Litli Bergþór - 01.03.2000, Blaðsíða 14

Litli Bergþór - 01.03.2000, Blaðsíða 14
Þjóðlendumál Björn Sigurðsson, Úthlíð. Ræðaflutt áfundi í Aratungu 26. janúar 2000. Árið 1998 voru samþykkt á alþingi lög um þjóðlendur sem tóku gildi 1. júlí sama ár. Ijyrsta kafla laganna um skilgreiningu kemur fram að þjóðlenda sé: „Landsvœði utan eignalanda, en eignarland sé landsvœði sem er háð einkaeignarrétti, þannig að eigandi landsins fer með venjuleg eignarráð þess innan þeirra marka sem lög segja til um á hverjum tíma “. Upp úrþessu var skipuð Obyggðanefnd sem skal skera úr ef ágreiningur kemur upp um málið. Framkvœmd málsins var núflutt úr forsœtisráðuneytinu ífjármálaráðuneytið og skipaði fjármálaráðherra þrjá lögfrœðinga, þá Árna Kolbeinsson, Olaf Sigurgeirsson og Stefán Má Stefánsson, til að gera kröfurfyrir ríkisvaldið um hvaða land teldist til þjóðlendna. I vor kom síðan kröfulýsing í Lögbirtingablaðinu til allra hreppa í Arnessýslu, sem afréttarsvœði eiga, sem og allra landeigenda sem eiga lönd til fjalla í sveitum Arnessýslu, alls 77 eigenda, um að leggja fram gögn og sanna eignarrétt sinn. Hrukku nú margir við en urðu við þessari áskorun. Oddvitar sveitanna stóðu fyrir fundum um málið og réðu til verksins þrjá lögmenn, þá Ólaf Björnsson, Sigurð Jónsson og Jörund Gauksson. Einnig voru ráðnir til verksins Oddur Hermannsson landfrœðingur og Páll Lýðsson sagnfrœðingur. Útbúin voru landakort þar sem öll jarðamörk og eignalýsingar voru skráð inn á og allir landeigendur skrifuðu undir og staðfestu að vœru í samræmi við þinglýsingarbœkur Arnessýslu. I þessu mikla starfi kom í Ijós að enginn ágreiningur er á milli manna á þessu svæði enda var allvelfrá landamerkjalýsingum gengið þegar hin stórmerku lögfrá árinu 1882 voru framkvæmd. A fjölmörgum jörðum er þó vísað til eldri landamerkjabréfa. Með þessum lýsingum töldu landeigendur að málinu innan byggðar hlyti að vera lokið ogfullnœgt öllum gögnum um óyggjandi eignarheimildir. En Adam var ekki lengi í Paradís. 1 haust birtist síðan kröfulýsing fjármálaráðuneytisins, gerð af fyrmefndum lögmönnum ríkisins sem allir eru þekktir að öfgafullum skoðunum á þessu sviði og virða lítt eignarrétt manna í dreifbýli. Kröfulýsingarplaggið á sér enga hliðstœðu nema vitnað sé til Staða-Arna í Skálholti, um upptöku kirkjujarða. I kröfugerð semfyrst náði yfir 77 jarðeignir varfarið ránshendi og þess krafist að margar jarðir létu meira en helming lands síns undir þjóðlendur án nokkurra bóta og sums staðar varfarið heim undir bœjarhlað. I slíkri kröfugerð kemurfram ótrúlegur hroki og virðingarleysi fyrir öllu sem mannlegt getur talist og því lífi og starfi sem eigendur þessara jarða hafa látið þjóðfélaginu í té um aldir. Margir hafa stritað alla œvifyrirþví að geta eignast jörðina sína og þáfyrst andað léttar er þeir höfðu f höndum þinglýst plagg um að jörðin þeirra hafi verið keypt með gögnum og gœðum ogfylgir þar allt sem fylgja ber og ekkert undanskilið. Um aldir hefur það ekki verið neinum vafa undirorpið að þessiforni lagatexti fullnœgi og að ekkert sé undanskilið. Það er því þrætubókarlist, en ekki að lögumfarið, að þessum upplöndum Arnesþings fylgi ekkifull eignarheimild og þar kemur líka til jafnrœðisregla stjórnaskrárinnar um að allir landsmenn skulu jafnir að lögum. Þaðfær að mfnu mati ekki staðist að einhver mismunun sé á þinglýstum jarðeignum eftir því hvort þær eru efstu jarðir sveitanna eða þœr sem neðar liggja. Um aldir hafa fasteignir í sveitum landsins lotið sömu lögum. Eg hygg að flestir landsmenn telji að jafnrétti varðandi eignarrétt fasteigna sé einn af hornsteinum lýðveldisins. Seint á síðasta ári birtust síðan ótrúleg skrifí blöðum, fyrstfrá Arna Kolbeinssyni, formanni nefndarinnar, og síðanfrá hæstvirtum fjármálaráðherra, Geir H. Haarde, sem við flokksbræður hans teljum honum ekki til sóma og ekki í þeim anda sem sjálfstæðismenn um allt land vilja að forustumenn láti eftir sér hafa. En hver sá sem vill ekki að hinn löghelgi eignarréttur sé virtur œtti að minnsta kosti ekki að vera í pólitík. I hverju því landi sem stjórnendur virða ekki þinglýstan eignarrétt má búast við öllu illu og geta menn litið til Júgóslavíu þar um. I þessum rökleysisskrifum, þar sem traðkað er á þessum helga rétti vitna þeir m.a. til Landnámabókar, til að gera ýtrustu kröfur. En svo vill til að stór hluti jarðanna, allt frá Þingvöllum og austur að Haukadal, er úr landnámi stórfjölskyldunnar sem kom að Mosfelli og kennd er við Ketilbjörn hinn gamla svo og vinar hans Þorbrandar í Haukadal. Allar heimildir, svo langt sem hœgt er að rekja skrifað mál, sýna að það er enginn vafi á því að landnámið náði yfir allt landsvœðið til jökla. Svo er það talið í Vilkinsmáldaga frá 1397 og Brynjólfur biskup telur svo vera 1643 og segir aðfornar hefðir haldi. Óhœtt er aðfullyrða að skoðanir manna sl. 400 ár séu líklegri heimild en rökleysa í kröfugerð ríkisins. Tillaga kröfugerðarnefndarinnar um þjóðlendur er til Litli - Bergþór 14

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.