Litli Bergþór - 01.03.2000, Qupperneq 24

Litli Bergþór - 01.03.2000, Qupperneq 24
Sigríður vildi margt öðruvísi en var, en hún hafði lítil ráð á heimilinu. Fólkið, sem var þar í vinnumennsku, gat alltaf beðið hana og sagt henni allt, er því lá á hjarta. Þyrfti fólkið að biðja húsbóndann bónar, þá var hún alltaf milliliður. Húsbóndinn var ekki vondur maður, en hann var svo strangur á svipinn að orð hans voru lagaboð. Hjónin voru bæði bókhneigð og sungu mjög vel. Af þeim lærði ég mörg sálmalög. Þegar ég var níu ára, gaf mamma mér sálmabók, sem hún keypti fyrir einu aurana, sem hún átti. Bókina keypti hún af Brynjólfi á Sólbakka, og kostaði hún fimm krónur. A Vatnsleysu var þingstaður sveitarinnar, því voru þar fundir framámanna sveitarinnar haldnir. Bændur komu flestir ríðandi, er fundir voru haldnir. Mér þótti mjög gaman að athuga vel bæði menn og hesta. Nú ætla ég til gamans að minnast á nokkra þeirra, er til funda komu. Fyrst skal frægan telja Magnús Helgason, prest á Torfustöðum. Hann hafði þau fallegustu augu, er ég hafði séð. Hann reið gráskjóttum hesti, og fannst mér hesturinn ekki nógu fallegur til að bera prestinn. Næst er það oddvitinn, Björn á Brekku111, sem allir hrósuðu fyrir manngæði. Eg var alltaf hálf hrædd við hann vegna þess að foreldrar mínir neyddust til að biðja um hjálp af sveitinni. Þá var það hreppsstjórinn, Tómas í Auðsholti12>. Hann sá ég sjaldan, en mér er þó minnisstætt hvað hann hafði langa handleggi. Hann var klæddur svartri úlpu og hafði á höfði svartan barðastóran hatt og reið brúnum hesti. Greipur í Haukadal13) var stór og stórskorinn rnaður með alskegg, Hann minnti mig á lýsingar af mönnum úr fomsögum, sem ég heyrði lesnar á Húsatóftum, þegar ég var hjá mömmu minni. Hann reið rauðskjóttum hesti. Gísli í Kjarnholtuml4) var ungur maður, glaðlegur og mjög vel vaxinn. Hann kom alltaf í bæinn minn til að heilsa hjónunum. Mér fannst alltaf bjart og skemmtilegt í kringum þennan mann. Steinn í Miklaholti15), sem kom alltaf brosandi og glaður til fólksins til að heilsa því. Eg taldi líka, að í návist húsmóður minnar gætu menn ekki verið nema glaðir vegna þeirrar hjartahlýju, sem frá henni stafaði. Guðmundi á Bergsstöðuml6) man ég vel eftir. Hann var svarthærður með skegghýjung, í meðallagi hár og nokkuð þrekinn. Hann var alltaf í prjónaðri peysu, sauðsvartri að lit og hreinn og þokkalegur í útliti. Hestur sá er hann reið var akfeitur og fór aldrei nema fetið. Hjörtur í Austurhlíðl7) var myndarlegur eldri maður, hvítur fyrir hærum, klæddur svartri úlpu og reið leirljósum hesti. Steinunn dóttir hans var í skóla í Reykjavík. Eg man að hún kom að Vatnsleysu og drakk kaffi í vestur-bænum eins og flestir meiriháttar gestir gerðu. Ég var svo heppin að vera úti á hlaði, er hún kom. Hún var í svörtum reiðfötum með ljósblátt sjal hnýtt yfir reiðhattinn. Hún hafði langar ljósar fléttur og reið hvítum hesti. Steinunn varð kona Brynjólfs