Litli Bergþór - 01.03.2000, Síða 20
Kannski vondar samgöngur.
Kannski voru sniglar þá í
ráðuneytum eins og nú er sagt.
Nú verður mikil mannaferð
um héruð. A næstu 8 árum er
gengið af krafti í lýsingargerðir
landamerkja og þinglýsingu þeirra.
Einna fyrstir ganga
Biskupstungnamenn í það verk á
haustmánuðum 1883 og einna
seinast er landamerkjum
Brattsholtstorfu í Stokkseyrarhreppi
þinglýst 14. júní 1890. Við könnun
á liðnu ári virtist okkur að aðeins
ein jörð hér í Arnessýslu hefði
undan dregist þinglýsingu, Efra-
Apavatn í Grímsnesi, sem nú er í
Laugardalshreppi. En þinglýst var
mörkum jarða báðum megin við
hana.
Þinglýsingar þessar fara allar
fram á sýslumannstíð Stefáns Bjarnarsonar 1879-1890.
Fáar athugasemdir koma fram. Þó minnist ég þess að
hafa séð einu sinni ágreining bókaðan. I maí 1889 er
gengið var frá landamerkjum Sandvíkurtorfunnar, gerði
Guðmundur Isleifsson eigandi Háeyrartorfunnar
athugasemd við stöðulýsingu hornmarksvörðu milli
Sandvíkurtorfu og Háeyrartorfu. Hún var talin standa í
„landnorðurshomi" vestri Blakktjarnarinnar, en
Guðmundur taldi hana vera „austnorðanvert við
Blakktjcirnir og mjög nœrri þeirri Blakktjörninni, sem nú
er að nokkru leyti vaxin blástargresi Engu að síður var
landamerkjaskránni þinglýst að Sandvíkurmanntalsþingi
12. júní 1889- en Blakktjarnir eru nú báðar horfnar.12)
Enn voru sett ný lög um landamerki 28. nóvember
1919. Þar eru hlutirnir umorðaðir til að fá markvissara
gagn af lagasetningunni. Mestu nýmæli laganna er „að
setja merki um lönd hjáleigna,
húsmannsbýla og þurrabúða utan
kaupstaða og löggiltra kauptúna. “
Þá eru fyrirmæli sett um að
valdsmenn hver í sínu umdæmi skuli
„ rannsaka það hvort merkjaskrám
þar hafi þinglýst verið. “ Og hafi svo
ekki verið gert bar valdmanni að
bjóða landeiganda „að gera
landamerkjaskrá innan ákveðins tíma
og að láta þinglýsa henni lögum
þessum samkvœmt. “ 13)
Góðir tilheyrendur! Ég hefi nú
freistað þess í stuttu máli að gera
grein fyrir sönnun landeigenda á
eignarrétti jarðeigna sinna. Mjög er
eftirtektarverð þróun þeirra mála frá
því landtöku lauk á landnámsöld og
þar til ríkisvaldið fastsetur
þinglýsingarkröfur sínar í tvennum
landamerkjalögum á 19. og 20 . öld.
Vona ég að sá skilningur löggjafans haldist áfram. En
ekki verði sinnt kröfum nýrra landtökumanna, þótt þeir
þykist vera í skjóli ríkisvaldsins með sín lögfræðipróf.
Heimildir:
1. Ólafur Jóhannesson: Lög og réttur, 3. útg.Rvk. 1974, bls. 225.
2. Grágás. Útg. Guimar Karlsson og fl. Rvk. 1992, bls. 290.
3 Jónsbók. Útg. Ólafur Halldórsson. Kmh. 19o4. Ljóspr. Odense 1970, bls. 124.
4. Alþingisbœkur íslands I. Rvk. 1912-13, bls. 54- 55.
5. Alþingisbœkur íslands X. Rvk. 1967, bls. 35.
6. Sveinn Sölvason: Tyro juris, 2. útg. Kmh, 1799, bls. 130.
7. Þjóðskjalasafn íslands: Veðmálabók Ámessýslu 1790-1825,19. maí 1800.
8. Alþingistíðindi 1879, A-deild, bls 197.
9. Alþingistíðindi 1879, A-deild, bls. 588.
10. Alþingistíðindi 1879, B-deild, bls. 764.
11. Alþingistíðindi 1881, A-deild, bls. 244.
12. Laitdamerkjabréf Sandvíkurtorfunnar í vörslu höf. Sbr.Landamerkjabók Am.
13. Stjómaníðindi 1919, A- deild, bls. 141-146. Lög og landamerki nr. 41.
Gunnlaugur í Brekkugerði í
almennum umrœðum.
L E I F & Æ V A R
Hársnyrtistofa
Leifs og Ævars
Austurvegi 21 Selfossi,
r
Opið:
Opið:
mán.-flm. 9-18,
föstud.9-19,
og laugard. 10-14.
sími 482-1455
J
Litli - Bergþór 20