Litli Bergþór - 01.03.2004, Page 3

Litli Bergþór - 01.03.2004, Page 3
Ritstjórnargrein Þegar uppi eru hugmyndir um að tæknivæða Gullfoss mætti etv. skoða náttúruvemd frá öðm sjónarhomi en hreinni nytjastefnu og ræða fleiri hliðar þessa máls. Maðurinn ber ábyrgð á náttúru jarðar. Tæknin gerir kleift að breyta á augabragði sköpunarverki sem tók milljónir ára að móta. Með aðgát, fyrirhyggju og aðgerðum í náttúruvemd má nýta gæði jarðar án þess að vinna henni óbætanlegt tjón. Sagan sýnir að það hefur viljað brenna við að verndarsjónarmiðum sé ýtt til hliðar þegar fast er sótt á um framkvæmdir. Það er eðlilegt, þegar fólk sér þær breytingar sem hafa orðið á umhverfinu, að margir vilji staldra við og spyrja um ávinning af þessum breytingum og hverju sé fórnað. Rétt eins og aðrar lífverur jarðar er maðurinn hluti af flóknum lífheimi og treystir á þá þjónustu sem vistkerfi jarðar veita. Nýting náttúruauðlinda er undirstaða efnahagslegrar velferðar flestallra þjóða heims. Hins vegar em það einnig eftirsóknarverð lífsgæði að mega njóta fjölbreyttrar náttúru. Nýting náttúrugæða jarðar hefur margar hliðar. Síðamefndu sjónarmiðunum hefur vaxið mjög ásmegin eftir því sem tækninni hefur fleygt fram, efni fólks hafa orðið meiri, og meiru hefur verið raskað. Óhjákvæmilega stangast hagsmunir annarrar nýtingar, Qárhagslegir eða félagslegir, stundum á við hagsmuni náttúruvemdar. Þess vegna verða náttúru- vemdarmál oft átakamál. Það er ákaflega mikilvægt að rök, t.d. fyrir friðun lands, séu sett skilmerkilega fram og að þau séu aðgengileg almenningi jafnt og stjómvöldum. Færa má að því rök að vemdun landslags ætti að vega þyngra í íslenskri náttúruvemdarstefnu en hún gerir. í viðamikilli skoðana- könnun tengdri rannsóknum á náttúru, þjóðemi og umhverfisstefnu á Norðurlöndum kom meðal annars í ljós að íslendingar töldu lands- lag vera helsta tákn þjóðar sinnar og mikilvægara en saga, tunga eða menning. Landslag á eldvirka beltinu og á miðhálendinu á sér óvíða hliðstæðu, og sumt e.t.v. hvergi. Slíkt land hefur hátt verndargildi. Sókn íslenskra og erlendra ferðamanna inn á þessi svæði sýnir að í þeim felast jafnframt eftirsóknarverð náttúruverðmæti. Stór, óbyggð svæði án sýnilegra áhrifa mannsins em ekki til lengur í hinum þéttbýlu löndum Evrópu. Þau eru náttúruauðlind sem lítið er eftir af og verða t að líkindum æ verðmætari í sífellt þéttbýlli heimi. A undanfömum áratug hefur erlendum ferðamönnum hér á landi fjölgað ört. Kannanir Ferðamála- ráðs hafa leitt í ljós að íslensk náttúra er aðalástæðan fyrir komu allt að 90% þeirra til landsins. Vaxandi ferðamannastraumur undirstrikar efnahagsleg verðmæti vemdarsvæða og styrkir jafnframt sjónarmið sem hafa í för með sér miklar breytingar á náttúmnni. Mikilvægt er að stefnumótun í ferðamennsku taki mið af sjálfbærri ferðamennsku og náttúruvemd til að tryggja að íslensk náttúra skaðist ekki vegna átroðnings af völdum ferðamanna. Auka þarf fræðslu um íslenska náttúru og umgengni við hana og skipuleggja einstök svæði með sjálfbæra ferðamennsku að leiðarljósi þannig að þau geti tekið við vaxandi fjölda ferðamanna. Við skipulag ferðamennsku er æskilegt að móta stefnu til lengri tíma um það hvemig eigi að stýra straumi ferðamanna þannig að þeir fái viðunandi þjónustu ásamt því að upplifa það sem þeir helst kjósa, lítt eða ósnortna náttúru. P.S. REYKHOILTI Sími: 486 8782 Gsm: 893 5391 Fax: 486 8745 TAkum að okkur «11« k>ygglngastarfs«ml Sumarhúsasmíði og -þjónusta Höfum minigröfu með brotfleyg og skotbómulyftara með körfu Þorsteinn Þórarinsson húsasmídameistari Litli Bergþór 3

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.