Litli Bergþór - 01.03.2000, Blaðsíða 12
Frá íþróttadeild U.M.F.B.
Heiöursgestimir Orn Arnarson, nýkjörinn íþróttamaður
Talsverðar annir hafa verið hjá stjórn íþróttadeildar síðan um jól.
Fyrst ber að telja flugeldasöluna sem við stóðum fyrir milli hátíða eins og verið hefur undanfarin ár. Að
þessu sinni fengum við aðstöðu í áhaldahúsi hreppsins og var það fyrir velvilja Lofts, starfsmanns hreppsins,
og Ragnars sveitarstjóra að það var hægt. Ég vil nota
tækifærið og færa þeim þakkir okkar. Aðstaðan var mjög
góð þó það væri kannski full þröngt. Salan gekk nokkuð
vel, en hefði þó mátt vera meiri. Það er erfitt að kenna
gömlum hundi að sitja eins og allir vita og það er erfitt
að venja Tungnamenn á nýja siði eins og það að þeir
þurfi að koma til okkar til að kaupa flugeldana, en þetta
er nú að smá koma. Salan minnkaði heil mikið þegar við
hættum að keyra um sveitina en hefur smá aukist aftur.
íþrótta- og heilsudagur var haldinn með tilþrifum
8. janúar. Þar var ýmislegt til gamans gert, yngstu
skólabörnin fóru í leikfimi, hreppsnefndir Grímsnesinga
Iþróttaálfurinn Magnús Scheving sprellaði með okkur.
og Tungnamanna kepptu í ýmsum greinum, Örn
Arnarson nýkjörinn íþróttamaður ársins 1999 og Lára
Hrund Bjargardóttir sundkona íslands 1999 heimsóttu
okkur. Síðast en ekki síst þá kom sjálfur
íþróttaálfurinn Magnús Scheving og sprellaði með
okkur, öllum og þá ekki síst börnunum til mikillar
ánægju. Á eftir var „heilsukaffi" í Aratungu. Mig langar
að nefna það hér að þáttur Jóns í Aratungu er okkur
mikils virði og færum við honum bestu þakkir, einnig
öllum öðrum foreldrum sem aðstoðuðu okkur.
Samkoman þótti takast mjög vel og allir(!) fóru glaðir
heim. Reyndar grét önnur litla dóttir mín alla
ársins 1999 og Lára Hrund Bjargardóttir, sundkona heimleiðina þegar hún komst að því að systir hennar
íslands 1999 ásamt Ragnari Sæ og Siggu Jónu. var með eiginhandaráritanir frá Erni og Magnúsi. Hún
hafði misst af því, vegna þess að hún flýtti sér svo
mikið að fara í sund með Erni.
Um leið og íþróttadeginum var lokið tókum við til
við að undirbúa bingó, sem síðan var haldið í Aratungu
4. febrúar. Þarna vorum við að vígja nýja bingóvél sem
nokkurfélög hafa keypt í sameiningu. Mörgum finnst
gaman að spila bingó og var þetta hin besta
skemmtun. Hápunkturinn var þegar spilað var um ferð
til Kanarýeyja, en það var Droplaug Guttormsdóttir í
Skálholti sem vann hana.
Nú sem stendur er stjórn íþróttadeildar að
undirbúa aðalfund sinn, sem halda á í lok febrúar. Það
Yngri og eldri kynslóðir er þvf, nógU að snúast, því auk þess, sem að ofan er
leysa þrautir sinar. talið þá er alltaf visst starf í gangi til að sjá um
íþróttaæfingarnar, sem eru núna með sama sniði og
fyrir áramót, utan það að jiu-jitsu er ekki lengur
æft. Þátttaka var ekki næg í því og er það
miður, því að hluti þeirra sem það æfðu voru
krakkar sem fundu sig ekki í neinum íþróttum
áður en byrjað var að æfa jiu-jitsu.
Það er að mfnu mati einmitt tilgangurinn
með íþróttastarfinu að allir geti fundið íþrótt við
sitt hæfi og þroskað síðan sína hæfileika innan
hennar.
Litli - Bergþór 12
F.h. Iþróttadeildar Umf. Bisk.
Sigríður J. Sigurfinnsdóttir.