Litli Bergþór - 01.03.2000, Blaðsíða 19

Litli Bergþór - 01.03.2000, Blaðsíða 19
ákærulaus afaföllum þeim sem þar í móti kynnu nokkuð að segja“. En Sveinn heldur einnig fram ákveðinni eignarsönnum sem lögfestan er, en einnig bregður henni fyrir í Jónsbók. Um hana segir Sveinn: „ Yfir höfuð eru lögfestur lögleg meðöl til að verja eign sínafyrir annnarra manna ásœlni og yfirgangi 6) Lögfestur komust næstu ár í tísku. Enda hafa þær þá talist tryggasta sönnun sem menn höfðu á þeim tíma fyrir eignarhaldi. Þær eru innfærðar í Veðmálabók Arnessýslu frá 1790, en lengra aftur nær sú bók ekki. Það vekur athygli hversu margar lögfestur eru gerðar hér í sýslu: 51 á árunum 1790 - 1855. Mestallar eru lögfestur þessar gerðar fyrir eignarjarðir í sjálfsábúð, en einnig fyrir prestssetur, kristfjárjarðir, hospítalsgarðinn Kaldaðarnes og Hestfjall í Gnmsnesi. Svo að þið vitið betur hvernig lögfesta var les ég eina hér til dæmis: Lögfesta Uthlíðar. „Eg undirskrifuð lögfesti hér með eignarjörð mína Úthlíð í Biskupstungum með hennar afbýlum eftir þessum landamerkjum: Vestan að milli Miðhúsa og Hlíðarfrá Djáknasteini og sjónhending í Fögrubrekku fyrir norðan Hrúthagasel. Þaðan út í Kálfaá sem ræður Brúará að upptökum vestur á miðjan Rótasand. Þaðan sjónhending norður í Hagavatn. Síðan það vatnsfall er kallað er Far, er rennur úr Hagavatni í Sandvatn, allt að almenningsvegi er kölluð er Norðlendingagata. Ráða síðan götur þær í Hnífagilsbotn og þaðan í Hnífagil að Stokkholtskeldu upptökum, en Keldan síðan austur í Vötn. Síðan ráða Vötnin vestur að Graflæk og Graflækurinn vestur á Lœkjamót að þeim læk er kallast Andalækur. Ræður Andalækur síðan sjónhending í Djáknaklett að austan. Fyrirbýð ég undir laga sektir öllum það land að yrkja eður sér not nema mitt leyfi sé til. Skálholti 19. maí 1800. Valgerður Jónsdóttir“. Upplesið á manntalsþ(ings)réttinum á Vatnsleysu 19. maí 1800. S. Finnsson. Valgerður Jónsdóttir í Skálholti er þá ekkja Hannesar biskups Finnssonar en síðar gekk hún að eiga Steingrím Jónsson prest í Odda og biskup í Laugamesi. Hann var vel lærður guðfræðingur. Urðu þau hjón auðug að fé og jörðum og Steingrímur biskup varð vel að sér i lögfræði og öllu því er jarðeignir snerti. Mágur Valgerðar, Steinþór Finnsson sýslumaður Amesinga í rúm 40 ár, þinglýsir þessari lögfestu hiklaust. Lögfestum fækkar er líður á 19. öldina og kann þá að vera að jarðeigendur vilji leita annarra leiða með eignsönnun sína og birtingu landamerkja. Það má undarlegt heita að Danastjóm aðhefst ekkert. Ymsir voru þó embættismenn konungs á íslandi sem létu sig málefni landsins varða og vora okkur betri en engir í framfarabaráttunni. Guðmundur Einarsson prestur á Breiðabólsstað á Skógarströnd ríður á vaðið og flytur þingmannaframvarp um landamerkjalög. Guðmundur var hinn merkasti maður, gaf bæði út ritin „Um nautpeningarækt" og „Um sauðfénað“. Hann var í þrjá áratugi þingmaður Dalamanna og kom mörgum málum áfram. Og þótt Guðmundur hefði engu áorkað á veraldarvísu má geta þess að hann var faðir Theódóra Thoroddsen skáldkonu og afi listmálarans Muggs. Frumvarp séra Guðmundar til landamerkjalaga kom fram á alþingi 1879. Greinargerð fylgdi ekki með framvarpinu en tildrögin eru skýrð í nefndaráliti með framvarpinu í neðri deild. Nefndin kannast við „að brýnustu nauðsyn beri til þess, að numin verði burtu óvissa sú um landamerki jarða, sem svo almennt á sér stað víðs vegar um landið. “ það sé svo dýrt að skera úr um þessi mál auk þess sem sönnunarbyrðin lendi á sóknaraðila. „Mönnum er oftast nauðugur einn kostur að þola réttaróvissuna um landamerkin... “ 8) Nefndin gerði verulegan uppskurð á frumvarpi séra Guðmundar. Hann vildi halda landamerkjabók í hverri sveit. Nefndin vildi halda eina landamerkjabók fyrir hverja sýslu, löggilta af amtmanni, en eigandi og umráðamaður hverrar jarðir yrði skyldu að skrásetja nákvæma lýsingu á landamerkjum jarðar sinnar eins og hann vissi þau réttust. „Merkjalýsingu þessa skal hann sýna hverjum þeim er land eða landsnytjar á til móts við hann, og skulu þeir rita á lýsinguna samþykki sitt.... “ Síðan segir í næstu málsgrein: „Þá er landeigandi hefurfengið alla, er lönd eiga til móts við hann, til að rita samþykki sitt á merkjalýsingu hans, skal hann þinglýsa henni á manntalsþingi, þar sem jörð hans er íþingsókn. “ 9) Benedikt Sveinsson sýslumaður og áður yfirdómari var fyrir þeim í nefndinni sem gerðu þessa breytingu. Hann var með bestu lögfræðingum hér á landi á sínum tíma og var um þetta leyti 1. þingmaður Amesinga. Með honum var í nefndinni var 2. þingmaður Amesinga, Þorlákur Guðmundsson frá Fellsenda sem var á þingi fyrir okkur Ámesinga í aldarfjórðung. Hann var tregur til þessara breytinga en sagði þó: „En ég verð að játa að ég varð að gefa skilninginn fanginn undir trúarinnar hlýðni og skarpleika og lagavisku hins háttvirta l. þingmanns Ámesinga. “ 10) Þetta er hvorki í fyrsta né síðasta sinn að menn gefa skilning sinn fanginn undir hlýðni við lögfræðinga. Frumvarpið varð ekki útrætt í efri deild á þinginu 1879. Aftur kom þing saman sumarið 1881 og var þá landamerkjafrumvarpið enn rætt, en fjallað nú mest um skipan gjörðardóma í landamerkjadeilum og sýndist þar sitt hverjum. En nær óbreytt stóð 4. grein frumvarpsins um þinglýsingu og var frumvarpið endanlega samþykkt af báðum deildum alþingis 22. og 25. ágúst 1881. Þar var 4. greinin orðuð svo: „Þá er landeigandi hefur fengið alla, er hann á að sýna merkjalýsingu sína eftir 3. grein, til að rita samþykki sitt á hana, skal hann fá hana sýslumanni í hendur til þinglesturs á næsta manntalsþingi. “ n) Frá hendi okkar íslendinga var máli þessu þar með lokið. En lögin voru þó ekki staðfest af Kristjáni kóngi IX og Nellemann Islandsráðherra fyrr en 17. marsl882. Enginn veit nú hvað olli þessum drætti. Litli - Bergþór 19

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.