Litli Bergþór - 01.03.2000, Qupperneq 9
Hreppsnefndarfréttir
Fundarboðun vegna aðalfundar SASS sem verður
haldinn að Kirkjubæjarklaustri dagana 17. og 18. mars
n.k. Kynnt.
Fundargerð bygginganefndar uppsveita
Árnessýslu frá 25.01.2000. Kynnt og staðfest. Alls
komu sjö nýjar teikningar fram þar af eitt íbúðarhús, eitt
gistihús og eitt gróðurhús.
Fundargerð kynningarfundar um aðalskipulag
Biskupstungnahrepps haldinn 12. janúar 2000 í
Aratungu. Þar gerði Margeir Ingólfsson grein fyrir
aðdraganda þess að ráðist var í gerð aðalskipulagsins.
Framsaga og kynnig var í höndum Péturs H. Jónssonar
arkitekts, Odds Hermannssonar landslagsarkitekts og
Haralds Sigurðssonar skipulagsfræðings. Alls mættu 50
rnanns á fundinn sem var ítarlegur og gagnlegur í alla
staði.
Samningur um kaup á 0,44 ha lands úr landi
Norðurbrúnar. Kaupin eru tilkominn vegna vegagerðar
að landi sveitarfélagsins í Reykholti. Umsamið kaupverð
er krónur 220.000,-. Lagt til við hreppsnefnd að
staðfesta samninginn.
Lögð fram umræðutillaga að nýju íbúðarhverfi í
Reykholti, nánar tilgreint á landi sveitarfélagsins við
Norðurbrún. Um er að ræða 18 lóðir undir einbýlishús
allt frá 1420 fm - 5940 fm hver lóð. Verður kynnt
ítarlega á fundi hreppsnefndar.
Lagður fram skipulagsuppdráttur vegna tveggja
nýrra sumarhúsa í landi Austurhlíðar. Kynnt og lagt til
að hreppsnefnd staðfesti skipulagið.
Bréf frá Fornleifastofnun Islands um skráningu
fomleifa í Biskupstungum. Kynnt. Sveitarstjóra falið að
kanna hvort þær fornleifarannsóknir sem farið hafi fram
séu fullnægjandi við gerð skipulags í Biskupstungum.
Reglur um ferðaþjónustu fatlaðra og fjárhags-
aðstoð félagsmálanefndar uppsveita Árnessýslu við íbúa
Biskupstungnahrepps. Samþykkt og lagt til við
hreppsnefnd að hún staðfesti viðkomandi reglur.
Samþykkt að kanna hvort Lánasjóður
sveitarfélaga muni lána Biskupstungnahreppi til
endurfjármögnunar á láni sem tekið var hjá Islandsbanka.
Vextir eru nokkuð lægri hjá Lánasjóðnum. Ekki er um
viðbótarlán að ræða.
Samþykktir um skipan sveitarstjórnar í
Biskupstungum og verkefni hennar. Breytingar vegna
nýrra sveitarstjórnarlaga 45/1998. Rætt var um
samþykktirnar og ákveðið að fjalla um þær á marsfundi
hreppsnefndar.
Samþykkt að greiða Svanhildi Eiríksdóttur
leikskólakennara samkvæmt bókun nr. 15, á 6. fundi
hreppsráðs 1999.
Umræða um framtíð á rekstri farfuglaheimilisins.
Jón B. Sigfússon rekstrarstjóri og Arndís Jónsdóttir
skólastjóri komu inná fundinn til þess að ræða þessi mál.
Margeir kynnti bókun fræðslunefnd frá 24.11. 1999.
Arndís fór yfir lengingu skóladagsins og nauðsyn þess að
draga úr álagi á skólanum og nauðsyn þess að fá skólann
afhentan fyrr að hausti. Einnig getur afhending
húsnæðissins ekki orðið eins snemma að vori. Áhersla
var lögð á að skil farfuglaheimilis yrðu góð og aðkoma
kennara sem best að hausti. Samþykkt að stytta
rekstrartíma farfuglaheimilisins frá og með sumri 2001.
Hreppsnefndarfundur 8. febrúar 2000.
Þriggja ára fjárhagsáætlun Biskupstungnahrepps
fyrir árin 2001-2003, síðari umræða. Ragnar Sær
Ragnarsson, sveitarstjóri kynnti fjárhagsáætlunina.
Samkvæmt henni mun sveitarfélagið greiða niður skuldir
á tímabilinu um kr. 48.000.000,- eða tæplega 40% af
langtímaskuldum Biksupstungnahrepps. Staðfest og
undirrituð af hreppsnefnd.
Skipulagsmál, nýtt deiliskipulag fyrir íbúðabyggð í
Reykholti. Kynnt og samþykkt að óska eftir því við
Skipulagsstofnun að fá að auglýsa viðkomandi skipulag.
Skipulagsmál, skipulagsuppdráttur fyrir sumarhús
í landi Austurhlíðar. Kynnt og samþykkt að óska eftir því
við Skipulagsstofnun að fá að auglýsa viðkomandi
skipulag.
Gengið frá undirritun í gerðabók vegna
hreppsnefndar- og hreppsráðsfunda frá því að farið var að
færa þá inn með tölvu. Samþykkt að gera svo til loka
kjörtímabils eða til maí loka 2002. í gerðabók skal færa
í hvert sinn, dagsetningu fundar, ár, fundarstað, upphaf
og lok fundar, númer viðkomandi fundar, fundarritara og
blaðsíðufjölda fundagerðar. Samþykkt einróma.
HJOLBARÐAVIÐGERÐIR
HJÓLBARÐASALA
OPIÐ:
MÁNUDAGA - FÖSTUDAGA KL. 08:00 - 18:00
LAUGARDAGA KL. 10:00 - 13:00
SÓLNING
AUSTURVEGI 58 - SELFOSSI - SÍMI 482 2722
HEIMASÍMAR 482 2371 - 482 2289 - 482 2346
Litli - Bergþór 9