Bjarnasonar, kaupmanns í Reykjavík. Bjarni á Krókl8) kom alltaf gangandi, því hann vildi ekki sundleggja hest sinn í Tungufljóti. Kona hans, Guðleif18), var Ijósmóðir, góð kona, enda víða sótt er veikindi steðjuðu að í sveitinni. Eiríkur í Fellskoti19) var stór og myndarlegur karl, en hafði stærðar æxli utan á hægra lærinu. Hann gekk í svartri úlpu með prjónaða húfu á höfðinu og reið rauðum, stórum hesti, rennivökrum. Eiríkur bjó með fjórum dætrum sínum og tveim sonum. Börnin voru Guðlaug, Guðný, Jóhanna, Eyrún, Eyvindur og Guðlaugur. Að Fellskoti var ég oft send, og þar þótti mér alltaf bæði gott og gaman að koma. Aths. Fundið í skrifblokk, sem móðir mín átti. Það fer ekki á milli mála, að móðir okkar hefur ætlað sér að skrifa mikið meir, en aldurinn entist henni ekki til þess. Sigurjón Jónsson201 Kynnig áfólki, sem getið er um í greininni, og tengsl þess aðallega við núverandi íbúa Biskupstungna (eftirþví sem undirritaður veit eða hefur tiltœkar heimildir um): 1) Þórunn Eyjólfsdóttir: Eiginmaður hennar var Jón Jónsson (Bergsœtt), bjuggu þau í Reykjavík og áttu 6 börn. 2) Helgi Olafsson: Foreldrar hans, Olafur Helgason og Ingiríður Einarsdóttir, bjuggu í Skálholti um um miðja 19. öld. 3) Þórunn Eyjólfsdóttir: Bróðir hennar var Gestur bóndi á Húsatóftum á Skeiðum, en liann var m. a. forfaðir Guðmundar Eyjófssonar (f. 1917), fyrrum bónda þar, og Aslaugar Dóru Eyjólfsdóttur frá Syðri-Reykjum núverandi formanns Kvenréttindafélags Islands. 3a) Ketill: Sonur Helga og Valgerðar var bóndi á Alfsstöðum á Skeiðum ogfaðir Helga og Hafliða, sem þar bjuggu, Olafs bílstjóra á Laugarvatni og Guðmundar föður Helga í Hrosshaga. 4) Laxárdal í Hrunamannahreppi: Hérmun vera misritun og eiga að vera í Gnúpverjahreppi. 5) Sigríður Þorsteinsdóttir og Sigurður Erlendsson: Þau bjuggu á Vatnsleysufrá 1891 til 1923, og voru Þorsteinn og Kristín meðal barna þeirra, en þau bjuggu sitt á hvorum bœnum á Vatnsleysu, og eru allir núverandi bœndur á Vatnsleysubœjunum afkomendur þeirra. 6) Halldór: Hann var Halldórsson og bóndi á Vatnsleysu 1899 -1908. 7) Þorsteinn: Hann var sonur Sigríðar og Sigurðar, bóndi á Vatnsleysu 1923 - 1974 ogfaðir Braga, bónda þar, og Sigurðar á Heiði. 8) Guðrún Þórðardóttir: Mun hafa verið dóttir hjónanna Þórðar Halldórssonarfrá Vatnsleysu og Olafíu Þórarinsdóttur frá Kervatnsstöðum. Maður hennar hét Guðjón og var einn sona þeirra Helgi, sem varfaðir Guðrúar Helgadóttur rithöfundar. 9) Geir Egilsson í Múla: Hann var bóndi í Múla 1900 -1916 ogfaðir Egilsföður Páls, sem báðir voru bœndur þar. 10) Magnús Helgason: Var prestur á Torfastöðumfrá 1885 til 1905. 11) Björn á Brekku: Hann var Bjarnarson, bóndi á Brekku 1887 - 1920 ogfaðir Erlendar á Vatnsleysuföður Sigurðar. 12) Tómas í Auðsholti: Hann var Guðbrandsson, bóndi í Auðsholti 1862 - 1906 og hafa afkomendur hans búið þar síðan. Litli - Bergþór 24

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.