Litli Bergþór - 01.03.2000, Blaðsíða 6
Hreppsnefndarfréttir
Hreppsráðsfundur 7. desember 1999.
Yfirlýsing um samvinnu sveitarfélaga í Ámessýslu
um almannavarnir með nýjum sameiningar og
samstarfssamningi frá og með 1. janúar 2000. Kynnt og
óskað staðfestingar hreppsnefndar.
Drög að sameiningu- og eða samvinnu í
brunavörnum í Árnessýslu. Kynnt og óskað staðfestingar
hreppsnefndar.
Bréf frá Vegagerð um að skólabílar þurfi
hópferðaleyfi. Vegagerð mun senda hlutaðeigandi
bflstjórum þessar upplýsingar.
Hækkun á gistingu í afréttarhúsum Biskupstunga-
hrepps úr krónum 900 í 1000 per nótt fyrir stærri hópa.
Einstaklingar greiða krónur 1100. Óbreytt verð er fyrir
gjaldtöku fyrir þjónustu við hestana. íbúar
Biskupstungnahrepps greiða óbreytt verð krónur 500.-.
Farið yfir stöðu fjárhagsáætlunar fyrir árið 1999.
Fjárhagsáætlun ársins hefur staðist í öllum megin atriðum
hvað varðar útgjaldaliði. Þó er ljóst að
viðgerðarkostnaður vegna sundlaugar verður meiri en
gert var ráð fyrir og er það vegna þess að lagfæra þurfti
mun meira en gert var ráð fyrir af leiðslum og búnaði
vegna slæms ástands. Aukinn kostnaður vegna þessa er
krónur 10.000.000 umfram fjárhagsáætlun.
Þriggja ára fjárhagsáætlun Biskupstungnahrepps.
Fyrri umræða fari fram í janúar og síðari á febrúar fundi.
Bréf frá eigendum Galtalækjar í Biskupstungum
vegna framtíðar vegalagningar fjær íbúðarhúsi og
breytingar á notkun hússins úr gistiheimili yfir í
íbúðarhús.
Bréf frá Knúti Ármann, formanni Hrossaræktar-
félags Biskupstungna um að reka hross á afrétt og
hrossarétta í september 2000.
Samningur við Björgunarsveitina um notkun á
Svartárbotnum.
Hreppsnefndarfundur 2. desember 1999.
Kynningarfundur um aðalskipulag
Biskupstungnahrepps. Skipulagsaðilar sveitarfélagsins
kynna þá vinnu sem farið hefur fram við gerð
aðalskipulags fyrir sveitina. Pétur H. Jónsson, Haraldur
Sigurðsson og Oddur Hermannsson hafa haft samband
við flesta þá aðila í sveitinni sem stefna að breyttri
landnýtingu á komandi árum. Helst er um að ræða aðila
sem munu bjóða uppá ný sumarhúsasvæði, skógrækt og
verslun og þjónustu. Pétur H. Jónsson sagði frá því að
vinna við aðalskipulagið hafi staðið frá 1997. Lokið er
við séruppdrætti í aðalskipulagi vegna Laugaráss og
Reykholts. Vinna við aðalskipulag og greiningu þess
skiptist m.a. í:
a) Sumarhúsasvæði
b) Skógrækt - nytjaskógrækt
c) Náttúruverndarsvæði - hverfisvernd
d) Menningarminjar
e) Efnistaka
f) Reiðleiðir - útivistarsvæði
Önnur atriði eru:
- skipulag hálendis
- Geysir, Gullfoss, Skálholt.
Litli - Bergþór 6 -------------------------
Nokkrar umræður urðu um hvem lið.
I a-lið var rætt um hvort samþykkja ætti frekar
heildstæð svæði heldur en einstaka sumarhús.
Nokkrir bændur hafa hafið nytjaskógrækt í
Biskupstungum og má sjá afurð þess stækka ár frá ári.
Um c-lið var ákveðið að hitta landeigendur sem eiga
land að miðsveitinni og votlendi þess um þá hugmynd að
vernda það svæði. Pétur H. Jónsson og Ragnar Sær
Ragnarsson boði til fundarins við fyrsta tækifæri. Stefna
ber að því að gera Geysissvæðið að fólkvangi undir
stjórn heimamanna og að svæðið verði opinbert
útivistarsvæði. Landeigendum á þvr svæði verði sent
bréf þar sem áhugi sveitarstjórnar í þeim efnum er
kynntur. Tillaga um að Kóngsvegur verði verndaður þar
sem hann er heillegur. Einnig komu fram hugmyndir
unr verndun birkiskóga með Hlíðunum til að varðveita
ósnortið kjarrlendi, þar sem einhver takmörk yrðu á
plöntun trjátegunda.
Um d-lið er það helst að segja að menningarminjar
verða merktar inná sér kort með greinargerð.
Menningarminjar voru skráðar í sveitinni af Bryndísi
Róbertsdóttur um miðjan níunda áratuginn.
I e-lið um efnisnámur er gert ráð fyrir að námur, sem
nýttar eru í atvinnuskyni, fari inná aðalskipulag.
Sveitarfélagið þarf að marka sér stefnu og setja reglur um
efnistöku innan sveitarfélagsins, um umhirðu, frágang og
lokun náma. Ihuga þarf hvaða námum verði haldið
opnum og hverjum þurfi að ganga frá. Efnistökusvæði
eru skilgreind á 14 svæðum samkvæmt lista frá
Vegagerð. Námur til einkanota verða ekki skráðar á
aðalskipulag. Leyfi sveitarstjórnar þarf til að opna nýja
efnisnámu.
Umfjöllun um f-lið, reiðleiðir var nokkur. Rætt var
um gamlar reiðleiðir sem nú er ekki lengur hægt að ríða.
Reiðvegir með þjóðvegum fara inná aðalskipulag, þar
þarf að bæta verulega úr. Ein þokkaleg reiðleið er nú um
Tungurnar meðfram þjóðvegi þ.e. frá Brúará að Fellskoti.
Skipulag hálendis. Nokkuð var fjallað um
vatnsverndarsvæði sunnan Langjökuls sem fram hefur
komið í umræðu við Náttúruvemd Ríkisins.
Sveitarstjórn þarf að móta sér skýra stefnu um hálendið.
Ákveðið var að halda fund um aðalskipulagsdrög
sveitarinnar þriðjudaginn 11. janúar kl. 21:00.
Staðfesting hreppsnefndar á auglýstum skipulögum
vegna sumarhúsasvæða í landi Brekku og Eiríksbakka.
Einnig tvö skipulög í Laugarási fyrir garðyrkju og
íbúðarhús og fyrir íbúðar- og útihús á jörðinni
Miðhúsum. Frestur til að gera athugasemdir er liðinn,
engar athugasemdir bárust. Hreppsnefnd staðfestir
viðkomandi skipulög og óskar eftir afgreiðslu
Skipulagsstofnunar.
Hreppsnefndarfundur 11. desember 1999.
Fundargerð hreppsráðs frá 7. desember 1999.
Rætt var um 2. lið og stefnt að því að fá Ásborgu
Arnþórsdóttur ferðamálafulltrúa til að fylgja úr hlaði
drögum að greinagerð um Markaðsstofu
Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands á næsta fundi