Litli Bergþór - 01.03.2000, Blaðsíða 22

Litli Bergþór - 01.03.2000, Blaðsíða 22
Æskuminningar mínar Nafn mitt er Þórunn Eyjólfsdóttir'f Ég er fædd í Drangshlíð undir Eyjafjöllum 20. júní 1884. Foreldrar mínir voru Eyjólfur Sveinsson frá Stóru-Borg undir Eyjafjöllum og Sigríður Helgadóttir frá Skálholti í Biskupstungum. Foreldrar móður minnar voru Helgi Ólafsson2) í Skálholti og Þórunn Eyjólfsdóttir3’ frá Vælugerði í Flóa. Þórunn drukknaði niður um ís í Hvítá hjá Auðsholti ásamt annarri konu, er Margrét hét. Þórunn var rúmlega tvítug að aldri er þetta skeði, en móðir mín á öðru ári. Eftir slysið dvaldi móðir mín hjá föður sínum og ömmu í Skálholti, en hún hét Ingríður Einarsdóttir frá Bryðjuholti í Hrunamannahreppi. Nokkrum árum seinna giftist svo Helgi Olafsson Valgerði Eyjólfsdóttur, systur Þórunnar sálugu. Helgi og Valgerður eignuðust ellefu börn. Fimm dóu ung að aldri, en þau sex sem náðu fullorðinsaldri voru: Þórunn, Ketill, Olafur, Helga3a), Guðmundur og Helgi. Þegar Sigríður móðir mín var um fermingu, varð þessi stóra fjölskylda að flytja frá Skálholti. Jarðnæði var ekki að fá nær en í Drangshlíð undir Eyjafjöllum. Þar var þá tvíbýli og hafði losnað vestari parturinn. Það fylgdu því miklir erfiðleikar að ferðast þessa löngu leið yfir vegleysu og óbrúaðar allar ár með allan barnahópinn og búslóð alla. Eftir fjögurra ára búskap í Drangshlíð, kom þar upp taugaveiki, og úr henni dóu bændumir á báðum bæjum. Það eru bændurnir Helgi og Jónas. Þá dóu einnig úr veikinni tveir vinnumenn Jónasar. Valgerður réði til sín vinnumann til aðstoðar, og var það Eyjólfur Sveinsson. Á þennan hátt hófust kynni foreldra minna. Þegar móðir mín var 21 árs, fæddist ég. Þá var nóttin jafn björt deginum enda 20. júní. Fyrsta daginn sem ég lifði, reið Valgerður fóstra mín með mig austur að Skógum til séra Kjartans. Prestur var lasinn og gat því ekki komið til okkar. Prestur settist bara upp í rúmi sínu og steypti yfir sig hempunni. Ég var lögð í rúmið hjá honum og hann skírði mig Þórunni Helgu eftir móðurforeldrum mínum. Einu ári síðar hófu foreldrar mínir búskap. Ég var kyrr hjá Valgerði, því hún bætti mér við hópinn sinn, þótt efnin væru nú ekki mikil. Já, hún gekk mér í móður stað. Valgerður var mér besta móðir og hennar góðu heilræði og áminningar urðu mér gott veganesti í lífinu. Þegar ég var aðeins fjögurra ára, varð fóstra mín að flytja frá Drangshlíð. Flutt var að Laxárdal í Hrunamannahreppi4’. Þetta var bær langt frá öðrum bæjum, nokkurs konar afdalakot. Á koti þessu var mjög erfitt að búa. Eftir fjögur ár neyddist fóstra mín til að hætta búskap enda þá þrotin heilsan eftir of mikla vinnu og umönnun barna sinna. Heimilið leystist upp og bömum komið fyrir í vinnumennsku nema ég og Olafur. Við fórum með Valgerði að Húsatóftum á Skeiðum. Hérréði hún sig til húsmennsku hjá bróður sínum Gesti. Tveim árum síðar gekk fóstra orðið við staf og hækju og heilsan fór síhrakandi. Nú varð fóstra að láta mig frá sér og ég orðin 10 ára gömul. Ég vissi hve fóstru var þetta sárt enda hafði hún alltaf verið mér sönn móðir. Ég var líka kvíðin enda alltaf verið með fóstru frá því ég fæddist. Ég vissi að fóstra mín ætlaði mér að komast á gott heimili. Það var áreiðanlega ekki sársaukalaust fyrir okkur að kveðjast, enda vorum við mjög samrýmdar og báðar gerðum við okkur ljóst, að við ættum ekki eftir að sjást aftur í þessu lífi. Fóstra mín var búin að koma mér fyrir hjá ungum hjónum, er bjuggu að Vatnsleysu í Biskupstungum. Hjónin voru Sigríður Þorsteinsdóttir og Sigurður Erlendsson5). Tvíbýli var og bjó Sigurður í austur- bænum, en Halldór ríki6) bjó í vestur-bænum ásamt ráðskonu, Ingigerði Jónsdóttur. Sigríður var ættuð frá Reykjum á Skeiðum og því af góðu bergi brotin. Þetta vissi fóstra mín vel, er hún kom mér fyrir. Sigríður brást heldur ekki vonum fóstru. Ég kom að Vatnsleysu um kvöldið, berandi aleigu mína í klút. Kolbeinn á Reykjum var fenginn til þess að fylgja mér alla leiðina. Sigríður tók mjög hlýlega á móti mér og gaf mér að borða og lét mig síðan hátta í ágætis rúm. Ég átti ekki gott með að sofna, enda var hugur minn hjá Valgerði fóstru minni. Þegar ég vaknaði næsta morgunn og var komin á fætur, sá ég allt heimilisfólkið og leist fremur vel á það. Best leist mér þó á litla drenginn, sem var á fyrsta ári, en Þórunn Helga Eyjólfsdóttir og Jón Jónsson ásamt börnunum sínum sex. Þau eru talin frá vinstri: Sojfía Eyglóf 1616, Guðbjörn f 1921, Hákon ísfeldf 1912, Sigurjónf 1909, Valgerðurf 1914 og Óli Björgvinf 1918. Litli - Bergþór 22

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.