Litli Bergþór - 01.03.2000, Blaðsíða 27

Litli Bergþór - 01.03.2000, Blaðsíða 27
Amarholt og Stekkholt sem við höfðum fast land undir fótum smá tíma. Þessi fljótandi jarðvegur kom okkur nú nokkuð kunnuglega fyrir sjónir úr Pollenginu, en þar yfir höfðum við krakkamir og Hjölla oft farið gangandi og lagt háa störina undir fætur okkar í hverju skrefi. En nú vorum við á hestum og spurningin þessi, skyldu þeir hafa það? Ferðin sóttist mjög hægt og fórum við í einu og öllu eftir ábendingum Erlendar á Vatnsleysu. Tvisvar sökk Fálki gamli, sem ég sat á, í bóla kaf svo ég stóð bara upp í hnakknum, enda nokkuð skankalangur og klárinn smávaxinn. Einu sinni fóru allir hestamir á kaf og urðu það mikil umbrot en stóðu sem betur fer stutt. Þeir rifu sig upp af ótrúlegum krafti og leirgusumar gengu yfir okkur. Fljótlega eftir að við komum út á víðáttur mýranna sáum við Hlíðabæina, Brekku, Úthlíð og Miðhús, þangað sem ferðinni var heitið, en hægt miðaði. Ég man að ég hugsaði til móður minnar, hvort hún væri búin að taka eftir okkur eða heimilisfólkið á bænum, en það vissi ekki af komu okkar á þessum tíma. Tilhlökkunin að hitta mömmu, sem ég hafði ekki séð síðan í vor er við fóram í sveitina, bar mig hálfa leið og gerði mig kjarkbetri. En auðvitað var það Hjölla sem fór fyrir þessari þrenningu, sem ekki var víst að nokkur maður tæki eftir á víðáttum votlendisins, þar sem við kanske voram bara niðri í öldudal mest allan tíman og því ekki auðvelt að koma auga á okkur. Þegar leið á síðari hluta ferðarinnar fóram við að greina fólk á stéttinni framan við bæinn á Miðhúsum og þegar við nálguðumst túnjaðarinn kom Snjólfur labbandi niður túnið og leiðbeindi okkur norður fyrir túngirðinguna og traðimar heim að bænum. Nú var komið að kvöldi og höfðum við að mig minnir verið um fjóra tíma að silast yfir mýrarnar, enda ekki mjög vön slíkum reiðvegi. Það var hlýlega tekið á móti okkur á Miðhúsum og að venju bar Oddný húsfreyja fram miklar góðgjörðir. Snjólfur hafði nýlega slátrað ungri kú og mun ég seint gleyma því hve kjötið af henni bragðaðist vel hjá okkur þreyttum og svöngum ferðalöngunum. Einn dag vorum við um kjurt á Miðhúsum hjá mömmu og hinu heimilisfólkinu og héldum svo heim á þriðja degi sömu leið, reynslunni ríkari, og fylgdi Snjólfur okkur vel á leið og gekk þá allt mun betur. Ekki veit ég hvort unga fólkið í Tungunum og víðar gerir sér grein fyrir því hvað það er í raun stutt síðan forfeður þess bjuggu í óupphituðum moldarbæjum án vegasambands, síma og annarra lystisemda, sem allir eða flestir telja sjálfsagðan hlut í dag. Það er líka jafn gaman að hafa lifað allar tækniframfarimar og uppbygginguna og það mun gefa okkur eldra fólkinu ómæld tækifæri til þess að rifja upp það sem var og það sem er og freista þess að fá þá yngri til að hlusta. Hafsteinn Þorvaldsson frá Lambúskoti. Frcendsystkinin Svanhildur og Hafsteinn, að hefja heyskapinn á ,, kálgarðsblettinum “ sem kallaður var vestan við bœinn á Galtalœk. Hafsteinn með Fálka gamla í Tungnaréttum 1942. Myndina tók Eyþór Þorláksson, síðar landsþekktur gítarleikari, leikfélagi og vinur Hafsteins, en hann er úr Hafnarfirði og var sumarstrákur í mörg ár í Fellskoti. Eyþór var sonur Þorláks Guðlaugssonar, bróður Þórarins heitins í Fellskotii. Litli - Bergþór 27 Fuii búð af fallegum og vönduðum barnafatnaði ó góðu verði V orvörurnar streyma inn Ai ultaf eitthver tilboð í gangi Eyravegi 5 - Selfossi - Opið món. - fim. 10-18. fös. 10-19. og laug. 10-14.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.