Litli Bergþór - 01.03.2000, Blaðsíða 23

Litli Bergþór - 01.03.2000, Blaðsíða 23
hann átti ég að passa og einnig að aðstoða húsmóðurina. Litli drengurinn hét Þorsteinn7). Vinafólk bjó á báðum bæjunum. I vestur-bænum var telpa aðeins yngri en ég, Guðrún Þórðardóttir8’, bróðurdóttir Halldórs. Guðrún var bæði góð og skynsöm stúlka og urðum við fljótt mjög samrýmdar. Á sunnudegi í fögru veðri á túnaslætti, fengu allir að ríða til kirkju. Við telpurnar áttum að ríða í söðli. Húsbóndi minn sagði um leið og hann lét mig á bak: „Ég þori ekki annað en binda stelpuna." Ég sagði að ég vildi ekki að ég yrði bundin, en var bundin samt. Ég varð mjög móðguð því hinir krakkarnir voru ekki bundnir. Mér fannst þetta niðurlæging við mig. Kominn var líka smaladrengur, sem var aðeins eldri en ég. Er við höfðum riðið um stund, komum við að mjóum stíg er lá um vonda mýri. Hestarnir urðu að lesta sig, hesturinn minn elti hina hestana og ég gat mig ekki hreyft. Nú fann ég að söðullinn var farinn að hallast og allt í einu var ég komin undir kvið hestsins á grúfu í mýrina, en hesturinn stansaði um leið. Ég var nú ráðalaus en ákvað þó að kalla ekki, því móðguð var ég enn. Þá heyrði ég kallað, „hún fór yfrum“ og á móti er kallað, „hver fór yfrum?“ „Hún Tóta fór yfrum.“ Nú kom húsbóndinn og fór af baki. Hann sagði: „þurftirðu nú endilega að fara undir kvið stelpa.“ Mér lá við gráti, en sagði. „Þetta er bara því að kenna, að þú battst mig í söðulinn.“ Ég var ekki bundin aftur. Nú var ég glöð og ánægð, enda gekk nú allt vel. Þegar ég hafði dvalið hér í eitt ár, fór húsbóndinn að láta mig snúast úti við í kringum sig. Sigríður tapaði mér því smátt og smátt frá sér. Er ég var tólf ára, sagði húsbóndinn að nú þyrfti hann ekki að taka smala, því ég mundi geta passað æmar í sumar og það sparaði sér mjög mikið. Mig langaði til að vera dugleg, svo ég lofaði að gera mitt besta. Ég sat yfir á annan mánuð um sumarið ein alla daga langt frá bænum. Dagamir voru stundum langir, sérstaklega þegar regndagar voru. Það voru allir mjög góðir við mig. Sigríður gaf mér mikið og gott nesti til að hafa til matar á daginn. Svo var hætt að sitja hjá, en smalað morgunn og kvölds. Öll sumur hafði tapast eitthvað af ánum, því þær vildu strjúka til fjalla. Oft voru þær handsamaðar í Haukadal eða á Laug. Þetta vora erfiðir dagar. Á fætur var farið kl. 6 og smalað tvo til þrjá tíma. Ef það vantaði ær, var lagt af stað að leita og þá stundum ríðandi, og stundum gangandi, og þá venjulega berfætt til að spara skó og stundum til að spara hesta. Ekki mátti á móti mæla. Ærnar voru rúmlega sjötíu og þær máttu ekki týna tölunni. Það fór nú samt svo, að ég tapaði fjórum ám um sumarið. Um haustið var ég látin taka við fjósverkunum. Vatn í bæinn var ég einnig látin sækja, því vinnufólkið neitaði að gjöra það, taldi það of erfitt fyrir sig. Þegar húsbóndinn mætti mér með fullar föturnar, bar hann þær alltaf fyrir mig smá spotta. Sigríður bannaði mér að hafa fötumar fullar, en ég gegndi því ekki, því mér fannst ég vera svo sterk. Eftirá tel ég mig hafa búið