Litli Bergþór - 01.03.2000, Blaðsíða 17

Litli Bergþór - 01.03.2000, Blaðsíða 17
um eiginleika eignanna. Samkvæmt 29. gr landamerkjalaga lætur landbúnaðarráðuneytið árlega gera jarðaskrá fyrir landið allt, þar sem tilgreindar eru allar jarðir eða lögbýli ásamt eigendum og ábúendum. Samkvæmt lögum 41/1919 um landamerki er skylt að gera merkjaskrár um allar jarðir, húsmannabýli og þurrabúðir, sem afskipt land hafa. í skránni skal gera glögga grein fyrir landamerkjum fasteignar, og auk þess skal þar getið ítaka þeirra og hlunninda sem því landi fylgja í annarra manna lönd.. Skrá þessa skal síðan færa í landamerkjabók. Flestar þessar landamerkjaskrár byggjast síðan á eldri heimildum svo sem máldagbókum, lögfestum og ýmsum óþinglýstum heimildarskjölum, s.s. dómum. Allar þessar heimildir benda til þess að jarðir séu eignarland. Flestir telja að Island hafi upphaflega verið numið af landnámsmönnum og síðan hafa eignimar gengið frá einni kynslóð til annarrar með löggemingum í lifanda lífi, við erfðir, fyrir hefð, með dánargemingum, og e.t.v. fyrir venjurétt. Menn deila hinsvegar um hversu langt upp til jökla landnámsmenn námu land, og þá einnig hvort land hafi verið numið löglega eftir að landnámsöld lauk, m.a. fyrir hefð, eða með því að konungur breytti afnotalandi í fullkomið eignarland, en frá 1262 til 1918, vorum við undir erlendu konungsvaldi. Ljóst er, að sú grundvallarregla gildir í eignarrétti, að sá aðili sem telur til eignarréttinda yfir landi verður að færa fram heimildir fyrir eignatilkalli sínu. Þetta hafa landeigendur í Amessýslu nú gert að kröfu óbyggðanefndar. Meginkrafa okkar f.h. landeigenda er að hinar þinglýstu eignarheimildir verði metnar sem næg sönnun fyrir beinum eignarrétti jarðeigenda, og að sá, sem heldur öðru fram, í þessu tilfelli ríkið, verði að sanna sitt mál. Sú sönnun lítur einkum að því að ríkið verður að okkar mati að sanna að eignarréttur innan þinglýstra landamerkja sé ekki beinn eignarréttur, og það þýðir væntanlega að ríkið verður að sanna að umrætt land hafi aldrei orðið háð beinum eignarrétti, hvorki fyrir nám, hefð, eða með löggemingi. Gegn framlögðum þinglýstum skjölum, sýnist okkur að sú sönnun sé ríkinu vart möguleg, ekki síst vegna þess að jarðeigendur hafa farið með öll eignaumráð þessara eigna á grundvelli umræddra landamerkjabréfa í á annaðhundrað ár. Við höldum því einnig fram, að telji menn að umrætt land hafi ekki verið numið í öndverðu, sem löglíkur hljóta þó að vera fyrir í ljósi þeirra heimilda er fyrir liggja, þá sé ljóst að landeigendur hafi hefðað landið, enda hafa þeir farið með öll eignaumráð á grandvelli ofangreindra eignaheimilda í fullan hefðartíma. Jafnframt byggjum við þessa niðurstöðu á því að krafa ríkisins, hafi hún verið réttmæt á sínum tíma, þ.e. að landamerki hafi verið dregin í heimildarleysi, sé fallin niður vegna fyrningar og tómlætis. En hvað er það þá gerir það að verkum að virtir lögfræðingar gera þá kröfu f.h. ríkisins sem raun ber vitni? Svo virðist sem oftúlkun á svokölluðum skotveiðidómum Hæstaréttar eigi hér hlut að máli. Þar er hinsvegar um aðra aðstöðu að ræða. Þar hefur hið opinbera sönnunarbyrði fyrir því að ákærður maður sé sekur. Fyrsti dómur Hæstaréttar af þessunr toga féll árið 1994 um svokallað Geitland í Borgarfirði. Um þann dóm skrifaði Karl Axelsson hrl, nú einn óbyggðanefndarmanna, grein í tímarit lögfr. 1995 og spurði sig þeirrar spurningar hvort dómurinn breytti réttarstöðunni? Niðurstaða Karls var sú að líta yrði til þess að um opinbert mál var að ræða og sönnunarbyrðin því alfarið lögð á ákæruvaldið um tilvist þess eignarhalds sem málareksturinn var byggður á. Jafnframt benti hann á að eigendur landsins hefðu ekki verið aðilar að málinu og höfðu því ekki tækifæri til að reifa sjónarmið sín eða hugsanleg gögn sem þeir byggðu eignarréttartilkall sitt á. Niðurstaða Karls var því sú að dómurinn breytti ekki neinum grundvallarforsendum á þessu réttarsviði eða skapaði það fordæmi, sem leisi almennt úr sambærilegum eignarréttarþrætum. Eg tel að almennt megi segja það sama um aðra skotveiðidóma sem fallið hafa. í Ijósi þess sem ég hef nú rakið, er það niðurstaða mín að krafa ríkisvaldsins eigi ekki við rök að styðjast, og sé til þess eins fallin að skapa óþarfa deilur og ófrið. Landsbanki íslands Reykholti Opið 13:00 til 15:00 alla virka daga Landsbanki íslands Litli - Bergþór 17

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.