Litli Bergþór - 01.03.2000, Síða 16
Þjóðlendumál
Nokkur lagaleg atriði er tengjast þjóðlendumálum.
s
Olafur Björnsson hrl.
Rœða flutt á fundi í Aratungu 26. janúar 2000, (lítið breytt).
Alla þessa öld og raunar að
vissu marki fyrr, hafa öðru hvoru
risið upp deilur hér á landi um
eignarrétt yfir hálendissvæðum
landsins eða þeim landssvæðum
sem lengst af hafa verið nefnd
afréttir og almenningar. Deiluefni
þessi hafa í senn verið uppi í
umræðum manna úti í
þjóðfélaginu, á Alþingi og í
einstökum dómsmálum sem rekin
hafa verið vegna ágreinings um
ákveðin landssvæði. Lengst af
snerist umræðan um hvort þessi landsvæði teldust að
fullu eign aðliggjandi sveitarfélaga, þar sem íbúar þeirra
hefðu nýtt svæðin einkum til upprekstrar fyrir búfénað,
eða hvort ríkið teldist eigandi landsvæðanna eins og
haldið var fram af hálfu ríkisins í nokkrum dómsmálum.
Með lögum um þjóðlendur er leitast við að koma á
hreint hver fari með eignarráð þessara landssvæða á
íslandi. Var nokkuð góð sátt um lagasetningu þessa á
Alþingi, og urðu frekar litlar umræður um
þjóðlendufrumvarpið á þinginu.
Við framkvæmd þessara laga virðist hinsvegar
kominn fram sú skoðun, sem mér sýnist vera tiltölulega
nýleg skoðun sumra lögfræðinga, að lögbýli með
þinglýstum landamerkjum kunni að vera, að hluta a.m.k.,
að grunni til eign ríkisins, þó landeigendur kunni þar að
eiga takmörkuð réttindi, s.s. beitarréttindi. Með öðrum
orðum, að landamerkjabréf segi aðeins fyrir um
yfirráðarétt, en sé ekki fullkominn heimild um
grunneigarréttinn.
Þessari kenningu, sem fram kemur í kröfulýsingu
þjóðlendunefndar fjármálaráðuneytisnins, er ég algerlega
ósammála, og tel að hún verði vart rökstudd, né að hún
verði studd afgerandi dómafordæmum.
Mun ég í þessu erindi mínu reifa helstu rök fyrir
þessari skoðun minni, en þau eru kjarninn í mótmælum
landeigenda gegn kröfulýsingu fjármálaráðuneytisins.
Ekki tími til að gera skil, í stuttu erindi sem þessu,
rökstuðningi fyrir kröfugerð hreppsfélaganna til
afréttanna er, en hugsanlega verður tími til að koma að
því hér á eftir, enda fléttast þessi mál auðvitað öll saman.
I 1. mgr. Þjóðlendulaga er skilgreining á því
hvaða land skuli teljast eignarland og hvaða land teljist
til þjóðlenda. Jafnframt er orðið afréttur skilgreint, en
tekið er fram í greinargerð með lögunum að orðið sé
eingöngu lýsing á tilteknu landi, en hafi ekki
eignarréttarlega merkingu.
Hvað er eignarréttur?
Fræðimenn skilgreina
hugtakið eignarrétt nú almennt á
þann veg að hann sé „einkaréttur
ákveðins aðila, eigandans, til að
ráða yfir tilteknum líkamlegum
hlut innan þeirra marka sem
þessum rétti eru sett í lögum og af
takmörkuðum (óbeinum) réttindum
annarra aðila sem stofnað hefur
verið til yfir hlutnum“ (Gaukur
Jörundsson: Eignaréttur, bls. 4).
Sú spurning sem þarf að
svara í framhaldi af þessu er því, hvað er eignarland? 1.
gr. þjóðlendulaga svarar því og segir að eignarland sé:
„Landsvæði sem er háð einkaeignarrétti þannig að
eigandi landsins fer með öll venjuleg eignarráð þess
innan þeirra marka sem lög segja til um á hverjum tíma.“
I ljósi þessa er það krafa landeiganda að hinn
almenni skilningur á þessum eignum verði viðurkenndur,
þ.e. að jörð með þinglýstum landamerkjum, sé
eignarland. Ástæðan er sú að eigandi jarðar á íslandi
hefur öll eignarráð þessarar eignar í krafti hinnar
þinglýstu eignarheimildar, og getur m.a. bannað öðrum
not hennar. I samræmi við þetta hafa eigendur jarða á
Islandi fengið eignarnámsbætur ef réttindi jarða þeirra
hafa verið skert með sérstökum hætti, enda
eignarrétturinn varinn í stjórnarskrá. Landeigendur telja
að ekki séu rök til að mismuna eigendum bújarða eftir
því hvort jarðir þeirra liggja að hálendinu eða hvort þær
séu á láglendi.
Það er því von að landeigendur séu rasandi hissa
þegar því er haldið fram að jarðir þeirra séu ekki
fullkomin eign þeirra, heldur eigi þeir einungis
takmarkaðan afnotarétt, en landið sé að öðru leiti í eigu
ríkisins.
Viðurkennt er að, til upplýsinga um eignarréttindi
að fasteignum, skipta vörslur hennar litlu máli, en
þinglýsing hinsvegar miklu. Fræðimenn eru sammála um
að sá maður sem hefur þinglýsta eignarheimild yflr eign,
er talinn eiga tilsvarandi réttindi yfir eigninni þar til
annað sannast. Sá sem vill véfengja heimild sem styðst
við þinglýsingarbækur hefur sönnunarbyrði fyrir
staðhæfingu sinni. Má í því sambandi vísa til nokkurra
Hæstaréttardóma, m.a Hrd. 1997:2792, (Laugavellir í
Jökuldalshreppi).
Við mat á því hvort um fullkomið eignarland er að
ræða má einnig horfa til fleiri heimilda en þinglýstra
skjala, m.a. þess að Fasteignamat ríkisins heldur skrá um
allar fasteignir í landinu, þar sem fram koma upplýsingar
Litli - Bergþór 16