að þessari áreynslu alla mína ævi. Um veturinn var von á kennara í vestur-bæinn, og átti hann að vera í þrjár vikur. Börn komu af öðrum bæjum og húsbóndi minn fór með mig til kennarans. Kennari var Geir Egilsson í Múla9). Húsbóndi minn heilsaði virðulega og sagðist ætla að biðja fyrir stelpuna, sem væri hjá sér. Hann bað hann að reyna að troða í hana þessu, sem presturinn væri búinn að tiltaka, en það fannst mér nú ekki svo lítið. Ég fann að ég blóðroðnaði undir þessum samræðum. Kennarinn tók nú í hönd mína og lét mig ganga með sér inn. Séra Magnús Helgason á Torfastöðum10) boðaði út um sveitina, að hann fermdi ekki börnin nema þau væru fullkomin í lestri, skrift og reiknuðu margskonar tölur ásamt tugabrotum. Þá urðu bömin að kunna bæði kverið og biblíusögumar. Bændum, sem höfðu vandalaus böm, varð æði bumbult af orðsendingu prestsins. Kennarinn tók okkur nú að sér með góðvild og kappi. Mér fannst dagurinn líða mjög fljótt. I rökkrinu áttum við að læra eina blaðsíðu í kverinu og síðan eiga frí og leika okkur. Ég hljóp í bæinn til að ná í klút og vettlinga. Ég hitti húsbónda minn, og þegar hann vissi hvernig var, þá sagði hann. „Fyrst þú átt frí í rökkrinu geturðu farið í fjósið eins og þú ert vön og lært kverið meðan beljumar eru að éta.“ Ég beit saman tönnunum en harkaði af mér og sagði ekki neitt. Ég fór í fjósið en leit ekki í kverið. Þegar ég kom í tímann um kvöldið til að læra, sögðu krakkarnir að það væri fjósalykt af mér. Þannig gekk það í tvo daga. Þriðja kvöldið sagði kennarinn við mig: „Hvernig stendur á því, að þú kannt ekki eins og hin bömin, þú ert þó fluglæs?“ Fóstra mín hafði kennt mér að lesa mjög ungri. Ég þorði ekki að svara. Þá gall hún Gunna litla við: „Það er ekki von að hún læri, því hún er látin vera í fjósinu á kvöldin.“ Kennarinn stóð nú upp í stólnum og spurði mig, hvort þetta væri satt. Já, ansaði ég. „Þetta læt ég ekki viðgangast“, sagði kennarinn. „Komdu nú með mér, Tóta litla, ég skal tala við húsbónda þinn.“ Hann talaði við húsbóndann og lét hann vita, að á meðan hann væri að kenna börnunum ætti telpan að hafa frí frá vinnu. Húbóndinn roðnaði við þessa ábendingu kennarans, og fannst mér hann eiga það skilið. Eftir þetta fór allt vel, og ég hafði mitt frí eins og hin börnin. Kennarinn lagði sig fram að kenna mér, og fékk ég alltaf að reikna í lestrartímanum, enda komst ég í að læra þríliðu. Biblíusögurnar var ég búin að marg lesa, og svo var ég alltaf sí párandi. Ég skrifaði líka mömmu fóstm bréf við og við. Sigríður las alltaf bréfin og hjálpaði mér að lagfæra villur. Þegar ég var tólf ára, var ég látin lesa húslesturinn á virkum dögum. Nú var enginn vinnumaður, en ein vinnukona og börnin orðin tvö. Húsbóndinn var mikill afkastamaður í allri vinnu, bæði úti og inni við. Hann var mjög góður vefari, en það verk vann hann á kvöldin, en konumar spunnu á rokkana. Mér var skipað að lesa lestur minn bæði hátt og snjallt, því ekki mátti verk úr hendi falla, þótt húslesturinn væri lesinn. Litli - Bergþór 23

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.