Litli Bergþór - 01.03.2000, Síða 21

Litli Bergþór - 01.03.2000, Síða 21
Leikdeildarfréttir Kæru Tungnamenn í lok nóvember 1999 kom stjórn leikdeildar U.M.F.Bisk. saman eftir langt hlé. Umrœðuefnið „ eigum við að setja upp leiksýningu í vetur“? Auðvitað gerum við það, annað vœri ekki sœmandi dugmiklum leikurum Biskupstungna og þarna á fundinum ákváðum við hvaða leikrit skyldi sýna og leikstjóri ráðinn. Leikritið sem varð ofaná varr Spanskflugan eftir Amold og Back. Leikstjóri var Björn Gunnlaugsson, kornungur leikstjóri á uppleið. Hann hefur getið sér gott orð erlendis og er nú aðstoðarleikstjóri í Þjóðleikhúsinu. Æfingar hófust 10. janúar 2000. Æft var stíft öll kvöld og um miðjan dag á laugardögum og sunnudögum, enda stóðst áætlun um frumsýningardag. Um 25 manns komu að þessari uppfærslu og eru þá allir upptaldir. Æfingar gengu mjög vel og svo einn góðan veðurdag nánar tiltekið þann 18. feb. frumsýndum við verkið. Sýningunni var afskaplega vel tekið og allir skemmtu sér alveg konunglega „auðvitað í öllu skikkelsi “ Fyrir hönd leikdeildar vil ég þakka öllum sem að þessu komu og sérstaklega þeim sem heima sátu á meðan á œfingum stóð. Ekki vil ég halla á neinn en sérstakar þakkir vil égfœra reddaranum okkar og gjaldkera, henni Guðnýju Rósu, en það er hún sem er driffjöðrin í þessu öllu. „ Takk Gudda“ Að lokum óska ég öllum Tungnamönnum, ungum sem öldnum, nœr ogfjœr, gleðilegra páska og komandi vors. Egill Jónasson, ritari leikdeildar. Guðný á Tjörn og Egill í hlutverkum húsráðenda. Olafur og Asrún í Víðigerði í hlutverkum verðandi kærustupars. Berglind á Espiflöt og Brynjar á Heiði í hlutverki ástfangins ungsfólks. Guðný og Camilla í Asakoti í hlutverkum glaðra kvenna. Sigurjón í Kistuholti, Bjarni á Brautarhóli Egill í hlutverkum virðulegra manna. Brynjar og Berglind túlka ástaratlot afinnlifun. Litli - Bergþór 21

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.