Litli Bergþór - 01.03.2000, Qupperneq 4

Litli Bergþór - 01.03.2000, Qupperneq 4
Formannsspjall Það hefur alltaf verið höfuðverkur þegar sest er niður og saminn formannspistill. Mér finnst ég alltaf vera að kvarta undan félagslegum doða hjá Tungnamönnum. I þetta sinn vil ég hrósa ykkur því nú er veisla, leikritið er í gangi frábær sýning þar sem gott fólk hefur virkilega staðið í ströngu til að fá hlutina til að ganga upp. Að sjálfsögðu mætti betur gera á öðrum sviðum. En við erum ekki nema rúmlega 500 manns sem búum hérna. Þess vegna er erfitt að ráða við fjölbreytnina í íþróttum og öðru félagslífi. íþróttadagurinn tókst þó með eindæmum vel og er það dæmi um að ungir sem aldnir geta haft gagn og gaman af íþróttaaðstöðunni sem hér hefur tekist að byggja upp. Það er alkunna að Islendingar gerast heilsuræktaróðir strax eftir áramót ár hvert. Væri það vonandi að við Tungnamenn gætum tekið þátt í þessari hefð en til þess þarf frumkvöðla. Þá eigum við nokkra, einnig aðstöðuna. Notið þetta og komið ykkur af stað. Bingóvél og spjöld voru keypt í samvinnu við flest félög í Biskupstungum og Hreppinn. Væntanlega verðum við dugleg við að nota þessar nýju græjur þannig að sem flestir fái notið góðra vinninga, (og Jón þurfi að mjólka sem víðast fyrir bændur). Að lokum vil ég koma með ábendingu eða tillögu. Það er um fjármál og hvernig þau hafa áhrif á félagslegan áhuga hjá okkur. Frá stofnun Ungmennafélagsins hefur allt starf innan þess verið í sjálfboðavinnu. Eru það ekki orðin úrelt vinnubrögð. Að fá greitt fyrir verk er krafa samtímans um betri gæði, betri vinnubrögð, aukin afköst. Spyrjið ykkur sjálf að því hvort þið vilduð ekki frekar sinna félagsmálum innan sveitarinnar ef þið fengjuð greitt fyrir það. Er ekki bara kominn tími á að ráða æskulýðsfulltrúa inn á svæðið eða aðila til að sjá um skipulagningu og umsjón með félagsstarfi barna og unglinga? Spáið í þessi mál og látið álit ykkar í ljós, því hvernig geta þeir sem stjóma vitað hvað hinn almenni félagsmaður vill nema fá að heyra álit viðkomandi. Heyrumst síðar, Magnús Ásbjömsson Litli - Bergþór 4

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.