brú yfir Laugá tvöfölduð. Árið 2003 verður hafist handa við veglagningu að Hvítárbrú og brúarsmíði lokið fyrir árið 2006. Nýlokið er við uppbyggingu á 15 km kafla á Kjalvegi. Settar voru 10 milljónir í bílastæði og aðgengi að Skálholti af fjárveitingu vegna ferðamannaleiða á Suðurlandi. Upplýsingar um áform heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis í sameiningu heilsugæslu og heilbrigðisstofnanna á Suðurlandi. Hreppsnefnd Biskupstungnahrepps leggst gegn öllum hugmyndum sem skerða heilbrigðisþjónustu í uppsveitum Ámessýslu. Einnig er öllum hugmyndum, sem færa ákvarðanatöku í málefnum Heilsugæslunnar í Laugarási burt af svæðinu tekið með fyrirvara. Það er augljóst að uppsveitir Ámessýslu eru vaxandi svæði er varðar íbúafjölda, auk þess sem að á annan tug þúsunda sumarhúsagesta dvelja á svæðinu stóran hluta ársins. Öllum tillögum sem geta leitt til bættrar þjónustu við íbúana er vel tekið og er það von hreppsnefndar að það sé jafnframt vilji heilbrigðisráðherra. Bréf sveitarfélaga sem stefna að sameiningu við Árborg og víðar ef áhugi reynist fyrir hendi. Vegna þessa bréfs vill hreppsnefnd Biskupstunga leggja fram eftirfarandi bókun: Hreppsnefnd ítrekar fyrri afstöðu sína um vilja til þess að til sameiningar uppsveita Arnessýslu komi í lok þessa kjörtímabils. Þar sem ekki virðist vilji til að sameina öll sveitarfélögin í uppsveitunum þá verði látið reyna á vilja sveitarfélaganna vestan Hvítár til að sameinast þ.e. Grímsnes- og Grafningshrepps, Laugardalshrepps, Þingvallahrepps og Biskupstungahrepps. Enda var stefnumótun vegna þeirrar sameiningar ákveðin á Litli - Bergþór 7

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.