Litli Bergþór - 01.03.2000, Síða 8
Hrepp snefndarfréttir
Tillaga um að fjöldi gjalddaga á fasteignagjöldum
vegna ársins 2000 verði sex í stað fimm áður. Þó að
lágmarki 6.000.- hver greiðsluseðill.
Samþykkt að þiggja boð Magnúsar Skúlasonar um
aðstoð við heimasíðugerð fyrir Biskupstungnahrepp.
Hreppsráð leggur tii að Ragnars S. Ragnarssonar,
sveitarstjóri verði styrktur, til stjómsýslunáms við
endurmenntunardeild Háskóla Islands um krónur 45.000
á ári. Námið dreifist yfir þrjár annir, og er liður í að efla
fólk í sveitarstjórnum, framkvæmdastjóra sveitarfélaga
og ráðuneytisfólk enn frekar í starfi.
Bréf frá Skipulagsstofnun þar sem hún samþykkir
krónur 1.000.000,- framlag vegna 2. og 3. áfanga við
gerð aðalskipulags fyrir Biskupstungnahrepp. Staðfest.
Hreppsnefndarfundur 25. janúar 2000.
Fundargerðir hreppsráðs frá 11. og 18. janúar
2000. Breyting á lið 22 frá 11. janúar, fjöldi gjalddaga á
fasteignagjöldum verður óbreyttur eða 5 alls, mánaðar-
lega frá 1. febrúar.
Fjárhagsáætlun Biskupstungnahrepps vegna ársins
2000, síðari umræða. Helstu niðurstöðutölur eru þær að
skatttekjur ársins verða krónur 100.000.000.- Til
reksturs málaflokka fara krónur 76.501.000.- eða 76,5%
af skatttekjum. Rekstur stofnana sveitarfélagsins hefur
gengið vel og þjónusta verið bætt og aukin s.s. á sviði
heimaþjónustu, íþróttaiðkana, forskólakennslu í tónlist og
fleira. Samrekstur íþróttahúss og sundlaugar nýtist vel.
Hagræði er af því að allar helstu þjónustustofnanir
sveitarfélagsins s.s. leikskóli, grunnskóli, íþróttahús og
sundlaug auk félagsheimilis standi á einum stað í
Reykholti. Megin áhersla er lögð á að greiða niður
skuldir sveitarfélagsins og lækka þær um krónur
16.200.000 á árinu. Framkvæmdir em í lágmarki en til
þeirra er varið krónum 4.561.000. Fjárhagsáætlunin var
samþykkt samhljóða og undirrituð af
hreppsnefndarmönnum.
Fjárhagsáætlun næstu þriggja ára, 2001-2003,
fyrri umræða. Ragnar Sær Ragnarsson sveitarstjóri
kynnti áætlunina.
Samþykktir fyrir sorphirðu, síðari umræða. Engar
breytingar vom gerðar í síðari umræðu og eru samþykktir
Biskupstungnahrepps því eftirfarandi:
Samþykkt Biskupstungnahrepps um sorpflutninga og
sorpeyðingu.
I. Almenn ákvœði.
1. gr.
Sveitarfélagið Biskupstungnahreppur annast gámaflutninga og
sorpeyðingu í sveitarfélaginu. Heilbrigðisnefnd Suðurlands
hefur eftirlit með sorpeyðingunni og aðfarið sé að samþykkt
þessari. Sveitarstjórn er heimilt að fela öðrumframkvœmd
gámaflutninga og sorpeyðingar. Þeir aðilar skulu hafa
starfsleyfi heilbrigðisnefndar eða Hollustuverndar Ríkisins eftir
því sem við á.
2. gr.
Sorpflutningar og sorpeyðing skal framkvœmd undir yfirstjórn
eftirlitsaðila sveitarfélagsins og skal hann jafnframt vera
tengiliður og sjá um samskipti við þá aðila sem annast flutning
sorps og sorpeyðingu á hverjum tíma. Einnig ber hann ábyrgð
á móttöku spilliefna og meðferð landbúnaðarplasts og
brotajárns.
3. gr.
Gámasvœði skulu vera aðgengileg. Gámar skulu staðsettir á
aðgengilega staði. Lífrœnum úrgangi og járni skal komiðfyrir
í sérmerkta gáma. Spilliefiium og hœttulegum úrgangi skal
skilað í móttökustöð sveitarfélagsins.
4. gr.
Sveitarstjórn áh’eður, aðfengnum tillögum eftirlitsmanns
sorpeyðingar og framkvœmdaraðila sorpflutninga, tíðni
sorphreinsunar. Akvörðun um skipulag, staðsetningu og tíðni
hreinsunar á gámasvœðum skal auglýst árlega. Fara skal að
ákvœðum reglugerðar um úrgang nr. 805/1999.
II. Sorpeyðingargjöld.
5. gr.
Sveitarstjórn er heimilt að setja gjaldskrá aðfenginni umsögn
heilbrigðisnefndar til að standa undir kostnaði við sorphirðu.
Gjöld mega aldrei vera hœrri en nemur rökstuddum kostnaði
við veitta þjónustu og framkvæmd eftirlits með einstökum
þáttum. Sveitarfélagið skal láta birta gjaldskrána í B-deild
Stjórnartíðinda.
III. Ýmis ákvœði.
6. gr.
Hafi íbúarfram aðfœra kvörtun vegna sorpflutninga skulu þeir
koma henni skriflega áframfœri til framkvœmdastjóra
sveitarfélagsins.
7. gr.
Með brot á þessari samþykkt skalfarið samkvœmt ákvæðum
laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998.
8. gr.
Samþykkt þessi er sett samkvœmt ákvœðum 25. gr. laga um
hollustuhœtti og mengunarvarnir nr. 7/1998, með síðari
breytingum og staðfestist hér með til þess að öðlast þegar gildi.
Samþykktir þessarfara til umhverfisráðherra til staðfestingar.
Asborg Arnþórsdóttir kynnti hugmyndir um
markaðsskrifstofu Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands.
Ætlunin er að koma upplýsingamiðstöð/móðurstöð fyrir
ferðamenn á Suðurlandi á fót hið fyrsta. Síðan verða
minni upplýsingamiðstöðvar á öðram stöðum vítt og
breytt um Suðurland. Mögulegt er t.d. að ein
upplýsingamiðstöð verði við Geysi í Haukadal.
Markaðsskrifstofan mun því a.m.k. fyrst í stað eingöngu
snúast um upplýsingar til ferðamanna.
Samþykkt að Ragnar Sær Ragnarsson sveitarstjóri
semji bréf til stjórnar SASS um refa - og minkaveiðar,
þar sem lögð er áhersla á að ríkið/veiðimálastjóri komi í
auknum mæli inn í kostnað vegna veiðanna.
Hreppsráðsfundur 1. febrúar 2000.
Erindi vegna verkefnisins „Tónlist fyrir alla“ en
Biskupstungnahreppur hefur tekið þátt í því. Arlega fá
grunnskólabömin tónlistarflutning fagfólks sem sækir
okkur heim. Kynnt og samþykkt að halda áfram þátttöku
í þessu verkefni.
Lagt fram bréf vegna aukaframlags vegna reksturs
Heilbrigðiseftirlits Suðurlands árið 1999. Vegna aukins
rekstrarkostnaðar við heilbrigðiseftirlit á Suðurlandi þarf
Biskupstungnahreppur að greiða viðbótarframlag krónur
98.496.-. sem er um 3,3% viðbótarkostnaðar. Kynnt og
staðfest.
Litli - Bergþór 8