Litli Bergþór - 01.03.2000, Síða 3

Litli Bergþór - 01.03.2000, Síða 3
(-----------------------------------------------------------------------------------Á Ritstjómargrein Upp á síðkastið hafa umhverfismál, skipulag og eignarréttur á landi verið mikið til umfjöllunar. í ýmsu tilliti eru þetta grundvallaratriði, því hér byggjum við störf okkar að mestu á landinu og nýtingarmögluleikum þess. Snemma í janúar var haldinn almennur sveitarfundur í Aratungu um aðalskipulag Biskupstungna 2000 - 2012. Þetta mun vera í fyrsta skipti, sem boðað er til slíks fundar um þetta efni hér í sveit, og er það lofsvert. Þar kynntu þrír sérfróðir menn hugmyndir varðandi framtíðarskipulag sveitarinnar allt sunnan úr Skálholtstungu og inn á vatnaskil á Kili. Þetta er mikið svæði, um 1600 ferkílómetrar eða 1,6 % af öllu Islandi, með mjög fjölbreytta náttúru, ýmiskonar gersemar og margskonar minjar og sögu, atvinnulíf og menningu þjóðarinnar. íbúar sveitarinnar bera því mikla ábyrgð að spilla þessu ekki og skila því óskemmdu til næstu kynslóðar. Markmið þessa fundar var að hefja almenna umræðu um framtíð sveitarinnar. Þar var því varpað fram að vaxtamöguleikar byggðar hér felist í eftirfarandi. A. Skynsamlegri nýtingu staðbundinna auðlinda. B. Bættum samgöngum innan sveitar og tengslum við vegakerfi landsins. C. Aukinni stefnufestu í uppbyggingu ferðaþjónustu. D. Að skapa ákjósanleg skilyrði til búsetu. E. Vemdun sérkenna svæðisins. Áhersla var lögð á að sveitin yrði áfram landbúnaðarland og skipulagið miðað við það. Varpað var fram þeirri hugmynd að „vemda með einhverjum hætti“ svæði frá Brúará vestan við Miklaholt, um Torfastaðaheiði og allt upp í Almenning, sem er á náttúruminjaskrá. í þessari hugmynd er gert ráð fyrir að landnýting verði þar svipuð og verið hefur, en á sérstökum „deilisvæðum“ innan þess, sem einkum eru vötn, tjarnir, og votlendi þar í kring, verði eftirlit haft með búfjárbeit til að koma í veg fyrir ofbeit, notkun áburðar verði takmörkuð, skotveiði verði bönnuð nema til að verjast vargi, reglur verði settar um umgang á varptíma og stórfellt jarðrask og framræsla verði háð eftirliti og samþykki sveitarstjórnar. Gert er ráð fyrir að takmarkanir verði á byggingu sumarhúsa og skógrækt í stóram stíl á svæðinu. Skýrt var tekið fram að hér væri aðeins um tillögu að ræða, sem landeigendur og aðrir hlutaðeigendur fengju tækifæri til ad ræða og taka afstöðu til, og þetta yrði ekki gert nema með samþykki þeirra. Eitt af þvf, sem vakin var athygli á í tengslum við skipulagið, voru verðmætin sem í framtíðinni kunna að felast í hreina vatninu, sem hér er víða mikið af, og nauðsyn þess að gæta þess að því sé ekki spillt. Einkum eru það þrjú svæði, sem í hug koma í þessu sambandi: Brúará, Haukadalur og svæði á afréttinum vestan úr Karlsdrætti, um Fróðárdal, Tjarnárbotna og allt austur í Svartárbotna. Þetta tengist umræðunni um þjóðlendur á þann hátt að það er dæmi um verðmæti, sem að öllum lrkindum verða eign rrkisins í þjóðlendunum þó heimamenn eigi þar afrétt með hefðbundnum nytjarétti, sem því fylgir. Eftir ágætan fund um kröfu rikisins í þjóðlendumálinu í Aratungu í fyrstu viku þorra verður því vart trúað að kröfu fulltrúa rrkisvaldsins að gera hluta af þinglýstum eignarlöndum fólks að þjóðlendum verði haldið til streitu. Sama má segja um Hóla, sem hreppurinn keypti 1958 og lagði undir afrétt, og einnig Tunguheiði, sem dæmd hefur verid eign Bræðratungukirkju. Óljósara er hins vegar um viðurkenningu á eignarrétti heimamanna á afréttinum þar fyrir innan. Með öllum tiltækum rökum og ráðum þarf að vinna að þvr að þetta svæði verði áfram þeirra eign. Eitt af því, sem gæta þarf að í því sambandi, er að sýna fram á að engum öðrum en þeim, sem það stendur hjarta næst, er betur trúandi til að vernda sérkenni þessa lands og náttúrugæði. Það verður m. a. gert með markvissu skipulagi, sem leggur áherslu á þessi atriði. A. K. V___________________________________________________________________________________/ Litli - Bergþór 3

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.